Fréttablaðið - 26.11.2009, Síða 36
26. NÓVEMBER 2009 FIMMTUDAGUR
Jólakjólarnir streyma nú inn í
verslanir Zöru, bæði í Kringlu
og Smáralind. Fjölbreytni er
ráðandi í sniðum og gerð-
um og þótt svarti liturinn sé
ríkjandi eru aðrir glaðlegri inni
á milli.
„Við erum með sæta kjóla í vinn-
una og líka spari,“ segir Jóna Dóra
Ásgeirsdóttir, verslunarstjóri í
Zöru og nefnir kjóla fyrir ólík-
an aldur, allt frá ungu stúlkunni
sem er ekki lengur í barnadeild
– og upp úr. „Við erum með klass-
íska kjóla sem ganga alltaf því
sumar vilja bara svarta, einfalda
kokteilkjóla en svo erum við líka
með það sem er í tískublöðunum í
dag. Það ættu allar að geta fundið
kjóla við sitt hæfi því ekkert eitt
er í gangi heldur fjölmargt,“ held-
ur hún áfram.
En hvað skyldi helst vera í tísku
núna? „Svarti liturinn er áberandi
í vetur,“ svarar hún. „Svört blúnda
til dæmis. Sumir kjólar eru allir úr
fóðraðri blúndu og í sumum tilfell-
um er toppstykkið blúnda en pilsið
úr siffoni og varla þarf að taka
fram að kjólarnir eru fóðraðir. Ég
er líka með kjóla úr bómull að öllu
leyti nema hvað bakið er blúnda.“
Hlýralausir kjólar eru vinsælir
og líka kjólar með hlýra yfir aðra
öxlina en skyldu engir vera með
ermum? „Jú, það er ekki vanda-
mál,“ svarar verslunarstjórinn
glaðlega. „Bæði stuttum ermum og
löngum. Við erum til dæmis með
rosa flotta blúndukjóla með síðum
ermum.“
Þó að svart sé afgerandi er auð-
vitað fleira í boði því fallegir litir
eru með, til dæmis blár og fjólu-
blár. „Svo kemur alltaf eitthvað
gyllt fyrir jólin, sparilegt og há-
tíðlegt,“ tekur Jóna Dóra fram.
Ein ný gerð kjóla er komin í Zöru
sem lítur út eins og pils og blússa.
Jóna Dóra lýsir henni svo: „Há pils
eru vinsæl í vetur og nú hafa verið
gerðir kjólar sem líta út eins og há
pils og einföld blússa en er samt
ein flík. Mjög flott.“
Zara er spænskt fyrirtæki
þannig að fötin koma öll frá Spáni
og Jóna Dóra segir sama úrval í
Kringlunni og Smáralind í lang-
flestum tilfellum. Stærðirnar eru
frá XSmall upp í XLarge. Það sam-
svarar númerunum frá 8 til 16 –
eða 34 til 44. Sniðin eru fjölbreytt
og henta alls konar vexti að henn-
ar sögn. Verðið er frá 5.900 upp í
12.900. „Þú færð virkilega flottan
kjól undir tíu þúsund kalli,“ full-
yrðir hún sannfærandi.
Svört blúnda vinsæl í vetur
„Það ættu allar að geta fundið kjóla við sitt hæfi því ekkert eitt er í gangi heldur
fjölmargt,“ segir Jóna Dóra verslunarstjóri í Zöru. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
á flottum kjólum