Vikan


Vikan - 21.04.1960, Side 34

Vikan - 21.04.1960, Side 34
Heldurðu að þú fáir þér ekki eina loftkælda næst? Umboðsmenn: H.F. HAMAR henni sem hann þættist hafa sagt helzt til mikið, og varð þetta samtal fyrst til þess að vekja með henni grun á honum. Veitti liún honum sem nánasta athygli á eftir; varð hann þess var og tók það ráð að gerast henni svo fylgispakur, að hann vék eigi frá henni, svo að hún mætti sem bezt sjá alla hegðun hans, og hugði það mundu eyða grun hennar. En lienni þótti fylgisemi lians óvenjuleg og óviðkunnanleg, hélt að or- sökin væri sú að hann vissi sig sekan og sæti jafnvel um lif hennar. Sá kvittur kom og upp, að vettlingur, sem orðið liafði eftir af ráns- mönnum i Kambi, og látinn var liggja þar á glámbekk ef einhver kannaðist við hann, hefði horfið þá um veturinn, er Jón Kolbeinsson kom þangað. Frétti Þuríður þetta, og sveigði eftir það oft að Jóni, en hann fylgdi henni því fast- ar, þegar verið var í landi, og þóttist hún nú sifellt vissari um að hann væri sekur og sæti um lif hennar. 'Hinn 22. marz hófust aftur réttarhöld í mál- inu, og var þeim haldið áfram næstu daga. Kom þar ýmislegt fram, er varð til þess að böndin hárust nokkuð að Jóni Kolbeinssyni. Þegar rétti var slitið hinn 24., kom Þuriður formaður að máli við sýslumann, skoraði á hann að taka Jón Kolbeinsson fastan, en ábyrgjast líf sitt ella. Sýslumaður var enn í vafa og spurði hana hvort hún þyrði að ábyrgjast að Jón væri sekur og kvaðst hún þora það. „En ef ekkert sannast á hann,“ sagði sýslu- maður, „þá getur þessi ábyrgð orðið þér þung.“ „Jón má ganga laus fyrir mér,“ svaraði Þuríð- ur, en hætti því við, að það mundi skylda yfir- valda að vernda líf saklausra fyrir illvirkjum, og gæti varla talizt þung ábyrgð að fara þess á leit, að þau gerðu skyldu sína. „Viltu þá bera það fyrir rétti, að Jón sitji um líf þitt?“ spurði sýslumaður. „Aldrei hefur hann sýnt mér tilræði,“ sagði hún, „en vernd yðar kemur hætt við um seinan, ef hún á að biða eftir því.“ Svo fór, að Jónsson lagðist á sveif með henni og hvatti til þess að Jón Kolbeinsson yrði tek- inn. Sýslumaður kvaðst gruna Hafliða bróður Jóns um aðild að ráninu, en Þuríður kvaðst hafa hann grunaðan um það eitt, að hann vildi leyna glæp bróður síns. Var Jón Kolbeinsson tekinn fyrir áeggjan Þuríðar og hafður í járnum. Allt fram að þessu höfðu þeir tveir, Jón Geir- mundsson og Sigurður Gottsvinsson, ekki með- gengið neitt, þótt miklar sannanir væru og iðu- lega ættu þeir, sýslumaður og Jónsson, tal við þá. Heldur varð Hafliði fálátari, eftir að Jón hróðir hans var tekinn, en lét þó sem minnst á bera. Það var skömmu eftir sumarmálin, að Jón G-eirmundsson dreymdi draum, er gerði hann svo skelkaðan, að hann játaði sekt sína og til- greindi þá, sem tekið höfðu þátt í ráninu á Kambi, — Sigurð Gottsvinsson, Jón Kolbeins- son og Hafliða, bróður hans. Var Hafliði þá tekinn, er Þuríður var að koma úr róðri. Bað sýslumaður liann að fara úr skinnklæðunum og koma með sér, því að lengi var svo talið, að sjómaður væri friðhelgur í skinnklæðunum, og það eins þótt hann hefði unnið óbótaverk. Tregðaðist Hafliði fyrst við, en sá brátt að það dugði ekki og fór úr skinnklæðunum, en þá gekk Þuríður formaður fram, og krafðist þess, þar eð hann væri háseti sinn, að hann fengi að nærast áður en þeir hefðu hann á brott með sér. Var honum þá borin mjólk, en gerði henni litil skil. Þar með er þætti Þuriðar formanns í eftir- málum Kambsránsins lokið, en lengi lifði hún eftir þetta, dró margan fisk úr