Veðrið - 01.09.1971, Blaðsíða 29

Veðrið - 01.09.1971, Blaðsíða 29
má búast við þurrki næsta dag. — Nú má spyrja: Er þetta í samræmi við veðurfræðina eða er þetta hindurvitni? Svar: Þetta er ekki hindurvitni, heldur styðst við trausta reynslu. Skýringin er á þessa lund: Skýjaþykkni og úrkomubelti Ineyfast ásamt skilum sinum og lægðuni að jafnaði með meginstraumum loftsins frá vestri tii austurs. Og síðan fylgja góðviðrisbeltin eða heiðríkjusvæðin í háþrýstisvæðunum og hæðarhryggj- unum á eftir. Þess vegna rná búast við þurrkdegi, þégar skýjakápan er að hverfa austur yfir liiminhvolfið og sólin skín í gegnum skýjarof í vestrinu undir kvöldið og veldur blettaskini í austurfjöllunum. „Kvöldroðinn bætir, morgunroðinn vætir,“ segir ævafornt spakmæli. Það stenzt reynsluna af sömu ástæðum og reglan um blettaskinið á kvöldin. Þegar sólin roðar kvöldhimininn, skín hún um raufar milli skýja í vestrinu. Skýjaþykkni cr Jrá oftast gengið austur unt með skilum sínum eða lægðardragi. Daginn eftir má Jjyf búast við, að hæðarhryggur verði kominn yfir með sólskini og þurrki. Morgunroðinn myndast, þegar sólin skín um heiðríkjubletti í austri. Slíkar glufur eða rof í skýjunum hverfa oft, þegar á daginn líður, um leið og skýja- breiður og úrkomubakkar koma aðvífandi úr vesturátt og hella úr scr vætunni. I Austantórum Jóns Pálssonar (Rvík 1945, I. bls. 125) segir svo: „Frostrósirnar segja oss einnig, livort veður ler batnandi eða versnandi. Rósir Jjessar mynda oft langar og reglulegar liríslur á stofnum sínum. Snúi hríslurnar upp á við, fer ekki hjá því, að betra veður er í vændum, en séu þær óreglulegar og snúi niður á við, verður veðrið óstöðugra en áður var og oft verra." Þetta mun hafa verið haft lyrir satt um allt land. Nú hef ég ekki handbæra neina rannsókn á frostrósum né vissu fyrir J)ví, hvernig þær vaxa. Samt ætla ég að l'reistast til að leita skýringar á jákvæðu spágildi þeirra. í hverju herbergi er alltaf nokkur ósýnileg vatnsgufa, og það er hún, sem sezt á gluggana og myndar héluna. Séu engar sérstakar aðstæður fyrir hendi, svo sent vatn í pönnu eða gufa úr katli, má ætla að vatnsgufan sé jafnt dreifð um herbergið, og hélan á glugganum byrji að myndast Jjar á glugganum, sem frostið er harðast. \ nóttunni og í skammdeginu, Jregar kyrrt er vcður og heiðskírt eða léttskýjað, liggur kaldasta loftið neðst, og munar oft 2 til 5 stigum á metra. Þá er eðlilegt, að fyrsta hélan myndist neðst á glugga- rúðunum, og síðan vaxa héluhríslurnar upp á við. Á hinn bóginn verður frostið miklu jafnara, Jjegar lireyfir vind og loft er skýjað. Þá er jafnvel ívið kaldara ofar en neðar, svo að hélan byrjar Jrá oft að myndast efst á rúðunum og hrísl- urnar vaxa niður á við. En Jjað getur hver og einn sagt sér sjálfur, að þegar kyrrt er og heiðskírt má að jafnaði vænta betra veðurs heldur en Jregar skýjað er og nokkur vindur. Enn eitt dæmi um veðurmerki langar mig til að nefna. Þegar niðurinn frá Goðafossi berst langar leiðir og heyrist vel austur í Reykja- dal og á ýmsum bæjum vestan Fljótsheiðar, Jjykir það boða sunnanátt. I Islenzkum þjóðháttum Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili er skráð eftir lieimild Arnórs Sigurjónssonar Jjessi vísa, kveðin af Birni á Ingjaldsstöðum: VEÐRIÐ -- 65

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.