Veðrið - 01.09.1963, Side 15

Veðrið - 01.09.1963, Side 15
Þessi tnynd af silfurskýjum er sccnsk, tekin i Torsla kl. 0.20 pann 11. ágúst 195S, nákvcemlega fitnrn árum áður en mynd Flosa Sigurðssonar. Myndin er tekin úr timaritinu Tellus, 1962. við dagsbrún og náðu varla 45° hæð. Líktust |>au mjög klósigatrefjum eins og á 42. og 48. mynd í Skýjabók Veðurstofunnar, en sums staðar, einkum i norð- vestri, minntu þau fremur á mariutásu, gáraða eða mærótta háskýjabreiðu, svo sem á 57. mynd í Skýjabókinni eða á myndina, sem hér lylgir af silfurskýjum sem sáust í Svíþjóð. Liturinn var sérkennilega bláhvítur og bjartur. Skýin sáust: sem fyrr segir rétt fyrir klukkan 24, en liurfu um kl. 3.45 um morguninn, en þá var sólin um 6l/2° undir sjóndeildarhring, svo að ekki hefur verið orðið verkljóst. Um miðnættið var sólin hins vegar tæpar 11° undir sjóndeildarhring. Kemur þessi sólarhæð vel heim við upplýsingar Skýjabókarinnar. Næstu nótt kom ég auga á silfurskýin um klukkan 23.15, alllangt band, sem- lá frá vestsuðvestri til austnorðausturs á vesturhimni. Við nánari skoðun sást, að lítið ský í jaðri bandsins var á talsverðri hreyfingu, ekki frá austri eða norð- austri, eins og sagt er algengast í Skýjabókinni, heldur var á j>ví um 250° far. Með l>ví að taka tímann, sem skýið var að berast milli tveggja samhliða loftnets- þráða á næstu húsum frá mér séð, og mæla síðan liornið milli þeirra, taldist mér til, að hornhraði skýjanna væri 5—6° á mínútu, rniðað við að J>au væru í hálofti.. Síðar um nóttina gátum við Jónas jakobsson og l'losi Hrafn Sigurðsson séð greinilega j>etta far, og virtist j>að þá tæpar 5° á mínútu og koma úr hér um bil' 290 eða 300 gráða stefnu. Er J>essi stefna silfurskýjanna eftirtektarvert frávik frá því sem venjulegast er talið og bendir auk J>ess til ]>ess, að straumarnir í }>essari hæð taki óðfluga breytingum á fáum klukkutímum. Utlit skýjanna var nokkuð annað jiessa nótt. Nú mynduðu þau bönd, sem- lágu nokkurn veginn eftir vindátt. Sum ]>essara banda voru greinilega gáruð VEÐRIÐ — 55

x

Veðrið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.