Veðrið - 01.09.1971, Blaðsíða 22

Veðrið - 01.09.1971, Blaðsíða 22
fremur líklegir hættustaðir, og á þeim, og þá sérstaklega á nyrzta hluta Sprengi- sandsleiðar, væri æskilegt að setja upp tilraunalínur til beinnar könnunar og samanburðar á ísingarhættu. Fengjust þá upplýsingar, sem byggja mætti á val á línuleið og ákvörðun um línustyrkleika. Æskilegt gæti og verið, svo sem Norð- menn liafa gert, að koma á nánu samstarfi verkfræðinga og veðurfræðitiga um ísingarrannsóknir og undirbúning meiri háttar línulagna. Loks mætti enn nefna, að ráðlegt gæti verið að fá hingað til ráðgjafarstarfa norskan séríræöing, sem reynslu hefði af lagningu liáspennulína unt hálendi Noregs með sérstöku tilliti til ísingarvandamálsins. Hér er vissulega mikið í húfi, því að úr hófi traust- byggð lína er mjög dýr í byggingu á langri leið, en of veik eða óheppilega lögð lína getur hins vegar valdið miklu tjóni og margháttuðum vandræðum, auk þess að vera erfið og dýr í viðhaldi og rekstri. KNÚTUR KNUDSEN: Vorið og sumarið 1971 Apríl. Fyrri hluti mánaðarins var fremur lilýr og skiptust þá mest á A og SV átt- ir. Fkkert páskahret kom í þetta skiptið og Iieldur engin páskahrota. Strax upp úr miðjum mánuði kólnaði og dagana 17.—19. var vonzkuveður. Tepptust þá víða vegir á norðan- og austanverðu landinu. Á Kambanesi mældist 40 sm jafnfallinn snjór. 1 þessu sumarmálahreti fórst Sigurfari með 8 mönnum í inn- siglingunni til Hornafjarðar. Eftir þetta var vindur fyrst austanstæður i nokkra daga og talsvert rigndi suðaustan lands. Síðustu vikuna var hægviðrasamt og hlýtt með smáskúrum syðra. Mánuðurinn í heild var í góðu meðallagi, en á Suðurlandsundirlendinu mjög góður, tún jafnvel orðin algræn. Hins vegar var víðast nyrðra alveg gróðurlaust. Smáísdreifar sáust frá Horni fyrstu dagana í apríl, en eftir það var enginn ís við land nema stakir borgarísjakar á Húnaflóasvæðinu. Maí. Tíð í maí var hægviðrasöm og hagstæð. Framan af var hlýtt, en fyrir miðj- an mánuð kólnaði nokkuð. Varð kaldast i hretinu þann 20, en það kom í kjöl- far lægðar, sem myndaðist á Grænlandshafi tveint dögum áður. Talsvert snjóaði á norðanverðum Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi, en ekki hlutust af teljandi skaðar. Þó króknuðu lömb við norðanvert Djúp enda konni þar 2—3 metra 58 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.