Vikan - 21.04.1960, Page 27
HENTUGAR
SUMARKAPUR
SAVA-poplínkápa með stórum,
fallegum kraga. Kápan er með
mjóu bundnu belti, lokufellingu
að aftan og breiðum uppbrotum
a ermum.
Á tízkusýningum í vor ber
mikið á allskonar léttum kápum
úr poplíni og flaueli. Hér heima
hefur SAVA hafið framleiðslu á
einföldum og þægilegum poplín-
kápum sem eru tilvaldar fyrir
sumarið. Efnið er ofurlítið
mynztrað, þétt og ber sig vel.
Kápurnar eru saumaðar eftir
nýjum þýzkum sniðum, sem hæfa
jafnt eldri sem yngri dömum.
Níu fallegir litir eru á boðstól-
um og þar á meðal hlýtur óska-
liturinn að leynast.
Stærðirnar eru: 40 — 42 — 44.
Flauel er eitt aðal tízkuefnið í ár, og mikið notað f ytri sem innri kvenfatnað. SAVA framleiðir kápur
úr grófriffluðu flaueli, með frönsku og þýzku sniði. Flauelið er franskt, þykkt og mjög áferðarfallegt.
Sniðin eru tvennskonar. Annað er hið sígilda frakkasnið, sem nú er svo mikið í tízku. Hitt er létt og sport-
legt, með raglanermum og. bundnu belti. — Kápurnar eru í sex fallegum litum, þ. á. m. mosagrænt og
koksgrátt. Stærðir: 40 — 42 — 44.
Þessar íslenzku kápur eru mun ódýrari en erlendar kápur af svipaðri gerð sem n úeru á markaðnum. í
Reykjavík fást þær aðeins á tveim stöðum: Dömudeild Vöruhússins, Laugavegi 38 og Verzl. Tízkan,
Laugavegi 17. | j I j |
SAVA-kápur úr flau-
eli og poplíni. Káp-
an til vinstri er úr
riffluðu flaueli, með
hinu vinsæla frakka-
sniði. Stór horn, tví-
hnepping og belti.
Til hægri er poplín-
kápa með hornum,
fallegum vösum og
bundnu belti.