Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.11.2009, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 26.11.2009, Qupperneq 24
24 26. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 H eldri herramönnum sem hættir eru í pólitíkinni og lifa á vænum eftirlaunum er tíðrætt þessi dægrin um brúarsmíð í pólitísku lífi landsmanna. Brúin sú er vitaskuld með annan enda í landi þeirra sem misstu völdin í lýðræðislegum kosningum fyrir fáum mánuðum. Eins og það sé sami skikinn undir Framsókn og Sjálfstæðisflokknum, en þaðan liggur brúin: hinn endinn á brúnni er umluktur óveðursskýjum, enda vandséð að hinir hug- prúðu brúarsmiðir andans viti vel hver á að annast brúarsporð- inn á hinum bakkanum. Brúarsmíðin byggist á gömlu hugtaki hægri og vinstri og ákallið hljómar til hinnar svokölluðu miðju- hreyfingar í íslenskum stjórnmálum. Miðjan í pólitísku lífi á Íslandi byggðist lengi vel á hentistefnu- siðum íslenskra smáflokka eða flokksbrota, þeirra hreyfinga sem voru svo lausar í hugsjónarásinni að þær voru tilbúnar að láta undan í flestum efnum, gefa sig á vald hinum stærri hreyfingum og tryggja þeim meirihluta á þingi. Lengi gegndi Alþýðuflokkur- inn þessu hlutverki en svo tók Framsókn við, annar flokkurinn er kompa í skúffu eldri krata, hinn flokkurinn hefur gengið í gegnum endurnýjun á mannskap eftir að fyrri áhöfn sat lengi á valdastólum í skjóli sjálfstæðismanna. Og nú gera menn sér vonir um að þessir flokkar geti aftur fengið stjórnartaumana: Nú get ég, segir hin unga kynslóð reynslulítilla flokksmanna sem röðuðu sér á listana í vor. Víst má deila um það lengi og mikið hvort núverandi ríkis- stjórn sé öll að aðhafast hið rétta í hinni erfiðu stöðu íslenskra stjórnmála, hún kann að vera sundruð og ósamstíga, hún kann að vera að gera allt vitlaust, en þótt þeir sitji flötum beinum í rústunum nýir og eldri forystumenn Framsóknar og íhaldsins og fægi látlaust allt grjót sem hönd á festir í þeirri von að þar séu lausnar- eða óskasteinar sem færi þeim völdin á ný, blasir sú staðreynd við að starfandi meirihluti býr við bærilegan þing- styrk í flestum málum. Það væri pólitískt óráð þeirra flokka að gefast upp á sínu erfiða verkefni. Því ekki að feisa það? Vilji menn byggja brýr, má reyna það á málefnalegum grund- velli – til að byrja með. Fátt í málflutningi stjórnarandstöðu bendir til að þar sé nokkur vilji til málamiðlana. Þvert á móti standa menn daglangt og brjóta öll borð sem liggja í átt til sam- stöðu með hertum munni, æsilegum augum og handaslætti. Og meðan þannig fer fram í þingsölum er engin von til að þjóðin, kjósendur, sjái brýr byggðar milli manna og flokka. Miðjuna rak burt úr íslenskum stjórnmálum fyrir löngu og vilji menn finna einhverja sökudólga er hollast að leita fyrst í eigin ranni. Nú get ég! Hin mædda miðja PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR Og nú gera menn sér vonir um að þessir flokkar geti aftur fengið stjórnartaumanna: Nú get ég, segir hin unga kynslóð reynslulítilla flokksmanna sem röðuðu sér á listana í vor. UMRÆÐAN Magnea Marinósdóttir skrifar um konur, frið og öryggi Kerfisbundnar nauðganir á konum í svokölluðum „nauðg- unarbúðum“ voru liður í þjóðern- ishreinsunum serbneska stjórnar- hersins á múslimum í Bosníu árið 1992-1995. Talið er að um 500 þús- und konum og stúlkum hafi verið nauðgað þegar þjóðarmorðin í Rúanda voru framin árið 1994. Kynbundið ofbeldi hefur fylgt stríði frá örófi alda. Eftir þjóðarmorðin í Bosníu og Rúanda urðu hins vegar þau vatnaskil að stofnaðir voru sérstak- ir dómstólar til að dæma stríðsglæpamenn og voru nauðganir meðal kæruatriða. Sakfellingar hafa ekki verið margar. Allar sakfellingar hafa þó mikið vægi til að vega upp á móti því refsileysi sem hefur verið við lýði gagnvart nauðgunum í stríði og ekki síður á friðartímum. Eftir því sem konur eru undirokaðri í samfélögum sínum á friðartímum, því hörmulegra verður ofbeldið á stríðstímum. Ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi var samþykkt árið 2000. Samþykktin felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að raunverulegur friður og öryggi séu ekki fyrir hendi ef helmingur mannkyns býr í skugga ofbeld- is og ótta. Ályktunin felur í sér endurskilgreiningu öryggishugtaksins frá því að vera takmarkað við þjóðaröryggi ríkisins yfir í mannöryggi, sem lýtur að öryggi einstaklinga eða hópa. Ályktunin var mik- ill áfangasigur í mannréttindabaráttu kvenna. Nú, níu árum síðar, hefur öryggisráð SÞ auk þess samþykkt ályktun 1820 sem fordæmir notkun kyn- bundins ofbeldis sem vopn í stríðsátökum, 1888 sem skerpir á skyldum friðargæslusveita að vernda sér- staklega konur og stúlkur gegn kynbundnu ofbeldi og 1889 sem áréttar mikilvægi þess að konur komi að friðaruppbyggingu eftir stríð. Lokaályktunin á að tryggja það að uppbygging eftir stríð skili sér ekki í afturhvarfi til fortíðar fyrir konur, endurreisn mis- réttis. Rúanda er dæmi um slíkt. Aukin völd kvenna í Rúanda eftir þjóðarmorðin 1994 hafa meðal annars leitt til þess að rótgróin feðraveldislög, sem enn eru við lýði í mörgum löndum og t.d. meina konum að eiga land, hafa verið afnumin auk þess sem lög hafa tekið gildi sem miða að því að binda enda á heimilis- ofbeldi og annað misrétti. Höfundur er stjórnmálafræðingur og varaformaður UNIFEM á Íslandi. Kvenlíkaminn vígvöllur í stríði MAGNEA MARINÓSDÓTTIR Umsátrið eftir Styrmi Gunnars- son, fyrrum ritstjóra Morgunblaðs- ins, er furðusmíð. Bókin vitnar um takmarkaðan skilning höfund- arins og helzta heimildarmanns hans, fyrrum seðlabankastjóra, á efnahagsmálum. Við þetta bætist vandræðaleg hlutdrægni höfundar- ins ásamt veikri sannmæliskennd. Að lesa bókina er hálfpartinn eins og að hlusta á Richard Nixon seint um kvöld, en þó án formæling- anna, sem voru fangamark Nixons. Styrmir notar engin stóryrði. Ein lítil saga á bls. 51 bregður gagnlegri birtu á verkið. Þar er lýst samtali seðlabankastjórans við Timothy Geithner, nú fjármálaráð- herra Bandaríkjanna, um mitt ár 2008 og viðbrögðum Geithners við þeim tíðindum, að forstjóri Evr- ópska seðlabankans „hefði nefnt þann möguleika, að Ísland leit- aði til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Viðbrögð Geithners voru þessi …; „Aha. He offered you the kiss of death.““ ... Og höfundur bókarinn- ar bætir við: „Þessi ummæli segja harla afdráttarlausa sögu um við- horf Timothys Geithner til Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins.“ Höfundurinn virðist ekki vita, að Geithner vann áður hjá AGS og stýrði þá þeirri lykildeild sjóðsins, sem mótar skil- yrðin fyrir lánveitingum til aðild- arlanda. Það er nær óhugsandi, að Geithner hafi reynt að varpa rýrð á AGS í samtali við erlendan seðla- bankastjóra. Hver tryði þeim, sem héldi því fram, að höfundur Umsát- ursins hefði hallmælt Sjálfstæð- isflokknum? Þeir, sem þekkja til AGS, hljóta að taka slíkri frásögn með fyrirvara, þótt höfundur bók- arinnar taki hana trúanlega. Sögunni af Geithner og öðrum slíkum sögum virðist ætlað að styrkja þann boðskap höfundarins, að Íslendingar hafi verið beittir „fantatökum“ (bls. 103) og „flæmd- ir í fang Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins“ (bls. 107). Hann hljómar eins og vitorðsmaður brennuvargsins, sem sagðist hafa verið flæmdur í fangið á slökkviliðinu. Þessi tónn bergmálar ræðu seðlabankastjór- ans hjá Viðskiptaráði fyrir ári. Þar færði hann Færeyingum „heila þökk og blessun“ og öðrum ekki, þar eð Færeyingar reyndust einir þjóða fúsir til að lána Íslending- um fé án skilyrða og án milligöngu AGS. Höfundur Umsátursins hefði heldur kosið skilyrðislaust lán frá Færeyjum, hefði það dugað, en lán AGS, sem var háð því skilyrði, að hagstjórnin væri færð í heilbrigt og traustvekjandi horf. Í bókinni örlar hvergi á skilningi á þörfinni fyrir að komast hjá mun meira gengisfalli en varð til að hlífa efna- hag fólks og fyrirtækja með miklar skuldir í erlendri mynt. Þar liggur rauði þráðurinn í efnahagsáætlun- inni, sem var gangsett meðan Sjálf- stæðisflokkurinn var enn við völd og enn er unnið eftir. Höfundur Umsátursins skilur ekki, hvers vegna ríkisstjórninni og Seðlabankanum var settur stóll- inn fyrir dyrnar. Hann virðist ekki heldur skilja, að fjölskyldur