Fréttablaðið - 26.11.2009, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 26.11.2009, Blaðsíða 54
38 26. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR Á laugardag var haldið fjölsótt þing til að minnast frelsunar dönsku nýlendunnar fyrir tvö hundr- uð árum. Jörn Dyrholm, danskur fræðimaður sem hefur rannsakað Jörund sennilega meira en nokkur annar lifandi maður, hélt því fram á ráðstefnunni sem haldin var á vegum Sagnfræðistofnunar um helgina að hið þekkta málverk af Jörundi sé alls ekki af Jörundi og ekki heldur málað af Eckersberg (1783-1853) eins og haldið hefur verið fram. Eckersberg hefur verið kallaður faðir danskrar málaralist- ar og málaði meðal annars Friðrik VI. Danakonung. Dyrholm heldur því fram að Hans Hansen (1769-1828) hafi málað myndina en skiptar skoðan- ir eru um það meðal danskra list- fræðinga. Þar að auki telur Dyr- holm afar ólíklegt að myndin sé af Jörundi og færir fyrir því margs konar rök. Samkvæmt lýsing- um þegar Jörundur var tekinn til fanga af Bretum var hann sagður dökkhærður og með „hnotubrún“ (e. hazelbrown) augu – sem pass- ar ekki við manninn á myndinni, sem er ljóseygður. Hann telur and- lit hans of „barnalegt“, ólíklegt að hér sé á ferð maður sem er búinn að vera stöðugt á sjó í fjórtán ár. Jörgensen var blankur og hefur ekki haft efni á því að fá málaða mynd af sér. Faðir hans, hirðúr- smiðurinn, lét til dæmis aldrei mála mynd af sjálfum sér. Á þess- um tíma í Danmörku voru það aðal- lega aðalsmenn eða mjög auðugir menn sem létu mála myndir af sér. Það var ekki það fólk sem Jörgen- sen-fjölskyldan umgekkst daglega. Þau voru ekki hluti af listamanna- samfélaginu. Engar sögur fara af málverkum í dánarbúum Jörgen- sen-fjölskyldunnar (eingöngu spegl- um sem veggskraut). Eldri bróðir Jörundar, Urban, varð mjög fræg- ur úrsmiður en aðeins er til kopar- stunga af honum. Faðir Jörundar lét hins vegar gera „silhouettur“ af sér og konu sinni og eru þær til. Myndin er talin máluð á fyrsta áratug 19. aldar. Jörgensen kom heim til Danmerkur í ágúst 1806 og gerðist skipstjóri á víkingaskip- inu Admiral Juul í desember 1807. Náðu þeir nokkrum skipum áður en skipið var hertekið af Bretum í byrjun mars 1808 og var Jörgensen þá tekinn til fanga. Ef málverkið er af Jörundi hefur það verið málað á þessu tiltölulega þrönga tímabili. Dyrholm telur að ef myndin hefði verið máluð af Jörgensen 1806-1807 hefði hann verið málaður í einhvers konar flotabúningi sem hann hafði rétt til að bera. Margt annað tíndi Dyrholm til í erindi sínu á ráðstefnunni og ætlar hann að skrifa grein um málverkið sem birtist væntanlega í íslensku tímariti. Ráðstefnan var mjög fjöl- sótt en auk Jörns Dyrholm flutti hinn þekkti breski rithöfundur Sarah Bakewell fyrirlestur ásamt Önnu Agnarsdóttur, prófessor í sagnfræði, og Óla Má Hrólfssyni sagnfræðinema. Vitlaus maður á mynd MENNING Hið umrædda málverk sem til þessa hefur verið talið af Jörgen Jörgensen. Út er komið fjórða og síðasta hefti Tímarits Máls og menningar á þessu ári. Meðal efnis má nefna brot úr Dagbókum Matthíasar Johannessen frá árunum 1999 og 2000 en þessar færslur hafa ekki áður birst á prenti og hafa að geyma margt hnýsilegt fyrir áhugafólk um bókmenntir og samtímasögu. Tvær greiningar eru á bankahruninu og aðdraganda þess: Guðni Elísson bók- menntafræðingur skrifar um Staðleys- una Ísland og mýtuna um okkur sjálf en Jón Ólafsson, prófessor á Bifröst, fjallar um andrúmsloftið í þjóðfélag- inu fyrir hrun sem hann kennir við nokkurs konar samfélagssáttmála. Úlfhildur Dagsdóttir skrifar grein um Tinna áttræðan og Þorsteinn Antonsson dregur fram gömul bréfa- skipti þeirra Elíasar Marar og Ragnars í Smára sem sýna erfitt samband höfundar og forleggjara en Sigurjón Árni Eyjólfsson guðfræðingur skrifar seinni grein sína um bækur Bjarna Bjarnasonar í ljósi kristinnar kenning- ar. Ritdómar eru margir og ýtarlegir og ljóð meðal annars eftir Hermann Stefánsson og Hallgrím Helgason. Ritstjóri TMM er Guðmundur Andri Thorsson. NÝ TÍMARIT B R Y N H I L D U R G U Ð J Ó N S D Ó T T I R SÝNT Í L ANDNÁMSSETRI ÍSL AND BORGARNESI MIÐASAL A Í SÍMA 437 1600 OG landnamssetur@landnam.is w w w.landnamssetur. is LEIKSTJÓRI ATLI RAFN SIGURÐARSON EKKI MISSA AF J k Bert Carlos Fue Fede Francis Ba Gabrie Márquez Guðbergur Fr L Milan Kundera fjallar af alkun um þá listamenn sem hafa skipt hann mestu máli. Upplý menningu Evrópu síðustu fimm ýmsum spennandi útúr- dúrum Friðrik eos anace Fj d D t j kío or os Upplestrarkvöld á Súfistanum, Laugavegi 18, í kvöld kl. 20 Inga Dóra Björnsdóttir - Kona þriggja eyja, ævisaga Ásu Guðmundsdóttur Wright Steinar Bragi - Himinninn yfir Þingvöllum Sigurður Pálsson - Ljóðorkuþörf Jónína Leósdóttir - Ég & þú Allir hjartanlega velkomnir Brot af því besta Leikritið Fyrir framan annað fólk fékk prýðisgóðar viðtökur þegar það var frumsýnt í Hafnarfjarð- arleikhúsinu í haust. Fram undan eru hins vegar þrjár síðustu sýn- ingarnar. Um helgina verða tvær sýningar, ein á laugardagskvöld en hin á sunnudagskvöld og síð- asta sýning er síðan laugardag- inn 5. desember. Síðustu sýningar Paul á plötu Ringo Starr Persónulegasta plata Ringo Starr heitir Y not og kemur út í byrjun næsta árs. Þetta er fyrsta platan sem Ringo hljóð- vinnur sjálfur og segist hann borubrattur ætla að sjá um þetta framvegis. Þekkt lið eins og Ben Harper, Joss Stone, Joe Walsh, Dave Stewart, Glen Ballard, Richard Marx og Van Dyke Parks kemur við sögu á plötunni og Paul McCartn- ey spilar á bassa í einu lagi og syngur með Ringo í laginu „Walk with You“. Það er sagt vera einlægt lag um gamal- gróna vináttu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.