Fréttablaðið - 26.11.2009, Page 32

Fréttablaðið - 26.11.2009, Page 32
 26. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR4 Að öðrum stjörnum ólöstuðum vakti kjóll söngkonunnar Rihönnu mesta athygli tískuspekúlanta á bandarísku tónlistarverðlauna- hátíðinni sem haldin var í Los Angeles 22. nóvember síðastliðinn. Kjóllinn sem var frá Marchesa var svartur að utan en hvítur að innan og alsettur útskornum rósum. Annars var áberandi glans og glamúr á rauða dreglinum. Kate Hudson, Kristin Bell og Carrie Underwood voru allar í glitrandi kjólum í gylltum eða silfurlitum tónum en Fergie og Shakira klæddust kjólum sem skreyttir voru glitrandi stein- um. solveig@frettabladid.is Gull, silfur og glitrandi steinar Bandaríska tónlistarverðlaunahátíðin AMA var haldin í Los Ang- eles á sunnudag. Stjörnurnar mættu í sína fínasta pússi enda dæmir gula pressan út frá útliti en ekki innihaldi. Rihanna þótti bera þennan íburð- armikla kjól frá Marchesa vel. Leikkonan Kate Hud- son var í silfurlitum en að öðru leyti látlausum kjól. Fergie, söngkona Black Eyed Peas. var í glitrandi hlýralausum kjól. Carrie Underwood klæddist gullslegnum glansandi kjól með einum hlýra og stein- um skreyttu belti. Söngkonan Shakira var í steinum skreyttum gulum mínikjól. Coco opnaði tískuhús sjötug að aldri, eða árið 1954, í París og það voru ekki margir sem höfðu trú á þess- ari gömlu konu. En hún þekkti mark- aðinn, nú þegar konur voru farnar að vinna úti, enda hafði hún sjálf ávallt verið útivinnandi. Nútímakonan Coco Chanel lagði því áherslu á að hanna þægileg föt, góð snið úr vönduðum fatnaði fyrir hina glæsilegu útivinn- andi konu. Hún kastaði lífstykkjun- um og lagði upp úr því að vasar væru hagnýtir og ermar nógu víðar. Coco Chanel lifir enn í dag þótt hún sé löngu gengin á vit feðranna, vitaskuld í hönnun sem tískuhús hennar framleiðir, en ekki síður í eft- irhermum tísku- heimsins. Nútímakonan Coco COCO CHANEL VARÐ FYRST TIL AÐ NOTA PRJÓNAEFNI Á ÖLDINNI SEM LEIÐ EN ÞAÐ ER EKKI Í EINA SKIPTIÐ SEM HÚN VAR Á UNDAN SINNI SAMTÍÐ. www.ho bbyroom .is Ármúli 38, 108 Rvk. • hobbyroom@hobbyroom.is • S: 841 8800 / 565 5200 Útsala á billiardborðum og billiardvörum Opnunartíminn frá frá 12-18:00 alla virka daga. Og næsta laugardag frá kl. 12-15. hollur kostur á 5 mín. Gríms fiskibollur Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is sími 512 5473 Laugardaga

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.