Veðrið - 01.09.1963, Blaðsíða 13

Veðrið - 01.09.1963, Blaðsíða 13
Um miðjan mánuðinn barst hafís upp að Vestfjörðum, en hvarf von bráðar. Júli. I viku var ýmist hægviðri eða vestan-gola. Oft var sól, en stundum jioka, einkum á Vesturlandi. Áttunda júlí brá til norðanáttar, sem hélzt að kalla óslitin til 26. Þennan tíma var kalsaveður og rigning eða jafnvel slydda fyrir norðan, en oft bjart og góðir þurrkar suðvestan til á landinu. Eftir þetta var suðlæg átt, vætusamt á Suðurlandi, en sól flesta daga fyrir norðan. Agúst. Fyrstu fimm dagana var veðrið svipað og síðustu dagana í júlí, en síðan komu nokkrir dagar með hægri norðlægri átt, sól vestan lands, en þokulofti norðaustan til á landinu. Þann þrettánda gerði mikla norðan rigningu og kólnaði fyrir norðan, svo að snjóaði niður í miðjar hlíðar. Eftir miðjan mánuð var oftast austan hægviðri og aðgerðarlaust veður. Bezt var á Vesturlandi, en sól og dálítil úrkoma var til skiptis á Suður- og Norðurlandi. Síðustu þrjá dagana var suðvestan gola með, skúrum vestan lands og sunnan, en sól og hlýju á Norður- og Austurlandi. Sumarið í heild var heldur kalt, einkum seinni hlutinn og norðvestan til á landinu. í Strandasýslu var þannig mesta ótíð, þrálátar norðanáttir. Næturfrost byrjuðu snemma. Þann tíunda júlí varð t. d. eins stigs frost á Hornbjargsvita, þann tuttugasta varð eins stigs frost á Þingvöllum, tuttugasta og annan komst frostið í 3 stig á Staðarhóli í Aðaldal og tuttugasta og áttunda var fimm stiga frost á Grímsstöðum. Hefur á þessu tímabili fallið eða skemmzt kartöflugras víða á landinu. Að lokum kemur svo yfirlit yfir meðalhita, úrkomumagn og sólskinsstundir á jrremur stöðum í sumar. Hiti, ° C. (í svigum fyrir neðan meðallagið 1931—1960) Apríl Maí Júní Júlí Ágúst Reykjavík 4.1 5.1 10.0 10.1 10.0' (3.1) (6.9) (9.5) (11.2) (10.8> Akureyri 1.9 4.3 10.1 9.1 8.5 (1.7) (6.3) (9.3) (10.9) (10.3> Hólar 3.4 6.0 9.9 9.8 9.7 (3.0) (6.5) (9.3) (10.9) (10.4), Úrkoma, mm. (í svigum fyrir neðan meðallagið 1931- -1960) Apríl Maí Júní Júlí Ágúst. Reykjavík 51 43 31 40 10. (53) (42) (41) (48) (66> Akureyri 47 39 34 35 10, (32) (15) (22) (35) (39)) Hólar 167 234 64 185 39’ (108) (90) (83) (93) (116> VEÐRIÐ — 53;

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.