Veðrið - 01.09.1963, Qupperneq 31
15. Safnist mikill, þykkur hringur í kringum tungl, líkast sem regnboginn á nóttu,
og liafi hlið á sér, þýðir veðráttuskipti til snjóar og regns.
lfi. Nær fleiri hringar en einn eru í kringum tungl, hverjir þó allir snúast í
svört ský, merkja mikið regn.
17. Sjáist á heiðríkum liimni einn rauður, blár eða myrkbleikur hringur standa
í kringum tunglið, þýðir komandi votviðri, og þá margfaldast fleiri hringar
dökkvir, merkir höstugt regn og mikinn storm.
18. Ef maður sér tunglið vera með dumbuðum lit eða sem mórauðum, er vist
merki, að loftið samandregur mikinn vessa til regns og hretviðris, krapa
og veðurs.
19. Nær tunglið sýnist að vera bleikt, blátt og grænt, þýðir regn og storm.
20. Tungl það, er tunglúlfar í kringum standa á nóttu, þeir votta votviðri, sem
tíðast snjó, eftir ársins tímum, sérdeilis þá þeir eru mót suðri.
21. Nær maður sér í kringum tungl standa, hvort sem það er ungt eða gamalt,
einfaldan hring bjartan, og liafi sá ekki eitt hlið á sér, og ef hann dregst
allur af í einu, þá má víst vænta að komi gott veður.
Athugasemdir.
Fimmta reglan hér að framan er mjög samhljóða því, sem Þeófrastus hinn
gríski hefur skráð í riti sínu, Vinda- og veðurmerki: Ef nýmáni er réttstæður á
fjórða clegi eða öll kringlan sést greinilega, boðar það blásandi veður til næstu
tunglkomu.
10. reglan er að mestu samhljóða þcirri, sem Francis lávarður Bacon hefur
skráð: — Ef neðra hornið á nýju eða nýlegu tungli er myrkt eða óskýrt, boðar
það fúlviðri og storm innan tunglfyllingar.
21. reglan er algerlega í samræmi við reglu Aratusar hins gríska. í riti hans
The Phenomena and Diosmeia stendur í enskri þýðingu (London 1848):
If with one ring, and broken it appear,
sailor, beware! the driving gale is near.
Unbroken if it vanisheth away —
serene the air and smooth the tranquil sea.
J- Ey.
„Trú þú
dóttir eftir
aklrei vctrarþoku,
afa sinum Einari
þó ei sé nema ein nótt til sumars." (Rakel Bessa-
Andréssyni frá Bólu. Útvarpsviðtal 1. okt. 1962).
VEÐRIÐ
71