Veðrið - 01.09.1971, Qupperneq 5

Veðrið - 01.09.1971, Qupperneq 5
sem komið er. Raunverulegar langtímaspár marga mánuði eða jafnvel ár fram í tímann eru liins vegar yfirleitt taldar óraunhæfar með öllu. Dæmi eru þó til, að menn hafa hirt slíkar spár fyrir ákveðna veðurþætti eða t. d. hafís, og þá byggt þær á einhverjum einum þeirra mörgu þátta, sem koma við sögu. Eins og vænta má, hafa slíkir spádómar gefizt misjafnlega, en einkum þó illa, enda líkur á, að þeir bregðist fyrr eða síðar svo gersamlega, að þeir falli niður. Er varla von á öðru, þegar tekið er sérstöku ástfóstri við einstaka þætti, en augum jafnframt lokað fyrir öðrum ekki veigaminni. Má gera ráð fyrir, að forsenda þess, að lang- tímaspár gefi góða raun, sé þekking og skilningur á samverkan sem flestra þeirra þátta, sem áhrif hafa. Áður en lengra er haldið er rétt að skýra frá því, að lil eru spár, svonefndar „persistence“-spár, sem einfaldlega byggja á því að spá óbreyttu ástandi, livort sem um stutt eða löng spátímabil er að ræða. Á tímum lítilla breytinga í veðurfari, sent vissulega koma fyrir, gefast slíkar spár vel, en bregðast hins vegar algerlega, þegar verulegar breytingar verða. Þá fyrst hafa spár gildi að ráði, er iiryggi þeirra fer verulega fram úr öryggi „persistence"-spánna. Undirritaður hefur ekki farið dult tneð þá skoðun sína, að spár um hafís og hitafar heils vetrar á grundvelli hitastigs á Jan Mayen sumarið og haustið á undan geti aldrei orðið meira en ágizkun (reyndar stundum góð ágizkun, sbr. „persi- stence“-spár), þar eð ekki er tekið tillit til þeirra augljósu áhrifa, sem breytilegt veðurlag, vindar, hafstraumar og ástand sjávar hljóta að liafa. Gerði ég m. a. um þetta athugasemd á eftir erindi Páls Bergþórssonar á hafísráðstefnu í Reykja- vík 1969, og er hún birt í bókinni Hafísinn (Almenna bókafélagið, 1969). Tel ég hana enn í fullu gildi. Páll hefur undanfarin ár sent frá sér opinberlega hafís- spár með árangri, sem hann sjálfur hefur talið viðunandi. í desember 1971 birti hann spá um hafís vetur og vor 1972, þar sem spáð er hafís við strendur íslands, sambærilegum við hinn einstaka ísavetur 1967—1968, og auk þess köldu ári, einkum við Norðausturland. Sem betur fer eru nú litlar sem engar líkur á, að þessi spá rætist, jafnvel þótt einhver ís komi í vor. Janúar og febrúar 1972 hafa reynzt mun hlýrri en í meðalári, hafísbrúnin hefur verið fjarri ströndum lands- ins og mælingar fyrir norðan land í febrúarlok gefa til kynna, að sjór sé þar óvenjuhlýr og selta há. Hitaspár Páls 1—3 ár fram í tímann eru ekki síður djarfar en liafísspárnar, og forsendurnar eru enn sem fyrr einfaldar. Hann telnr, að liafstraumar flytji á 1—4 árum kulda frá Spitzbergen til íslands og að fylgni, sent ekki er óeðlilegt að sé einhver jtar á milli, réttlæti spá. Ekki er tekið tillit til jtess, að ýmislegt gæti á nokkrmn árum haft áhrif á sjóinn á leiðinni suður á bóginn, og enda Jrótt hann að lokum heimsæki e. t. v. norðausturströnd Islands, er hitt jafn víst, að unt suður-, vestur- og jafnvel norðurströnd landsins leika hafstraumar, sent koma af allt öðrum slóðum, og eru jjað greinar Irmingerstraums. Ætla mætti, að áhrifa Jjeirra gætti einnig að nokkru. Ohætt er að fullyrða, að Veðurstofa Islands og veðurstofur í nálægum löndum liefðu þegar tekið upp spár til langs tíma, ef talið væri, að unnt væri að gera Jjær með Jieirri lágmarksnákvæmni, sem krefjast verður. Tel ég, að ríkjandi VEÐRIÐ — 41

x

Veðrið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.