Fréttablaðið - 26.11.2009, Síða 64
48 26. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR
sport@frettabladid.is
> Reading vill semja við Gunnar Heiðar
Eyjapeyinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson, sem er búinn
að vera á reynslu hjá enska b-deildarfélaginu Reading,
skoraði bæði mörk varaliðs félagsins í 2-1 sigri liðsins
gegn Bristol Rovers í vináttuleik sem var spilaður fyrir
luktum dyrum í gærdag. Gunnar Heiðar skoraði
mörkin tvö snemma leiksins en síðara markið
var að sögn vefmiðilsins getbracknell einkar
glæsilegt. Knattspyrnustjórinn Brendan
Rodgers hjá Reading vonast samkvæmt
heimildum áðurnefnds vefmiðils til
þess að geta gengið bráðlega frá
félagaskiptum Gunnars Heiðars
en Gunnar Heiðar er á mála hjá
danska félaginu Esbjerg.
N1 deild karla
Akureyri-HK 27-26 (16-16)
Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 6 (7),
Jónatan Magnússon 5 (8/1), Árni Þór Sigtryggs
son 5 (13), Andri Snær Stefánsson 4/1 (6),
Hörður F. Sigþórsson 3 (3), Heimir Örn Árnason 3
(7), Guðmundur H. Helgason 1 (2).
Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 17 (43) 40%
Mörk HK: Valdimar Þórsson 8/4 (16), Ólafur Víðir
Ólafsson 7/1 (9), Atli Ingólfsson 5 (7), Sverrir
Hermannsson 3 (8/1), Vilhelm Gauti Bergsveins
son 2 (5), Hákon Hermannsson Bridde 1 (3), Atli
Bachmann 1 (2), Ragnar Hjaltested 0 (5).
Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16 (43) 37%
N1-deild kvenna
Valur-Fram 21-21 (11-10)
Mörk Vals (skot): Kristín Guðmundsdóttir 4 (8),
Hrafnhildur Skúladóttir 4/1 (11/3), Ágústa Edda
Björnsdóttir 3 (7), Katrín Andrésdóttir 3 (7/1),
Hildigunnur Einarsdóttir 2 (2), Anna Úrsúla Guð
mundsdóttir 2 (3), Íris Ásta Pétursdóttir 2 (5).
Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 16 (43%)
Mörk Fram (skot):Karen Knútsdóttir 5/3 (13/4),
Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 4 (6), Stella Sigurð
ardóttir 4/1 (14/2), Pavla Nevarilova 2 (2), Ásta
Birna Gunnarsdóttir 2 (3), Hildur Þorgeirsdóttir 2
(3), Marthe Sördal 2 (3).
Varin skot: Írís Björk Símonard. 25/1 (53%).
Iceland Express kvenna
Keflavík-Hamar 72-53 (22-26)
Stig Keflavíkur: Bryndís Guðmundsdóttir 23,
Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 15, Kristi Smith 13,
Marín Rós Karlsdóttir 7, Svava Ósk Stefánsdóttir
6, Rannveig Randversdóttir 4, Hrönn Þorgríms
dóttir 2, Sigrún Albertsdóttir 2.
Stig Hamars: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 19,
Koren Schram 14, Kristrún Sigurjónsdóttir 11,
Fanney Lind Guðmundsdóttir 4, Guðbjörg
Sverrisdóttir 2, Jenný Harðardóttir 2, Hafrún
Hálfdánardóttir 1.
Grindavík-Haukar 95-80 (52-36)
Atkvæðamestar: Michele DeVault 26 (11 frák.),
Íris Sverrisdóttir 22 (9 fráköst, 6 stoðsendingar),
Petrúnella Skúladóttir 21 - Heather Ezell 37,
Telma Björk Fjalarsdóttir 17.
Snæfell-Valur 73-52 (34-21)
Atkvæðamestar: Kristen Green 21 (12 frák., 6
stoðs.), Gunnhildur Gunnarsdóttir 12 (7 stoðs.) -
Birna Eiríksdóttir 16, Hanna Hálfdanardóttir 12, .
KR-Njarðvík 82-58 (39-28)
Meistaradeildin:
A-RIÐILL
Bayern Munich-Maccabi Haifa 1-0
1-0 Ivica Olic (62.).
Bordeaux-Juventus 2-0
1-0 Fernando (54.), 2-0 Marouane Chamakh
(90.)
