Veðrið - 01.09.1971, Blaðsíða 14

Veðrið - 01.09.1971, Blaðsíða 14
ugglaust orðið 11 lil 12 stiga frost víða í Mýrdal. Léttskýjað var þessa daga nema 27. þá dreif nokkuð, að mestu í logni og varð um 20 s.m. jafnfallinn snjór, en reif mikið af nóttina eftir. Síðan kvaddi janúar með því að hitinn var kominn í 2 stig um kvöldið og liélzt hiti síðan í 4 til 8 stigum til 10. febrúar, oftast þessa daga voru skúrir eða smá- vegis slydduél og vindur oftast mjög hægur. Aðfaranótt 3. febr. gat tæpast talizt skúragangur, því þá rigndi þau fádæmi, að meira að segja miklaðist okkur Mýrdælingum. Urðu þá vatnavextir svo rniklir, að ég dreg í efa, að svo mikið liafi orðið í bergvatnsám í Mýrdal síðan haustið 1933. Lítt varð um skriðuföll en vegaskemmdir allmiklar t. d. gróf í suntlur veg- inn við Hvammsárbrúna og brúin á Deildá hrundi ofan í ána og endaði svo sína 37 ára þjónustu við vegfarendur. Þann 10. febr. fraus aftur og urðu næstu 0 dagar einir fegurstu vetrardagar, sem orðið getur, logn og lieiðríkja með 1 til 3 stiga næturfrosti, en oftast varð hitinn 2 til 3 stig um miðjan daginn. Kom síðan 1 dagur með lítilsháttar éljum en birti svo til altur og hitinn næstu daga ýmist rétt undir eða yfir frostmarki, en 22. feb. gekk til sunnan áttar og fór að rigna með 5 stiga hita og næstu vikur komst hitinn oft í 8 og 9 stig og hélzt svo til 14. marz. Nokkuð rigndi jrennan tíma og stundunt komu lítilsháttar slydduél svo gránaði á fjöll og nokkuð snjóaði í norðurheiðar en alltaf var hægviðri. 15. ntarz fraus altur og hélzt til 21. en stundum varð þó hiti á mæli og ekki varð meira en 4 stiga frost, þegar mest var, fyrstu dagana var bjartviðri en 20. og 21. snjóaði nokkuð. Um síðari daginn lief ég skráð þennan vitnisburð í dag- bókina. „Hvass norðaustan, mikil snjókoma um tíma, hiti -r-4 stig í morgun +1 í kvöld, versti dagurinn það sem af er vetri." Og nú kom að því, að vegir urðu lítt færir og í ár kæfði. Eftir þetta íhlaup fraus nú ekki aftur fyrr en 10. apríl, oftast var hitastigið frekar lágt, þetta 2 til 5 stig og stundum slydduél, þó var allt í 9 stiga hiti suma dagana og farin að koma klakaslit í valllendi sérstaklega í halla og varpar og nýlegar sléttur farnar að grænka. 10. apríl komst hitinn aftur niður fyrir frostmark að næturlagi og hélzt svo þessa daga, sem eftir voru af vetrinum, að flestar nætur varð 1 stigs frost en 5 til 10 stiga liiti á daginn og veturinn kvaddi með því að aðeins var hægt að segja, að saman frysi sumar og vetur, og varð það síðasta frostnóttin í byggð á vorinu, en eina nótt seint í maí fraus til fjalls og undir sólaruppkomuna féll allmikið hrím rösklega niður í miðjar hlíðar. I apríllok var orðinn mjög lítill klaki í jörð allt upp í 200 m. hæð. y. s. og tún að verða algræn yfir að líta ef jörð var rök. Síðasta apríl komst hitinn um tíma í 15 stig og það kvöld hef ég skráð eftir- farandi í dagbókina. „Nú éta ærnar ekki nærri fulla gjöf, enda gróður meiri en verið liefur á þessurn tíma i mörg ár.“ Frá 1. til 12. maí var veðurfari svo liáttað, að næturhiti var yfirleitt 7 til 8 stig en 10 til 11 á daginn. Þann 8. komst hitinn í 14 stig. Alltaf mátti kalla hæg- viðri og nærri daglegar skúrir er sáu nýgræðingnum fyrir næguni raka. Eftir 12. maí kólnaði nokkuð og út mánuðinn hélzt svipað veðurfar, oftast mik- 50 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.