Veðrið - 01.09.1963, Page 3
VEÐRIÐ
TÍMARIT HANDA ALÞÝÐU UM VEÐURFRÆÐI
KEMUR ÚT TVISVAR Á ÁRI - VERÐ ÁRG. KR. 40.00
2. HEFTI 1963 8. ÁRGANGUR
RITNEFND: JON EYbÓRSSON
FLOSI H. SIGURÐSSON
PÁUL BERGÞÓRSSON
HLYNUR SIGTRYGGSSON,
AFGREIÐSLUSTJÓRI:
GEIR ÓLAFSSON
DRÁPUHLÍÐ 27 . SÍMI 15131'
Hlynur Sigtryggsson
£rá Núpi í Dýrafirði tók við embætti veðurstofustjóra 1. júlí sl. Hann er
fæddur að Núpi 5. nóv. 1921, sonur hjónanna séra Sigtryggs Guðlaugssonar og
Hjaltlínu Guðjónsdóttur. Hlynur tók stúdentspróf í Menntaskóia Akureyrar 1942,.
hélt vestur um haf árið eftir til náms í veðurfræði við Californíu-háskóla í Los.
Angeles og lauk þar mcistaraprófi 1946. Starfaði síðan hjá Veðurstofu íslands i
Reykjavík bæði við veðurfræðistörf og jarðskjálftamælingar, unz flugveðurstofa
var stofnsett á Keflavíkurflugvelli 1952. Tók Hlynur þá við forstöðu hennar
og gegndi því starfi, þangað til hann var skipaður veðurstofustjóri.
VEÐRIÐ----43'