Vikan


Vikan - 21.04.1960, Blaðsíða 24

Vikan - 21.04.1960, Blaðsíða 24
mm f ” ' msmsm . . læilil til sín taka, t. d. með þvi að taka til máls, og bera fram tillögur og ra^ða vandamál klúbbsins og einnig með því að kynna starfsem- ina út á við. — Er dansað hérna á laugar- dögum með jazzinum? — Fyrst í stað var það ekki leyft, en síðan ákváðum við að auglýsa dans annan hvern laugar- dag, bæði vegna óska og einnig hugðumst við auka aðsóknina með því. — Og hefur fólk notað sér það mikið? — Nei, sáralítið. Bæði er dans- gólf hér lítið og svo álíta margir að jazzmúsík sé fyrst og fremst til að hlusta á, en ekki til að dansa eftir. — Hvernig verjið þið þvi fé, sem kemur inn i félagsgjöldum? — Auk smáútgjalda i sambandi við starfsemi klúbbsins er ætlun- in að nota peningana til að fá ein- hvern heimsþekktan jazzleikara í heimsókn til okkar. Og núna í vor höfum við í hyggju að reyna að fá einn slíkan hingað. Það er einn frægasti tenórsaxófónleikari heimsins, Stan Getz. Hann er bú- settur í Kaupmannahöfn, svo kostnaður ætti ekki að verða eins mikill og ef við fengjum einhvern t. d. frá Ameríku. Og svo er Getz í mjög miklu uppáhaldi hjá jazz- unnendum hérna heima. Eru nokkur brögð að því að menn komi ölvaðir eða neyti ál'engis á klúbbfundum? — Nei, það hefur ekkert borlð á því. — Segðu okkur Tómas, telurðu heppilegra að forráðamenn klúbbs- ins séu ekki starfandi hljóðfæra- leikarar? — Já, tvímælalaust. Ef stjórn klúbbsins væri eingöngu skipuð hljóðfæraleikurum er hætt við að klíkur skapist í kringum hana, en slíkt er auðvitað mjög óhollt fyrir hinn rétta félagsanda. — Þið eruð með jazzþátt i út- varpinu, er það ekki? — Jú, við skrifuðum útvarps- ráði og fórum fram á Það að jazz- inum yrði meiri sómi sýndur í dagskránni en verið hefur og buð- um í því sambandi aðstoð klúbbs- ins. Þessari málaleitan var vel tek- ið og voru okkur úthlutaðar 40 mínútur hálfsmánaðarlega fyrir jazzþátt. — Er þetta óskalagaþáttur eða eingöngu plötukynning? — Mest hefur verið leikið af plötum, stundum einnig fengnir einhverjir íslenzkir hljóðfæraleik- arar til að leika í þættinum en lítið hefur verið um bréfasendingar til okkar eða óskir um viss jazz- lög eða jazzleikara — en slikt væri mjög vel þegið. SVO snúum við okkur að Guð- björgu Jónsdóttur, ritara klúbbsins og spyrjum hana í hverju það starf sé fólgið. — Það eru aðallega fundar- gerðir á stjórnarfundum, bréfa- skriftir og ýmislegt fleira. — Og þú ert mikill jazzunn- andi? — Já, mér þykir gaman að hlusta á jazzmúsík. — Leikurðu sjálf á eitthvað hljóðfæri ? — Já, ég hef verið í Tónlistar- skólanum og lært dálítið á píanó. — Og leikur kannski jazz á píanóið? — Nei, það er nú lítið um það. — Finnst þér ekki stúlkur hérna ættu að geta leikið jazz alveg eins og strákarnir? — Ég held ekki, það vantar al- veg hlóðhitann í þær. OG þarna komum við auga á Gunnar Ormslev, hann hefir lagt frá sér saxófóninn og er seztur að einu borðinu. Við troðum okkur að borðinu til hans og spyrjum hvort honum finnist þessi jazzklúbur lífvænlegri held- ur en þeir, sem áður hafa starfað hérna. — Já, mér lízt bara vel á þetta hérna. Þau, sem standa fyrir þessu hafa ódrepandi áhuga á að drifa þetta áfram. — Telur þú heppilegra að hafa stjórn, sem ekki er eingöngu skip- uð hljóðfæraleikurum ? — Já, mikið betra. Það er mauðsynlegt að hafa ráðamenn, sem líta alveg hlutlaust á málin. Hljóðfæraleikarar myndu tæpast gera það. — Segðu okkur Gunnar, býstu við að fara eitthvað utan í sumar? — Það er alveg óráðið — en mig langar mjög mikið til þess. OG síðan gefum við okkur á tal við Kristján Magnússon, en hann leikur, sem kunnugt er, á slaghörpu á Hótel Borg — i hljómsveit Björns R. Einarssonar. — Finnst þér, Kristján, þetta vera tilbreyting frá hinni venju- legu kvöldvinnu á Borginni? — Já, auðvitað er það tilbreyt- ing — allt öðruvisi og mikið frjáls- ara. Annars gæti þetta verið mik- ið skemmtilegra hérna í jazz- klúbbnum, mér finnst alit of lítil „stemning" yfir þessu. Of litil aðsókn og fáir sem koma upp á pallinn til að „djamma". Þetta eru alltaf sömu mennirnir sem spila hérna. — Ertu með einhverjar tillögur til úrbóta við starfsemi klúbbsins? — Nei stjórnin gerir allt, sem í hennar valdi