Vikan - 21.04.1960, Blaðsíða 10
HRÍMNIR:
Scotland
A 5TDKK5EYRI
Kambsránið vakti óhemju mikla athygli
á sínum tíma. Grunurinn beindist
fljótt að ákveðnum mönnum í
nágrenninu, þótt lengi yrði ekkert á þá
sannað þrátt fyrir ágæta
rannsókn Þórðar sýslumanns Árnes-
inga. Er jafnvel óvíst, hvemig farið
hefði, ef Þuríður formaður,
fyrsti leynilögreglumaður á íslandi,
hefði ekki komið til skjalanna.
Leynilögreglusögur eru eitt vinsælasta lestrarefni, sem um getur i öllum
menningarlöndum, og höfundar þeirra, sem frægð liljóta, bera einna mest
úr býtum af öllum þeim, er við ritstörf fást. Sir Conan Doyle varð lieims-
frægur fyrir sagnabálk sinn af leynilögreglumanninum Sherlock 'Holmes;
muna nú fæstir að hann hafði nokkuð annað ritað, enda þótt eftir hann
liggi margar góðar skáldsögur um annað efni, en almenningur á Bretlandi
— og raunar viðar — trúir þvi statt og stöðugt að Sherlock Holmes hafi
verið til; húsið, sem hann og Watson eiga að hafa búið í, er jafnvel
sýnt ferðalöngum til sannindamerkis um það. Leynilögregiusagnaskáldkon-
an Agatha Christie nýtur meiri frægðar en nokkur Nóbelsverðlaunahöf-
undur, og Edgar Wallace, einhver snjallasti höfundur slikra sagna, sem
uppi hefur verið, var á sinum tima einn af tekjuhæstu mönnum á Bret-
landi. iÞannig mætti lengi telja. Menn af öllum stéttum lesa leynilögreglu-
sögur; lærðustu visindamenn, frægir listamenn og stjórnmálamenn hafa
sagt frá þvi — og skammast sin ekkert fyrir — að þœr séu þeim kærast
lestrarefni, þegar þeir vilji njóta hvildar frá erfiði og hversdagsstriti,
Vitað er og að nokkrir kunnir rithöfundar hafa skrifað levnilögreglu-
sögur undir dulnefni; vildu ekki kasta rýrð á meiri háttar ritverk sín, en
um suma þeirra hefur þó raunin orðið sú. að beir urðu ölhi fræanri undir
dulnefnum. I>á hafa ýmsir stiórnmálamenn oa listamenn. iafnvel kunn'r
vísindamenn, samið slíkar söaur nndir dulnefni — meðal annars einn af
kunnustu stiórnmálamönnnrn Frakklands á siðari árunt og heimsfræsur
kjarnorkufræðingur, vestur-býzkur.
Þótt íslenzkir rithöfundar hnfi verið fiölhæfir i skáldsaöna"erð. virðisf
leynilögreglusagan löngum hafa orðið útundan hiá beim. Fioinlega er
ekki hægt að benda á nema tvær slikar söaur eftir islenzka höfunda. og
eru báðar skrifaðar á siðari áratugum, en á hvoruga skal hér neinn dóm-
ur lagður.
Þetta er því furðulegra, sem einhver snjallasta sagnfræðileg leyni-
lögreglusaga, sem rituð hefur verið á Vesturlöndum, var skráð á íslandi,
og það nokkru áður en slíkra bókmennta getur nokkuð að ráði annars-
staðar, enda má fullvist telja, að ekki hafi sá er færði hana í letur, nokkru
sinni séð eða heyrt lögregluspæjara eða afreka þeirra getið. En svo snilld-
arlega heldur hann þó á efninu, að óljúgfróðir menn telja þessa frásögn
hans standa sjálfum íslendinga sögum litið að baki.
Ekki dregur það heldur úr undri þessu, að aðalpersónan — lögreglu-
spæjarinn — i frásögninni er kona, og meira að segja um margt einhver
sérstæðasta og sérkeunilegasta kona, sem sögur fara af á fslandi á
^iðari öldum, en ekki er langt siðan þeir voru enn á Jífi, sem mundu hana.
Höfundurinn, sem hér um ræðir, var Brynjólfur Jónsson frá Minna-
Núpi, hinn kunni fræðimaður, og ritverk það, sem við er átt. Sagan af
Þuriði formanni og Kambsránsmönnum, en Þuriður formaður er lög-
regluspæjarinn, sá fyrsti er um getur hér á landi i skráðum sögnum. Frá
Kambsráninu er áður sagt í „Vikunni“, en af þvi spratt einhver harð-
vítugasta og erfiðasta réttarrannsókn, sem islenzkir dómsannálar kunna frá
að greina. J?n rétt er að gera Þuriði formanni nokkpr skil, áður en frá
þvi er sagt.