Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.11.2009, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 26.11.2009, Qupperneq 31
FIMMTUDAGUR 26. nóvember 2009 3 Sýningin mun bera yfirheitið „Grace Kelly: Style Icon“ en þar verða sýnd- ir kjólar sem hún klæddist í myndum á borð við High Society og Rear Window auk kjóls sem hún klæddist þegar hún tók við Óskarsverð- launum árið 1955. Farið verður yfir sögu Kelly með tilvísun í fata- val. Til dæmis hvernig smekkurinn breyttist eftir að hún giftist Raini- er prins. Til dæmis verða til sýnis fötin sem hún klæddist þegar hún hitti Rainier í fyrsta sinn auk hátískukjóla eftir uppáhaldshönn- uði hennar líkt og Christian Dior, Balenciaga, Givenchy og Yves St. Laurent. Sýningin sem verð- ur opnuð í apríl 2010 verður þrí- skipt eftir flokkunum leikkonan, brúðurin og prinsessan. Stór hluti sýningarmuna er fenginn að láni frá Palace Princier í Mónakó en einnig hefur safnið Balenciaga á Spáni lánað hluta auk einkaaðila í Bandaríkjunum. - sg Sýning á fötum Grace Kelly FRÆGUSTU KJÓLAR PRINSESSUNNAR AF MÓNAKÓ VERÐA TIL SÝNIS HJÁ SAFNINU V&A Í LONDON. Grace Kelly á Óskarsverðlaunahá- tíðinni 1955. Hönnuðir eru mis-jafnlega lagnir við að aðlagast breytt-um aðstæðum þegar harðnar í ári og viðskiptavin- um fækkar. Sem dæmi má nefna Christian Lacroix, einn af þeim frægustu í hátískunni, en tísku- hús hans hefur verið í greiðslu- stöðvun síðan í júní og í næsta mánuði kemur í ljós hvort nýtt fjármagn fáist til að fjármagna tískuhúsið. Lacroix hefur farið einstaklega illa út úr kreppunni og endaði 2008 með tíu milljóna evra tapi vegna fjöldaframleiðsl- unnar sem ekki seldist lengur. Fjöldi tískuhúsa býður upp á fleiri en eina tískulínu og nær þannig til breiðari viðskipta- vinahóps. Margir þekkja eflaust See by Chloé, D & G frá Dolce & Gabbana eða RED hjá Val- entino. Allar eiga þessar línur það sammerkt að vera ódýrari en aðallínurnar sem sýndar eru á sýningarpöllunum en eru þó undir merkjum tískuhúsanna og draga þannig að viðskiptavin- ina. Að sjálfsögðu er hver flík vandlega merkt tískuhúsinu svo ekki fari milli mála hvaðan hún kemur. Versace er nýbúinn að endurvekja Versus sem var eins konar ,,junior-lína“ en hún hvarf af markaðinum fyrir nokkrum árum. Ricardo Tisci hjá Givency hefur valið úr frægum flík- um tískuhússins og framleið- ir nú með miklu minni tilkostn- aði en áður. Svona mætti áfram telja þær mismunandi leiðir sem tískuhúsin fara til að halda velli á víðsjárverðum tímum og hvernig þau leita leiða til að brúa bilið milli hins dýra lúxusvarn- ings og hinna ódýru fatamerkja. Svo eru þeir sem fara þver- öfuga leið eins og tískuhús Carven sem á sér langa sögu, var stofnað á lýðveldisárinu 1944 af Carmen de Tommaso sem fór að hanna föt af því að henni fannst hún of lítil. Eftir að hafa átt sína gullöld gekk þetta tísku- hús kaupum og sölum en komst 2008 í eigu keðju, SCM Group að nafni. Carven dró sig út úr hátískunni og hefur verið að fóta sig í pret-à-porter-framleiðsl- unni (tilbúið til notkunar) und- anfarið. Á komandi vori kemur á markaðinn fyrsta tískulína Carven eftir Guillaume Henry sem hannaði áður fyrir Paule Ka og Givenchy. Markmiðið er að byggja á hefð og þekkingu hátískuhússins en framleiða tískulínu á verði sem höfðar til stærri og yngri markhópa en áður sem er vissulega mikil- vægt á krepputímum. Klæðn- aðurinn er fyrir virkar konur, þægilegur og nothæfur en ber merki hágæðahönnunar. Sam- bland af aga við snið og form til dæmis hvað varðar kjóla en þeir eru úr efnum sem eru þægileg og sem hægt er að smeygja sér í líkt og einföldustu bolir úr bóm- ull. Buxurnar minna stundum á náttföt og ,,perfecto-leðurfrakk- ar“ sjást einnig. Þessi lína er ólík hinum svokölluðu ,,second line-tískuhúsanna“ því hún er sú eina sem er í boði hjá Carven og á hóflegu verði. bergb75@free.fr Carven – hátískuhús sem hannar fyrir fólk ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir, sem áður var með verslunina KVK, opnar nú nýja verslun sem ber heitið KOW á Laugavegi 51 þar sem hún selur eigin hönnun. Kolbrún Ýr hefur ásamt Írisi Egg- ertsdóttur rekið verslunina KVK við Laugaveg í fjögur ár. Vinsæld- irnar hafa verið miklar og verslunin er orðin fastur punktur í lífi margra kvenna sem vilja falleg föt. „Við Íris vorum samt alltaf að hanna undir eigin merkjum. Okkur fannst því eðlilegt framhald á þessu sambandi að opna okkar eigin búðir,“ segir Kolbrún Ýr. Íris opn- aði sína búð í síðustu viku en hún heitir Liber en Kolbrún opnar sína verslun í dag á Laugavegi 51. Kolbrún segir vissulega nokkra eftirsjá að samstarfinu enda hafi þær Íris orðið góðar vinkonur á þessum árum. „En eins og Íris orðar það þá erum við búnar að taka hjálpardekkin af hvor annarri og nú er draumurinn að rætast um að maður fái að sjá sína eigin hönn- un njóta sín,“ segir hún og telur að margir hafi ekki áttað sig á að þær væru að gera mismunandi hluti. Kolbrún heldur opnunarteiti í nýrri verslun sinni milli klukkan 18 og 21 í kvöld. Léttar veitingar verða í boði og hljómsveitin Sometime kemur og spilar órafmagnað fyrir þá sem líta við. Boðið er öllum opið og Kolbrún býður alla velkomna að fagna opnuninni með sér og skoða það sem hún hefur upp á að bjóða. - sg Hætt í KVK og opn- ar í staðinn KOW Kolbrún Ýr opnar í dag nýja verslun sína KOW á Laugavegi 51.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.