Fréttablaðið - 26.11.2009, Síða 29

Fréttablaðið - 26.11.2009, Síða 29
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 „Ég keypti þessa kápu á prúttsölu í Rokki og rósum fyrir þremur árum,“ segir Kristín Bergsdótt- ir um uppáhaldsflíkina sína sem var alger happafengur. „Ég fór með hana í hreinsun og þá varð hún eins og ný. Mér finnst hún fal- legasta kápan sem ég á og þó á ég mjög margar,“ segir hún og tekur fram að hún eigi kápur í öllum litum. Skór eru Kristínu einnig hug- leiknir og á myndinni klæðist hún skóm frá Chie Mihara sem hún fékk í Kron. „Hún er alger snill- ingur og býr til hæla sem eru með jafngott stuðningskerfi og íþrótta- skór,“ segir hún og finnst þeir ótrú- lega þægilegir. Trefilinn prjónaði Kristín sjálf. „Í haust átti ég ekki mikinn pening en langaði í eitt- hvað nýtt. Þá ákvað ég að prjóna mér trefil í alls konar litum,“ segir hún glaðlega. Kristín útskrifaðist úr söngnámi frá Tónlistarskóla FÍH síðasta vor og lýkur næsta vor námi í tón- smíðum við Listaháskóla Íslands. Hún gaf nýlega út sinn fyrsta disk sem heitir Mubla en á honum eru lög eftir Kristínu sem hún syng- ur sjálf. „Þetta er tónlist sem ég samdi á árunum 2002 til 2007. Þetta er poppplata en undir áhrif- um frá djassi, hipphoppi og sálar- tónlist,“ segir hún og er ánægð með útkomuna. Hún stefnir því ótrauð á frama í söng. Næsta skref hennar er að fara til Brasilíu í janúar þar sem hún mun dvelja í þrjá mánuði. Þar ætlar hún að drekka í sig tón- listarmenningu Suður-Ameríku og halda áfram að þroska sjálfa sig sem tónlistarmann. solveig@frettabladid.is Á kápur í öllum litum Kristín Bergsdóttir elskar kápur og taldi sig heppna þegar hún eignaðist heiðgula kápu á prúttmarkaði fyrir nokkrum árum. Kápan hefur reynst vel enda alveg eins og ný. Kristín Bergsdóttir gaf nýlega út diskinn Mubla þar sem hún syngur lög eftir sjálfa sig. „Þetta er poppdiskur með áhrifum frá djassi, hipphoppi og sálartónlist.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON NOKKRIR KJÓLAR AUDREY HEPBURN verða boðnir upp í London 8. desember. Kjólarnir sem boðnir verða upp nú eru í eigu Tönju Star-Busmann, æskuvinkonu Hepburn. Hepburn gaf vinkonu sinni oft kjólana sína sem voru frá tískuhönnuðum á borð við Givenchy. Alls verða 48 munir boðnir upp í desember; kjólar, bréf, hattar og ljósmyndir. Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 – laugardaga 12.00 - 16.00 Fyrst og fremst í heilsudýnum JÓLATILBOÐ á stillanlegum rúmum 6 mán. vaxtalausar greiðslur Lín Design, gamla sjónvarpshúsið Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.