sjó og stjórnaði fari sínu af fyrirhyggju og gætni, en sótti djarft. Margt átti hún og eftir að reyna, enda gekk oft yfir með hryðjum á ævi hennar. Þrátt fyrir allan dugnaðinn og aflasældina, festist fé lítt við hendur henni; var hún þó oftast bjargálna, aldrei rik en stundum snauð. Bjó hún víða um ævina, á Stokkseyri og Eyrarbakka og þar í nágrenninu, fluttist um hríð til Hafnarfjarðar, þá mjög tekin að reskjast, en liélt austur aftur og andaðist í Einarshöfn árið 1863, áttatíu og sex ára gömul. Hélt hún óskertri sjón og heyrn að heita mátti til dauðadags. En nafn hennar geymist í sögunni, og ekki aðeins fyrir dugnað hennar, sjómennsku, fljót- hug og ráðsnilld, heldur og fyrir sérkennilegar gáfur, sem meðal annars komu fram í snjöllum tilsvörum — en þó fyrst og fremst óvenju næmri athygli og mannþekkingu. Hendingin, eða hvað sem það verður helzt kallað, réð því, að heim- ildir um þessar gáfur hennar geymast og í sög- unni, á sérkennilegri hátt en títt er — í frá- sögninni af afrekum hennar, sem fyrsta lög- regluspæjara, er um getur á íslandi. Og skórinn og meitilfarið á steðjanum hera því vitni, að hæfileikanna vegna mundi hún liæglega hafa getað unnið ekki minni afrek í raunveruleik- anum en Sherlock Holmes vann síðar í ímyndun Conan Doyles og báðir hlutu heiins- frægð fyrir. ★ Þú og barnið þitt Framhald af bls. 15. Hins vegar getur þetta valdið nokkrum misskilningi lijá foreldrum, sem ekki hafa gert sér grein fyrir þessu þrefalda gildi unglingaprófseinkunna, heldur ganga út frá sambærilegum tölum. Þannig mun málið liafa legið fyrir yður. Sonur yðar á góðar prófeinkunnir sinar að öllum lik- indum því að þakka, að liann liefur lent í lélegum bekk og hlotið prófverkefni, sem ætluð voru tornæmari liluta árgangsins. Einkunnir frá slikum prófum eru skráðar á lágu gengi í landsprófsdeildinni. HREINAR PRÓFEINKUNNIR. Skyldunáminu lýkur með unglingaprófi og um það fá nemendur skírteini, sem opnar þeim margar leiðir til náms, bóklegs eða verklegs, -— eða lokar slikum leiðum. Það veltur því á miklu fyrir uppvaxandi kynslóð, að réttilega sé dæmt og falslaust vottað um námsárangur og væntanlega námsgetu hvers unglings. Linkind um efni fram við einn bitnar á öðrum. Úr því að prófeinkunn er gefin í nákvæmum tölum, þarf liún að vera dregin af sambæri- legum forsendum. Prófskírteinið þarf að segja ótvirætt til um það, hvers lconar prófi unglingurinn lauk og með livaða ár- angri. Þrcnns konar unglingapróf, sem hér hefir verið talað um, mætti t. d. auðkenna með A, B, C. Þá væri gildi einkunnanna nokkurn veginn ótvirætt. Núverandi tilhögun er vafalaust sprottin af linkind við getulitla nemendur. Hún gerir þeim unnt að ná góðum og jafnvel háum einkunnum, þó að námsárangurino sé í raun afar lítill. Hún miðar að því að villa sýn, láta getu nemandans sýnast meiri en hún er. En ruglar hún ekki fleiri en til var ætlazt? Ruglar hún ekki fyrst og fremst foreldra unglingsins og ungl- inginn sjálfan? Unglingnum er ætlað að vera raunsær og réttsýnn í sjálfsmati sínu og kröfuharður við sjálfan sig. Þá vitund hans má skólinn ekki slæva með handa- hófskenndri einkunnagjöf. Próf og einkunnagjöf eru mikið vanda- verk. Til þeirra þarf að efna þannig, að þau verði unglingnum hvöt til átaks og trúmennsku í námi. Unglingurinn þarf að finna, að í einkunninni felist sanngjarn og réttlátur dómur um nám hans. Aðeins þannig verður hún honum vísbending, hversu hann skuli meta sjálfan sig. ★ 34 VI K A N

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.