stendur, til þess að gera þetta sem ánægjulegast. Það vantar bara lif í félagana sjálfa. — Segðu okkur, Kristján, finnst þér meira af ungum, efnilegum hljóðfæraleikurum núna, heldur en t. d. fyrir 6—7 árum? — Ja — ef þú meinar jazzleik- arar, þá svara ég neitandi. En aft- ur á móti krefst dægurlagamúsik- in i dag svo lítillar kunnáttu á hljóðfærið, að núna er i fastri vinnu fjöldi manna, sem ekki gætu gert almennri dansmúsik nein full- nægjandi skil, JÓN PÁLL BJARNASON, guit- ararleikari í K. K. sextettin- um og formaður Jazzklúbbs Reykjavíkur, kemur að borðinu til okkar og við notum tækifærið og röbbum svolitið við hann. — Þykir þér gaman að leika jazz? Framhald á bls. 28. FYRIR rúmu ári komu nokkur nokkur ungmenni á fót jazz- klúbb hér í Reykjavik með þetta mai'kmið fyrir augum. Klúbburinn Heimsókn í &= klúbb Reykjavíkur hefur aðallega haft starfsemi sina í minni sal Framsóknarhússins og þangað fórum við í heimsókn núna um daginn og röbbuðum við helztu framámenn þessa félagsskapar. Við hittum fyrst fyrir sjálfan höf- uðpaurinn, Tómas A. Tómasson, for- mann Jazzklúbbs Reykjavikur og spyrjum hann lítillega um starfsemi klúbbsins. — Segðu okkur Tómqs, hvenær var Jazzklúbbur Reykjavíkur stofn- aður? — Hann var stofnaður 18. janúar 1959. — Og hverjir voru helztu hvata- menn? — Það voru nokkrir reykvizkir hljómlistarmenn, m. a. þeir Jón Páil Bjarnason, Þórarinn Ólafsson, Krist- inn Vilhelmsson, Árni Egilsson og Gunnar Ingólfsson. Stofnuð var bráðabirgðastjórn undir fórsæti Krist- ins og starfaði hún til vors, en þá var haldinn aðalfundur og kjörin stjórn sú, sem nú situr að völdum. — Og hvernig er hún'skipuð? — Auk min eru í stjórn Ragnar Tómasson, gjaldkeri, Guðbjörg Jóns- dóttir, ritari, Jón Páll, varaformaður og Þórarlnn Ólafsson, meðstjórnandi. — Eitthvað verður svo að borga til þess að verða meðilmur, er það ekki ? — Við höfum útbúið tvær gerðir af meðlimakortum, önnur gildir fyrir allt árið í senn, en hin aðeins fyrir hálft árið. Gjaldið er 100 krónur fyrir heilt ár en annars 60 krónur. — Og hvað eru félagarnir orðnir margir? — Þeir eru núna eitthvað rétt inn- an við tvö hundruð og nýir bætast við í hverri viku. — Hve oft komið þið saman? — Við höfum þennan sal til um- ráða á hverjum laugardegi frá klukk- an þrjú til fimm. Þetta er alveg „ideal local" fyrir svona starfsemi — salurinn er hæfilega stór — eða Htill, smekklega innréttaður og hijómur hérna bara nokkuð góður. — Og hvað fer svo fram á þessum klúbbfundum? — Það er leikinn jazz og meiri jazz. Stundum höfum við plötukynn- ingu — en mestmegnis er hér leikin „lifandi“ músík. — Og fá allir að spila sem vilja? — Já, en samt er fjölbreytnin allt of lítil. Það er eins og hinir yngri, sem ekki telja sig „fullnuma" i list- inni, séu feimnir og hræddir við að láta i sér heyra, en slíkt er nauð- synlegt til að skapa betri félags- anda. Og einnig vantar mikið á að hinn almenni félagsmaður láti nóg ORt)Hj „jazz'' heíur löngum ver- ið eitur í eyrum fjölda fólks hér á landi —- einkum fólks, sem telur sig vera fuilorðið. Það lýsir jazzinum aðeins sem óþolandi vílli- mannagargi, sem ekki er siðuðum mönnum samboðið að leggja eyru við. Svo ekki sé nú talað um það, þegar þjóðkunnur maðui', í vinsælum útvarpsþætti, setur jazzlög á bekk með þjófnaði, morðum og styrjöldum. En ef maður biður þetta íólk að skýra út, í hverju jazzinn sé frábrugðinn annarri músík, þá koma íram hinar ótrúlegustu hugmyndir, sem allar sýna það gerlega, að þessi umræddi hópur manna veit ekkert um hvað hann er að tala. Sem sagt, jazz er bara einhver músik, sem er kveljandi ieiðinleg. En þó að þetta sjónarmið sé mjög algengt, eru margir, sem líta heilbrigðum augum á málið — þeir viðurkenna jazzinn sem tónlistar- grein, sem eigi rétt á sér jafnt og aðrar, þótt þeim sjálfum finnist lítið til jazztónlistar koma, eða séu jafn- vel andsnúnir henni. E’n svo er einn hópurinn ennþá, hinir svokölluðu jazzunnendur — þeir, sem leika jazz eða hlusta á hann sér til ánægju. Og sumir þeirra finna jafnvel köllun hjá sér tii að kynna öðrum þetta hugðarefni sitt og vekja almennan jazzáhuga meðal fólks. °9 ekkert annað Sigurbjörn Tómas

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.