Veðrið - 01.09.1971, Blaðsíða 7

Veðrið - 01.09.1971, Blaðsíða 7
Fyrir skömmu ga£ Veðurstofan út skýrslu, sem nefnist „Hafís við strendur ís- lands“. Er þar gerð ítarleg grein l'yrir hafísfregnum tímabilið október 1968 — september 1969, bæði á íslenzku og ensku. Mun skýrslan vera 1. hefti í fram- haldi af þeim liafisskýrslum, sem áður birtust árlega í tímaritinu „Jökull". Hefur Eiríkur Sigurðsson að mestu unnið að gerð hennar að þessu sinni. Markús Á. Einarsson. HLYNUR SIGTRYGGSSON: Flóð í Þjórsá og Hvítá Varla þarf að minna á, live veðrátta er umhleypingasöm hér á landi, sérstaklega að vetrarlagi. Frostatímabil nteð snjókomu og byljum skiptast einatt á við lilý- indakafla með asahlákum og stórrigningum. Engan þarf þess vegna að undra, þótt afrennslisvatn, sem kemur í ár landsins, sé misjafnt að vöxtum, enda er sú reyndin. Flóð í ám eru þess vegna alltíð. Sé litið á þau hlutfallslega við meðalrennsli ánna, geta þau orðið mest í smáám, sem stafar meðal annars af því, að aftakarigning er oftast takmörkuð við lítið svæði, en nær ekki með öllu sínu oflorsi yfir vatnasvæði stórfljóta. Hins vegar verður heildar- vatnsmagn og rennsli flóðanna í stórfljótunum mest að vöxtum. Þannig hafa flóð af vatnasvæðum, sem eru innan við 10 ferkílómetra, rnælzt milli sex og sjö teningsmetrar á sekúndu af liverjum ferkílómetra, en flóð af 1000 ferkílómetra vatnasvæði hafa vart reynzt meiri en einn teningsmetri á sekúndu af hverjum ferkílómetra. Hins vegar hefir rennslið af stórum vatnasvæðum numið allt upp í 3000 m3/sek, sem er auðvitað miklu meira en lítil vatnasvæði geta skilað. Þótt mikil flóð hafi orðið í flestum ám um allt land, öðrum en lindaám, verður hér mest rætt um flóð í tveimur stórám sunnanlands, Hvítá (Ölfusá) og Þjórsá. Flóð í Hvítá eru öllu þekktari, þau koma oftar og eru meiri að tiltölu. Þjórsár- flóð eru reyndar líka mikil að vatnsmagni, en þau breiðast að jafnaði varla eins yíir árbakka og Hvítárflóðin, og eru því síður áberandi. Hvítárflóða er að nokkru getið í annálum, alls um sex sinnum frá 1336 til 1889. Hundruð hesta og nauta fórust í nágrenni Skálholts 1336 og árið 1779 voru svo mikil flóð, að vatn úr Þjórsá og Hvítá rann saman á Skeiðum. Mesta Hvítárflóð, sem komið hefir síðustu áratugi mun hafa verið árið 1930. Ekki var það þó svo mikið, að vatn rynni saman úr Hvítá og Þjórsá, svo líklega hefir flóðið 1779 verið eitthvað meira. Hámark flóðsins 1930 var merkt á húsvegg á bænum Norðurgarði á Skeiðum og síðan hefir flóðahæð mestu Hvítárflóða verið mæid þar. Ekkert þeirra hefir náð liærra. Þjórsárflóða er ekki getið í annálum. VEÐRIÐ --- 43

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.