Fréttablaðið - 26.11.2009, Síða 22

Fréttablaðið - 26.11.2009, Síða 22
22 26. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna Útgjöldin > Kílóverð á harðfiski í ágúst ár hvert. Bestu kaup Rögnvaldar Johnsen, sem starfar á fyrirtækjasviði Nova og er fjármálastjóri Good Times, er svartur trefill sem hann fékk fyrir þremur vikum, rétt fyrir frostið mikla, eins og hann orðar það. „Hann hefur haldið í mér lífinu, ótrúlegt en satt. Ég sá þennan trefil á Facebook-síðu vinkonu minnar, sem bjó hann til,“ segir Rögnvaldur. Á treflinum stendur „Time for Iceland, probably the coolest bankrupt country in the world“, eða Tími til kominn fyrir Ísland, sem er að líkindum svalasta gjaldþrota land í veröldinni. Rögnvaldur stökk á tilboðið og sér sannarlega ekki eftir því. Verstu kaupin voru hins vegar þau að hann keypti sér bíl, Volkswagen Passat. „Þetta reyndust skelfileg kaup,“ segir Rögn- valdur. „Rafkerfið bilaði og dælukerfið. Ég held að þessi bíll hafi verið framleiddur á löngum og leiðinlegum mánudegi!“ segir hann og sýtir þær hér um bil tvær milljónir sem hann borgaði fyrir gripinn. En Rögnvald- ur losnaði þó til allrar hamingju við bílinn að nýju. „Ég náði að plata honum inn á einhvern, tók bara Rögga bílasala á þetta,“ segir hann. Nú ekur Rögnvaldur um á Ford Explorer, sem er „sjö manna tryllitæki“ að hans sögn. Þrátt fyrir að Fordinn hafi verið keyptur með gjaldeyrisláni er Rögnvaldur afar ánægður með hann. NEYTANDINN: RÖGNVALDUR JOHNSEN, STARFSMAÐUR NOVA OG GOOD TIMES Trefillinn hefur haldið lífinu í mér Heimild: Hagstofa Íslands. 2005 2006 2007 2008 2009 4. 77 2 kr . 5. 04 2 kr . 5. 27 9 kr . 5. 81 7 kr . 6. 19 6 kr . Þeir sem nota farsíma fremur lítið gætu verið best settir með frelsiskort hjá NOVA, en þeir sem nota símana meira gætu verið betur settir með áskrift hjá Símanum. Þetta kemur fram í drögum að verð- samanburði Póst- og fjar- skiptastofnunar á verðskrá símafyrirtækjanna. Sérfræðingar Póst- og fjarskipta- stofnunar (PFS) eru nú að leggja lokahönd á samanburð á kostnaði við fjarskiptaþjónustu milli fyr- irtækja. Þetta er líklega í fyrsta skipti sem verðsamanburður af þessu tagi er gerður af óvilhöll- um aðila hér á landi. „Markmið okkar er að reyna að setja fram með einföldum hætti samanburð á verðlagningu á far- símaþjónustu, heimasímaþjónustu og internetþjónustu,“ segir Hrafn- kell V. Gíslason, forstjóri PFS. Niðurstöðurnar verða gerð- ar opinberar á sérstakri saman- burðarvefsíðu sem opna á fyrir áramót, en Fréttablaðið hefur drög að niðurstöðum undir hönd- um. Drögin voru send öllum fjar- skiptafyrirtækjum og fengu þau frest út síðastliðinn þriðjudag til að gera athugasemdir. Hrafnkell segir eitthvað af athugasemdum hafa borist, en þær haggi vart niðurstöðunum í drögunum. Sérfræðingar PFS skiptu not- endum í þrjá hópa, að norrænni fyrirmynd. Í fyrsta flokknum eru þeir sem nota þjónustuna frem- ur lítið, þá þeir sem nota þjón- ustuna með - almikið og að lokum þeir sem nota þjónustuna mikið. Fundin var meðalnotk- un í hverjum hópi, og