Veðrið - 01.09.1971, Blaðsíða 3

Veðrið - 01.09.1971, Blaðsíða 3
VEÐRIÐ TÍMARIT HANDA ALÞÝÐU UM VEÐURFRÆÐI KEMUR ÚT TVISVAR Á ÁRI - VERÐ ÁRG. KR. 125,00 2. HEFTI 1971 16. ÁRGANGUR RITNEFND: JONAS JAKOBSSON FLOSI H. SIGURÐSSON PÁLL BERGÞÓRSSON MARKÚS Á. EINARSSON AFGREIÐSLUSTJÓRI: GEIR ÓLAFSSON DRÁPUHLÍÐ 27 - SÍMI 15131 Ur ýmsum áttum Veðurspár og veðurskip. Um árabil haia verið starfrækt allmörg veðurskip á Norður-Atlantshafi, sent staðsett hafa verið á fastákveðnum stöðum, og hafa þar haldið uppi veður- athugunum og fjarskiptaþjónustu við flugvélar. Hafa allmörg lönd innan vébanda Alþjóðaflugmálastofnunarinnar bundizt samtökum um að kosta þessa starfsemi, og nokkur þeirra sjá um rekstur skipanna. Á 9 stöðvum á N-Atlantshafi eru veð- urskip, og þarf 21 skip, til þess að um stöðuga þjónustu sé að ræða. Á vegum Bandaríkjamanna eru 4 stöðvar, en á vegum Evrópuríkja 5 stöðvar. Allmörg veðurskipanna koma við sögu í íslenzkri veðurþjónustu, og kannast útvarpshlustendur vel við veðurskipin „Alfa“, „Bravó", „Indía“ og „Metró“„ svo nokkur séu nefnd, en [jetta eru reyndar nöfn stöðvanna, en ekki hinna einstöku skipa, sem staðsett eru þar hverju sinni. Þau veðurskip, sem næst okkur eru, eru „Alfa" á 62° N og 33° W, „Indía" á 59° N og 19° W og „Metró“ á 66° N og 2° E. Langmikilvægast þeirra fyrir ísland er án efa „Alfa“, sent er staðsett á Grænlandshafi, en úr þeirri átt, ji. e. úr suðvestri eða vestri koma flestar þær lægðir, sem hér hafa áhrif á veður. Efast undirritaður um, að nokkur ein veður- stöð sé íslenzkum veðurfræðingum jafn mikils virði. Nú horfir hins vegar mjög ískyggilega um framtíð veðurskipsins „Alfa“, og skal hér stuttlega greint frá ástæðum þess. Starfssvið veðurskipanna hefur hingað til einkum verið almennar veðurathugánir og háloftaathuganir auk fjarskiptaþjónustu við flugvélar, sem eiga leið yl'ir viðkomandi svæði. Nú er hins vegar svo komið, að fjarskipti hafa ekki aukizt í mörg ár, þrátt fyrir aukna flugumferð, enda þotur nú fljótar i för- um og minna háðar veðri en eldri flugvélar. Til sögu hafa einnig koniið veður- hnettir, og er í athugun, hvort upplýsingar frá þeim urn liitafar, skýjafar og jafnvel vinda (sem reikna mætti út frá hreyfingu skýja milli mynda, sem teknar eru með stultu millibili) geti komið að nokkru leyti í stað athugana á veðurskip- um. Enn má svo nefna, að hafnar eru, eða eru að hefjast á vegum „Veðurvörzlu veraldar“ (World Weather Watch) liáloftaathuganir um borð í 70 kaupskipum, VEÐRIÐ --- 39

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.