þurfa stundum að sammælast um að stöðva ofdrykkju með afskiptum, sem sjúklingurinn kallar umsátur og fantatök. Honum er fyrirmun- að að fjalla hlutlaust um orsak- ir bankahrunsins, enda skautar hann fram hjá því, að: (a) Sjálf- stæðisflokkurinn seldi Landsbank- ann í hendur dæmdum sakamanni og syni hans við þriðja mann; (b) flokkurinn tryggði þannig fram- kvæmdastjóra flokksins fram- haldslíf í bankaráðinu; (c) bankinn stofnaði útibú í Sankti Pétursborg, háborg rússnesku mafíunnar, svo sem Ríkisútvarpið greindi frá; (d) bankinn raðaði flokksmönnum á garðann; (e) aðaleigandi bank- ans og formaður bankaráðsins keypti Morgunblaðið; (f) nokkrum misserum síðar komst bankinn í þrot, og nema kröfurnar á hendur þrotabúinu nú meira en fjórfaldri landsframleiðslu; (g) aðaleigandi bankans lýsti sig síðan gjaldþrota í einu mesta gjaldþroti einstaklings, sem sögur fara af um heiminn; (h) bankastjórn Seðlabankans keyrði bankann í þrot og lagði þannig á herðar skattgreiðenda skuld, sem nemur um fimmtungi landsfram- leiðslunnar að mati AGS; og (i) nokkrir nánir samherjar höfund- arins í Sjálfstæðisflokknum sæta nú opinberri rannsókn vegna gruns yfirvalda um lögbrot. Þögnin um allt þetta er ærandi á köflum og grefur undan gildi bókarinnar. Höfundur Umsátursins ber samt léttari farangur en sumir flokksfé- lagar hans. Hann skilur, að upphaf hörmunganna má að nokkru leyti rekja til kvótakerfisins og til einka- væðingar bankanna eftir sömu for- skrift. Kvótakóngar keyptu stjórn- málamenn í kippum, segir hann fullum fetum. Hann segir hneyksl- aður: „Bæði í Danmörku og Svíþjóð ráða innmúraðar og innvígðar klík- ur ferðinni í viðskiptalífinu.“ (bls. 105). Hann hafði áður notað sama orðalag um tiltekinn leynifund: „Þegar ég talaði um þetta mál við Jón Steinar hafði ég Kjartan með. Þetta er eins innmúrað og inn- vígt og nokkur hlutur getur verið …“ Þagnameistarinn lýsir nú eftir opnu og gagnsæju samfélagi. Hann hefur snúizt gegn sjálfum sér. Þagnameistarinn Í DAG | ÞORVALDUR GYLFASON Umsátrið Allir nema ég Samtök iðnaðarins birtu auglýsingu í gær þar sem vakin var athygli á vanda gos-, sælgætis- og kexfram- leiðenda. Þeir ættu nú undir högg að sækja – ekki vegna minnkandi neyslu, landinn héldi tryggð við lakkrísrörin og appelsínið, heldur væri hækkandi rekstr- arkostnaði um að kenna. Að hækka virðisaukaskatt á nammi og kexi upp í fjórtán prósent myndi bæta gráu ofan á svart. Sá hagsmunahópur er líklega ekki til á Íslandi sem ekki hefur viðrað álíka skoðanir: sársaukafullar aðgerðir séu óumflýjanlegar – þær megi bara ekki bitna á þeim. En hverjum þá? Atvinnulausir nemar Á Mbl.is í gær var sagt frá nýju spili, Heilaspuna, sem kemur á markað nú fyrir jól. Í frétt- inni voru höfundar spilsins sagðir vera „atvinnulausir hagfræðinemar“. Óneit- anlega skýtur skökku við að kalla fólk í námi atvinnulaust. Á dögunum var hópur fólks staðinn að verki við að vera bæði á námslánum og atvinnuleysisbót- um. Þeim hefur ekki dottið í hug að nota þetta sér til málsbóta – að þeir væru atvinnulausir nemar. Margt í mörgu Starfsmaður Orkuveitu Reykja- víkur vill ekki að boðið verði upp á dýrt jólahlaðborð fyrst laun starfsmanna hafa verið lækkuð. Haft var eftir vinnusál- fræðingi í Fréttablaðinu í gær að þetta væri málum bland- ið; rök væru bæði með og á móti fyrirtækjaskemmt- unum í kreppunni. Þetta eru sláandi niðurstöður. En í kjölfarið vaknar upp sú spurning hvort einhvern tímann hafi komið upp þær aðstæður í þjóðfé- laginu að öll rök mæltu með – eða gegn – því að fyrirtæki efndu til veislu. bergsteinn@frettabladid.is Stórhöfði 17 (gengið inn um Veggsport) Sími: 695 8464 og 772 1025 www.jogastudio.bloggar.is Hot jóga Hatha Jóga Byrjendanámskeið Meðgöngujóga námskeið Stakur tími 1.500 kr. Mánaðarkort 9.265 kr. 3 mánaðakort 20.315 kr. 6 mánaðakort 30.600 kr. 15% afsláttur af öllum kortum opnunartilboð Byrjendanámskeið 12.665 kr. Meðgöngujóga námskeið 9.265 kr. Innifalið í kortum eru allir opnir tímar ásamt þeirri þjónustu sem boðið er upp á í Veggsport. Ný og persónuleg jógastöð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.