kostn- aður við kaup á þjónustu hjá hverju fyrir- tæki, og eftir þjónustuleiðum hjá hverju fyrirtæki, reiknaður út frá því, segir Hrafnkell. Samkvæmt drögum að niður- stöðum er hagkvæmast fyrir þá sem nota farsíma lítið að vera með frelsisþjónustu hjá Nova. Meðalnotendur eru best settir með áskrift hjá Símanum og þeir sem nota farsíma mikið sömuleið- is. Í samanburði á kostnaði við heimasíma var hagstæðast verð fyrir notendur, óháð notkun, hjá Tali. Tal var einnig með hagstæð- asta verðið þegar kom að netþjón- ustu, hvort sem er fyrir þá sem nota Netið mikið eða lítið. Í dag þykir verulega snúið mál fyrir neytendur að átta sig á því af hvaða fjarskiptafyrirtæki er hagstæðast að kaupa þjónustu, þrátt fyrir að PFS birti verðskrár fyrirtækjanna á vef sínum. Hrafnkell segir að starfsmenn stofnunarinnar hafi reynt að gera samanburðinn eins einfaldan og mögulegt hafi verið. Því hafi ekki verið mögulegt að taka tillit til allra þátta sem máli geti skipt, til dæmis því að fyrirtækin bjóði flest upp á ýmiss konar pakka. brjann@frettabladid.is Auðvelda verð- samanburð á símaþjónustu Fyrir þá sem eru með létta pyngju og eru ekki svo heppnir að vinna hjá fyrirtæki sem býður í jólahlað- borð gæti verið sniðugt að skreppa í kvöldheimsókn í Húsasmiðjuna í Skútuvogi. Þar er nú í boði jólahlað- borð fyrir aðeins 990 krónur. Auk þess er barnamat- seðill á 490 krónur. Á hlaðborðinu er meðal annars pörusteik, bayonskinka, sveitapaté, kaldir sjávar- rétttir, marineruð síld, rúgbrauð og flatkökur. Opið er í hlaðborðið alla daga milli klukkan 18 og 20. ■ Jólahlaðborð á 990 krónur Þótt vörur í Fríhöfninni í Leifsstöð séu tollfrjálsar er ekki þar með sagt að útilokað sé að finna þær ódýrari en þar. Ung kona átti leið um verslunina fyrir skemmstu og keypti þar tvo maskara frá L‘Oréal á kostakjörum, einungis um 5.000 krónur. Þegar hún settist upp í flugvél Iceland Express og fletti auglýsingabæklingnum með vörun- um sem fengust um borð sá hún nákvæmlega sama maskarapakka frá L‘Oréal auglýstan á 2.999 krónur. Sem betur fer hafði hún ekki opnað pakk- ann úr Fríhöfninni og gat því keypt annan um borð í vélinni og skipt hinum við heimkomuna. Það borgar sig því að vera vel vakandi. ■ Fríhöfnin ekki endilega ódýrust Kostnaður við fjarskiptaþjónustu* Heimasími Síminn Vodafone Tal Lítil notkun 2.422 2.620 2.243 Meðal notkun 3.319 3.759 2.913 Mikil notkun 4.486 5.570 3.984 HEIMILD: PÓST- OG FJARSKIPTASTOFNUN Internet Síminn Vodafone Tal Hringiðjan Snerpa Netsamskipti Lítil notkun 3.340 3.540 3.339 4.490 4.100 3.990 Meðal notkun 4.540 4.540 3.839 5.490 8.950 3.990 Mikil notkun 6.340 6.540 5.839 6.490 8.950 22.250 *Í vinnslu blaðsins eru eingöngu birt hagkvæmasta leiðin hjá hverju fyrirtæki, óháð leið. Farsími Síminn Vodafone Tal Nova Lítil notkun 1.395 1.477 1.451 1.081 Meðal notkun 1.990 2.942 2.914 2.545 Mikil notkun 4.075 5.728 5.741 4.936 HRAFNKELL V. GÍSLASON RÖGNVALDUR JOHNSEN Er einkar lukkulegur með trefilinn sem hann keypti af vinkonu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.