Stigin: Bordeaux 13, Juventus 8, Bayern Munich
7, Maccabi Haifa 0.
B-RIÐILL
Man Utd v Besiktas 0-1
0-1 Rodrigo Tello (20.).
CSKA Moskva-Wolfsburg 2-1
0-1 Edin Dzeko (19.), 1-1 Tomas Necid (58.), 2-1
Milos Krasic (66.).
Stigin: Manchester United 10, Wolfsburg 7, CSKA
Moskva 7, Besiktas 4.
C-RIÐILL
AC Milan-Marseille 1-1
1-0 Mario Borriello (10.), 1-1 Lucho González(16.)
Real Madrid-FC Zurich 1-0
1-0 Gonzalo Higuain (21.)
Stigin: Real Madrid 10, AC Milan 8, Marseille 7,
FC Zurich 3.
D-RIÐILL
FC Porto-Chelsea 0-1
0-1 Nicolas Anelka (69.).
Apoel Nicosia-Atletico Madrid 1-1
1-0 Nenad Mirosavljevic (5.), 1-1 Simao Sabrosa
(62.)
Stigin: Chelsea 13, Porto 9, Atletico Madrid 3,
Apoel Nicosia 2.
Enska úrvalsdeildin:
Hull-Everton 3-2
1-0 Stephen Hunt (9.), 2-0 Andy Dawson (20.),
3-0 Dean Marney (28.) 3-1 Sjálfsmark (49.), 3-2
Louis Saha (64.),
Fulham-Blackburn 3-0
1-0 Erik Nevland (43.). 2-0 Clint Dempsay (67.),
3-0 Dempsay (88.)
ÚRSLIT Í GÆR
KÖRFUBOLTI Keflavíkurkonur unnu
sinn fjórða leik í röð þegar liðið
vann 19 stiga sigur á Hamar, 72-
53, í kvennakörfunni í gærkvöldi.
Keflavíkurkonur létu ekki slæma
byrjun koma í veg fyrir að þær
héldu sigurgöngu sinni áfram.
Hamar komst í 24-12 og var 26-22
yfir í hálfleik.
Frábær sprettur í þriðja leik-
hluta breytti hinsvegar öllu,
Keflavíkurliðið skoraði 14 stig í
röð og breytti stöðunni úr 26-35 í
40-35 á rúmum fimm mínútum.
Keflavík kláraði síðan leikinn
með sannfærandi hætti. Brynd-
ís Guðmundsdóttir átti enn einn
stórleikinn með Keflavíkurliðinu
en liðið hefur unnið 4 af 5 leikjum
sínum síðan hún kom inn í liðið.
Tap Hamars þýddi að KR-
konur juku forskot sitt í sex stig
eftir áttunda sigur sinn í röð
þegar liðið vann nýliða Njarð-
víkur. Grindavík vann sinn
þriðja leik í röð þegar liðið vann
Íslandsmeistara Hauka sannfær-
andi og Snæfell vann síðan fyrsta
sigur sinn í meira en mánuð
þegar liðið vann Kanalaust Vals-
liðið með 21 stigs mun. - óój
Iceland Express kvenna:
Keflavík komið
á mikið flug
23 STIG Bryndís Guðmundsdóttir var
góð hjá Keflavík í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HANDBOLTI Valur og Fram gerðu
jafntefli, 21-21, í miklum baráttu-
leik í N1-deild kvenna í handbolta í
gærkvöldi. Einar Jónsson, þjálfari
Fram, var svekktur í leikslok yfir
að taka ekki öll stigin.
„Ég hefði nú viljað taka bæði
stigin hér í kvöld. Þetta var samt
eiginlega alveg dæmigerður leikur
á milli Vals og Fram þar sem liðin
skiptast á að eiga góða leikkafla.
Liðin eru bæði mjög hröð og eru
fljót að refsa og þetta verður mjög
kaflaskipt og það er það skemmti-
lega við handboltann að maður veit
aldrei hverju maður á von á,“ sagði
Einar.
Gestirnir í Fram mættu betur
stemmdir til leiks í vægast sagt
kaflaskiptum fyrri hálfleik og
komust fljótlega í 1-5 forystu. Það
reyndist hins vegar skammgóður
vermir því Valsstúlkur hrukku þá í
gang og skoruðu átta mörk í röð og
breyttu stöðunni í 9-5. Markvörð-
urinn Íris Björk Símonardóttir sá
hins vegar til þess að Fram náði að
klóra sig aftur inn í leikinn en hún
varði 18 skot í skrautlegum fyrri
hálfleiknum. Staðan var 11-10 Val
í vil þegar hálfleiksflautan gall í
miklum baráttuleik eins og gjarn-
an tíðkast þegar þessi lið mætast.
