Veðrið - 01.09.1971, Blaðsíða 4

Veðrið - 01.09.1971, Blaðsíða 4
sem eru í förum á hel/.tu siglingaleiðum á N-Atlantshafi. Sú ástæffa, senr veiga- mest er í bili a. m. k. er þó, að sum skipanna, sem notuð hafa verið um árabil eru nú orðin úr sér gengin og engar 1/kur á, að jafnmörg ný skip verði byggð í þeirra stað. Frá því á miðju síðastliðnu ári hafa t. d. aðeins 9 skip verið starf- rækt á þeim fimm stöðvum, ,,Alfa“, Indía", „Juliet", „Kíló“ og „Metró” sem Evrópuþjóðir annast, í stað 10 áður, og var sú vöntun látin bitna eingöngu á stöð „Alfa“, þannig að þar er nú skip í 24 daga í senn, en síðan ekkert í næstu 24 daga. Nú hafa þessar þjóðir, sem eru Bretar, Frakkar, Hollendingar og Norðmenn gert sameiginleg drög að starfsáætlun veðurskipanna fram til 1975. Er þar reiknað með óbreyttu ástandi frá því sem nú er, en heltist hins vegar eitt skip til viðbótar úr lestinni, sem miklar líkur eru á, að verði, er lagt til, að stöð „Alfa“ verði algerlega lögð niður. í drögunum kemur fram, sent eðlilegt er, að þessar þjóðir halda fyrst og fremst fram sínum hlut og vilja ógjarnan missa þær stöðvar, sem koma þeim að mestu gagni. Fáum verður hins vegar hugsað til 200.000 eyjaskeggja langt úti á Atlantshafi. Hvað við tekur eftir 1975 veit eng- inn, en ef til vill verða Jjá í'leiri veðurskip lögð niður. Ekki Jtarf að eyða mörgum orðum að [iví, hversu mikið áfall það er fyrir Veð- urstofu íslands, að veðurskipið „Alfa“ hverlur af sjónarsviðinu að hálfu eða öllu leyti. Telur undirritaður, að þá sé stigið stórt skref afturábak, sem koma muni fram í óöruggari veðurspám, og er víst, að ný hjálpargögn, svo sent síbátn- andi myndir frá gervihnöttum, geta ekki nema að litlu leyti komið Jrar í staðinn. Verður Jiá að íhuga, hvort Islendingar hafi sjálfir Itolmagn til að starfrækja veðurdufl á Grænlandshafi, eða gera út eigið veðurskip með fjárhagsjrátttöku ná- grannaríkja. Hingað til liefur slíkt þótt fráleitt vegna kostnaðarins, en benda má á, að ísland leggur fram 6000 sterlingspund árlega vegna veðurskipanna, og einnig höfum við efni á, og teljum reyndar sjálfsagt að halda úti 3—4 rannsókn- arskipum til fiski- og hafrannsókna. Ættum við |kí síður að hafa efni á, að sjávarútvegur, landbúnaður og flugsamgöngur njóti áfram jafngóðrar veður- Jrjónustu og verið hefur um skeið? Veðurspár til langs tíma. Enda Jjótt sumar veðurstiiðvar kunni að vera mikilvægari en aðrar, eins og fram kemur hér að framan, breytir Jiað engu um það, að almennar veðurspár byggja á veðurathugunum frá fjölda stöðva á landi og sjó. Hugleiðingar, sent birtust í Jtessum Jjætti í síðasta hefti um langtímaspár fyrir ísland, byggðar ein- ungis á hitastigi á Jan Mayen og Spit/bergen kunna því að koma nokkuð spánskt fyrir sjónir og gefa tilefni til nokkurra athugasemda. Breytingar á veðurfari eru háðar fjölbreytilegum veðurfræði- og haffræðiþátt- um, og hefur ekki enn tekizt að setja fram heillegar kenningar, sem skýrt gætu til lullnustu stórar og smáar veðurfarssveiflur, sem orðið hafa. Af þessum sökum hefur heldur ekki verið talinn grundvöllur fyrir veðurspár til langs tíma, sem treysta mætti verulega á. Reyndar gefa sumar veðurstofur út mjög lauslegar horfur nokkrar vikur fram í tímann, en mjög er árangur Jteirra umdeildur enn 40 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.