Veðrið - 01.09.1971, Blaðsíða 18

Veðrið - 01.09.1971, Blaðsíða 18
Má tiJ marks um það bæði hafa reynslu Norðmanna af lagningu háspennulína um hálendi og þá mikilsverðu staðreynd, að ekki hefur orðið vart við umtals- verða ísingu á veðurstöðinni á Hveravöllum á Kili þau 6/2 ár, sem Jiún Jiefur verið starfrækt allt árið, og aldrei hefur þar orðið tjón á loftnetum. Stendur stöðin þó á melkolli í um 640 metra liæð yfir sjó. Vafalaust liefur á liðnum árum safnazt talsverð reynsla af ísingarsköðum á íslenzkum rafmagns- og símalínum, og ætti með könnun á staðliáttum og veð- urskilyrðum, að mega draga nokkurn Jærdóm af, en til þess væri nauðsynleg samvinna veðurfræðinga og tæknimanna, sem og nokkurt fjármagn til rann- sókna. í þessu sambandi er rétt að geta þess, að ltðvarð Árnason, verkfræðing- ur, flutti snemma árs 1952 erindi um ísingu á línum á fundi Rafmagnsdeilclar Verkfræðingafélags íslands, og Jónas Jakobsson, veðurfræðingur, flutti siðar á sama ári erindi á fundi félagsins um ísingu á síma- og Iiáspennulínum frá veð- urfræðilegu sjónarmiði. Birtist erindi Jónasar í Tímariti Verkfræðingafélags Islands 1953, en hann studdist m. a. við athuganir l:'.ðvarðs á hættulegum is- ingarstöðum. Vænlegast lil skjóts og góðs árangurs í sambandi við val á línuleið yfir liá- lendið er þó tvímælalaust að styðjast við rannsóknir og athuganir annarra þjóða, sem við mikið ísingarvandamál eiga að stríða og hafa víðtæka reynslu í lagnirigu háspennulína um hálendi. Hef ég hér einkum í huga frændur okkar Norðmenn, en um rannsóknir þeirra og athyglisverða reynslu lieyrði ég norskan veðurfræð- ing, Hákon Rastad, flytja merkt erindi á norrænum veðurfræðingafundi i Kaup- mannahöfn vorið 1963. Hann hefur og sent mér nokkrar greinar, sem liann hefur ritað um þetta cfni og leylt mér að vitna til og styðjast við í því, sem liér verður sagt um norskar aðstæður. Það er eins í Noregi og á íslandi, að alls staðar verður að gera ráð fyrir því, að nokkur ísing geti stöku sinnum myndazt á línum, en munur milli staða er í sannleika sagt gífurlegur. Sums staðar, eins og t. d. við Nesbyen í Hallingdal, nægir að gera ráð fyrir, að ísmagn á línum geti numið 2 til 3 kílógrömmum á hvern lengdarmetra. Annars staðar hefur hins vegar verið mælt og vegið tuttugu- falt og jafnvel allt að hundraðfalt rneira ísmagn. Á fjallinu Syningen skammt vestan við Nesbyen hefur ísing á línu t. d. mælzt 60 kg. á lengdarmetra í 1050 metra hæð yfir sjó. Miklu meira getur |)ó ísmagnið orðið, og fylgja til sanninda- merkis unt j)að tvær athyglisverðar myndir Jressari grein. Á mynd I, sem tekin er af háspennulínu í 1250 metra hæð á fjallinu Lönehorgi í Voss í Vestur-Noregi má sjá allt að 300 kg ísþunga á lengdarmetra. Mynd 2 var tekin lítið eitt neðar við sömu línu, og reyndist ísmagnið þar um 200 kg. á metra. Lýsa myndirnar betur en mörg orð, hve feikna mikið ísingarálagið getur orðið í fjalllendi, en hafa ber í huga, að samfara ísingunni getur geisað hvassviðri eða stormur. Vincl- áttin skiptir ])á að sjálfsögðu miklu máli, J)ví að ísing og vindálag verður miklu meira á línum, sem liggja Jrvert á vindstefnuna, en Jjeim sem liggja langs eftir henni. Áður en lengra er haldið, er rétt að gera grein fyrir, að ísingu á línum má skipta í tvo meginflokka eftir myndunarmáta, slydduísingu og J)oku- eða skýja- 54 ---- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.