Síðari hálfleikurinn var mjög
jafn og spennandi en Fram var
alltaf skrefinu á undan og stað-
an var 17-19 þegar um tíu mínútur
voru eftir af leik.
Munurinn var enn tvö mörk
þegar fimm mínútur voru eftir
á leikklukkunni en þá fylgdu tvö
mörk í röð hjá Val. Lokamínúturn-
ar voru æsispennandi.
Hildur Þorgeirsdóttir kom Fram
í 20-21 og gestirnir í fínni stöðu til
þess að hirða þau stig sem í boði
voru en Kristín Guðmundsdóttir
var á öðru máli og jafnaði leikinn
21-21 og það reyndist niðurstaðan.
Valur er enn taplaus í deildinni og
aðeins stigi á eftir toppliði Stjörn-
unnar og á leik til góða og Stefán
Arnarson, þjálfari Vals, var því
ágætlega sáttur í leikslok.
„Við tökum það frá þessum leik
að við erum enn þá taplaus. Byrj-
unin var náttúrulega skelfileg hjá
okkur en við náðum að svara því
eftir gott leikhlé.
Ég vissi annars alltaf að þetta
yrði jafn leikur og mér fannst lið
mitt leggja sig mjög mikið fram,
sérstaklega á stórum leikköflum
í síðari hálfleik þegar við vorum
manni færri. Ég hefði annars vilj-
að fá fleiri mörk úr hraðaupphlaup-
um og við þurfum að vinna betur í
því,“ sagði Stefán að lokum. - óþ
Erkifjendurnir Valur og Fram gerðu jafntefli í baráttuleik í N1-deild kvenna í handbolta í gærkvöldi:
Jafntefli í spennandi Reykjavíkurslag
HART Á TEKIST Stella Sigurðardóttir fær
hér óblíðar móttökur hjá Valsstúlkum í
leiknum í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Enn og aftur bauð Akureyri upp á spennandi leik á heimavelli,
nú gegn HK í gær. Og enn og aftur var það óþarfi hjá
liðinu sem leiddi með fjórum mörkum þegar tíu
mínútur lifðu leiks. Liðið var heppið, HK jafnaði
og hefði getað komist yfir, gestirnir skutu síðan
í stöngina, stöngina og út og skoruðu síðan um
leið og lokaflautan gall en markið var ekki dæmt
gilt.
„Við erum að bjóða upp á mestu spennuleikina
hérna hvað eftir annað án þess að þurfa það. Við erum
með leikinn í höndunum þegar það eru tíu mínútur eftir
en við urðum að hafa spennu í þessu. Ég efast ekki um
að við séum lið fólksins, þeir sem mættu núna mæta líka
næst. Þetta er ekki fyrir hjartveika,“ sagði Rúnar Sigtryggs-
son, glaðbeittur þjálfari Akureyrar eftir leikinn.
HK byrjaði betur, komst í 3-7 en þá skoraði Akureyri
fimm í röð og komst yfir. Jafnt var í hálfleik 16-16 en
Akureyri var betra liðið fyrstu 20 mínúturnar í seinni
hálfleik. Liðið var svo einfaldlega heppið að landa sigri.
„Þegar það er stutt eftir ætlum við að fara að verja forskotið sem við
erum búnir að vinna okkur inn og við eigum skilið. Á sama
tíma taka þeir sénsa og ná að komast inn í leikinn. Á
meðan hættum við að spila okkar leik,“ sagði Rúnar sem
var augljóslega létt eftir leikinn.
Kollegi hans hjá HK, Gunnar Magnússon, var að vonum
svekktur eftir leik en hrósaði sínum mönnum fyrir góðan
karakter. „Þetta er bara dæmigert fyrir það að það er ekki
alveg allt að ganga upp hjá okkur eins og staðan er í dag. Ég
er ánægður með varnarleikinn og Sveinbjörn var góður fyrir
aftan. Sóknarleikurinn var ekkert frábær, við eigum aðeins inni
þar, en ég er engu að síður ánægður með karakterinn í liðinu.
Baráttan var alveg til fyrirmyndar og við gáfumst aldrei upp. Ég
verð að hrósa strákunum fyrir þennan leik,“ sagði Gunnar.
