Veðrið - 01.09.1971, Blaðsíða 16

Veðrið - 01.09.1971, Blaðsíða 16
mun slíkt ckki algengt Iiér. ltins og ég gat í upphafi einkenndist sumarið af hirtu og blíðviðri, logn óvenju mikil og víðast í Mýrdal hvessti aldrei svo að kartöflugras skemmdist né heystrá drægi úr flekk. Þegar búið er að líta yl'ir veðurblíðu vetrar, vors og sumars, er það eðlilegt framhald að Jiuga að hvernig slíkt Jiefur verkað á jarðargróður og búfénað. Um jarðargróður er þetta liið lielzta. Varla var hægt að segja, að grænku- litur liyrfi í fyrravetur af velræktuðum túnum. Mjög snemma tók að gróa og lítilsháttar köl sent Jtér voru i túnum frá vetrinunt ‘69 til ‘70 jöfnuðu sig nú alveg. í maílok var útliagi og Jtið lægra af lteiðunum orðið rnjög fallega gróið, en fyrir ofan 300 m. y. s. var enn mikill snjór í iillum lægðum og skjólstæðum. Tún litu óvenju vel út. í júní spratt frekar hægt því jörð var orðin alltof þurr, en þegar júlí kom með vætuna spratt svo ört, að þegar aftur þornaði til um miðjan mánuðinn var gras á túnunum og reyndar öllu valllendi orðið svo mikið, að varla mun slíkt hafa sézt hér áður, enda hey nú með eindæmum mikið i Mýrdal. Mýrlendi bæði á heiðum og láglendi var snöggt og sannaðist þar það sem gömlu bændurnir sögðu, „að mýri sprytti aldrei vel eftir frostleysisvetra." Kartöflur spruttu fljótt og vel, það sem ég setti niður 24. maí byrjaði ég að taka upp 6. ágúst mjög fallegt. Vöxlur trjáa varð meiri í sumar en verið hefur síðustu 20 árin. En ])að sem mest var áberandi með allan gróður var, hvað allar blómplöntur blómstruðu snemma og mikið eins hversu litur blóma var sterkur og fagur, sérstaklega var mjög áberandi, hvað litur var dökkrauður á öllum plöntum, sem bera rauð blóm. Ahrif veðurblíðunnar og góðrar sprettu kontu fram á búfénaði með miklum afurðum, kýr mjólkuðu með bezta móti í sumar og dilkar skiluðu víðast mun þyngri föllum í haust en verið hefur undanfarin haust, og ærnar vænar. Ekki er hægt að ljúka svo umsögn um sumarið, að ekki sé minnzt á skjólvegg okkar Mýrdælinga, jökulinn, árnar hans voru í miklu fjöri í sumar og þó skrið- jöklarnir eins og t. d. Sólheimajökull hafi gengið nokkuð fram hefur þiðnað svo rnikið sunnan í Mýrdalsjökli, að all margir kletta vöðlar stóðu ujjp úr ishell- unni í haust, sem ekki hafa fyrr sézt það sem af er þessari öld. Þetta eru eftirmæli nýliðins sumars að mestum liluta samtíningur úr dagbók minni og því ekki sem liprast til aflestrar. SlirifaÖ að Skammadalshnli Mýrdal i fyrstu xietrarviku 1971. 52 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.