„Að mínu mati hefði jafntefli verið sanngjarnt en engu að síður
endar þetta svona. Við fáum á okkur tvær mínútur þegar það
eru tvær mínútur eftir fyrir kjaft sem ég get bara ekki útskýrt.
Það er óafsakanlegt og algjört lykildæmi í þessum leik, svo stórt
að við réðum bara ekki við það. Það er bara staðreynd.“
AKUREYRALIÐIÐ Í N-1 DEILD KARLA Í HANDBOLTA: VANN NAUMAN 27-26 SIGUR Á HK Í FRÁBÆRUM LEIK Í GÆR
Leikir Akureyringa eru ekki fyrir hjartveika
FÓTBOLTI Ekkert lið náði að tryggja
sér sæti í sextán liða úrslitunum
þegar næst síðasta umferðin fór
fram í riðlum A til D í Meistara-
deildinni í fótbolta í gær. Juventus,
Wolfsburg, Real Madrid og AC
Milan áttu öll möguleika á að
tryggja sig áfram en þurfa þess
í stað að bíða þangað til í síðustu
umferð til þess að tryggja sér sæti
í hópi sextán bestu lið Evrópu.
Bayern München vann sér inn
hreinan úrslitaleik á móti Juventus
eftir 1-0 sigur á Maccabi Haifa.
Juventus hefði getað tryggt sig
áfram en tapaði hins vegar 2-0 á
útivelli á móti Bordeaux. Franska
liðið tryggði sér með því sigur í
riðlinum. Sigur Bayern var ekki
sannfærandi og liðið þarf að
spila betur í lokaumferðinni þar
sem þýska liðið mætir Juventus á
Ítalíu.
AC Milan slapp á sama tíma með
skrekkinn á móti franska liðinu
Marseille og er í ágætum málum
eftir 1-1 jafntefli á San Siro. Mars-
eille fékk nokkur góð færi til þess
að tryggja sér sigurinn en þarf
nú annaðhvort að vinna Real með
meira en fjórum mörkum eða
treysta á það að AC Milan takist
ekki að vinna Zürich.
Real Madrid vann 1-0 sigur á FC
Zürich og er með tveggja stiga for-
skot á Milan fyrir lokaumferðina.
Nicolas Anelka tryggði Chelsea
1-0 útisigur á Porto og um leið
sigurinn í D-riðlinuum. Atlet-
ico Madrid náði aðeins jafntefli á
Kýpur.
Það urðu mjög óvænt úrslit á Old
Trafford þegar Manchester Unit-
ed tapaði sínum fyrsta heimaleik
í keppninni í fjögur ár.
Sir Alex Fergusson gerði átta
breytingar á liði Manchester Unit-
ed sem vann Everton í deildinni á
sunnudaginn og telfdi fram hálf-
gerðu varaliði á móti Besiktas. Það
nýttu Tyrkirnir í Besiktas sér og
unnu 1-0 sigur.
United-liðið hefur þar með lent
í vandræðum í tveimur síðustu
heimaleikjum sínum í keppninni
og liðinu mistókst að tryggja sér
sigurinn í riðlinum. Manchester
var fyrir leikinn búið að spila 23
heimaleiki í röð í Meistaradeild-
inni án
Það verður mikil spenna í loka-
umferðinni, bæði um hvaða lið
fylgir United inn í 16 liða úrslit-
in en einnig um hvaða lið vinnur
riðilinn.
Wolfsburg tapaði fyrir CSKA
Moskvu og liðin eru þar með jöfn
að stigum. Þýska liðið fær þá topp-
liðið Manchester í heimsókn. Sigur
Wolfsburg myndi ekki aðeins
tryggja liðinu sæti í hópi sextán
bestu heldur myndi þýska liðið þá
einnig tryggja sér sigur í riðlin-
um vinni liðið leikinn með tveggja
marka mun. ooj@frettabladid.is
Bayern München enn á lífi
AC Milan slapp með skrekkinn á heimavelli á móti Marseille og er í ágætum
málum. Chelsea tryggði sér sigur í sínum riðli en Manchester United tókst það
ekki þar sem liðið tapaði fyrir Besiktas á Old Trafford.
MIKILVÆGT Leikmenn Bayern München unnu mikilvægan sigur á Maccabi Haifa í
gær og eiga því enn möguleika á sæti í sextán liða úrslitum. MYND/AFP