Veðrið - 01.09.1971, Blaðsíða 12

Veðrið - 01.09.1971, Blaðsíða 12
fara út af því, og séu liá fjöll skjólmegin svæðisins, er þetta bil að sjálfsögðu miklu jírengra. Líkingin segir í aðalatriðum, hve mikið vatnsmagn loftið verður að skilja eftir yfir svæðinu, og þetta vatnsmagn fellur sem úrkoma. Alla þá Jrætti, sem nefndir eru í líkingunni, má mæla eða áætla, með mismunandi nákvæmni ])ó, og reikna þannig út staðbundna úrkomu. Úrkomu, sem stafar frá skilum er verra við að eiga, hana verður að áætla eftir aðstæðum hverju sinni. Af jrví, sem hér er sagt, má sjá, að möguleikar eru fyrir hendi um að áætla úr- komumagn í ýmsum tilfellum. Veðurbreytingarnar, sem eru undanfari flóðanna, og lýst var liér að framan, eru oftast fremur liægfara, og því hægt að sjá jjær fyrir með sólarhrings fyrirvara að minnsta kosti. Nokkuð styttri fyrirvara þarf um önnur atriði, sem byggja Jrarf spána á. Með fljótvirkum reikningsaðferðum gæti jjv/ úrkonui- og flóðaspá legið fyrir með hæfilegum fyrirvara. Og aðferðin er að sjálfsögðu ekki takmörkuð við jiau svæði, sem hér liefir mest verið talað um, henni má að sjálfsögðu beita til dæmis á vatnasvæði Hvítár í Borgarfirði og önnur stór vatnasvið eftir þörfum. Athugasemd í erindi á Hafísráðstefnunni 1969, sem prentað er í bókinni Hafísinn, bls. 50—69 (Alm. bókafél. 1969) rökstuddi ég annarsvegar jiað, sem áður var álitið, að hafískomur liér væru tíðari og meiri á köldum veðráttuskeiðum en lilýjum. í annan stað taldi ég, að höfuðorsök hinnar einstöku ískomu væru vestlægir, einkum suðvestlægir vindakaflar, sem stæðu minnst viku til 10 daga. Ofarlega á bls. 62 í Hafísnum stendur t. d. „Af áðurgreindu er það alveg ljóst, að staðbundn- ar orsakir á svæðinu milli Islands og Jan Mayen, þ. e. fyrst og fremst stormar, raska hinum reglulega straumi íssins til suðvesturs og flytja hann á stuttum tíma, viku eða 10 dögum, upp að landinu". Ofarlega á bls. 64 stendur jiessi skýring á fskomu í B-flokki, sem ég kalla svo: „Vestlægir stormar eða langvarandi suðvest- anátt á svæðinu milli íslands, Grænlands og Jan Mayen færir ísröndina austur með Norðurlandi og sér í lagi tætir svo vindur úr jaðri meginíssins og flytur gisið ísrek upp að miklum hluta Norðurlands. Við ströndina jiéltist Jressi gisni ís og getur myndað samfellda landfasta breiðu". Og loks í ályktunarorðum á bls. 68 stendur: „4. Hver ískoma orsakast að verulegu leyti af sérstökum veðurskilyrð- um nærri Islandi". Mér þykir það því heldur ónákvæm, og varla hlutlaus tilvitnun í erindi mitt, þegar Páll Bergþórsson segir eftirfarandi í Veðrinu, 1. hefti, 1971, bls. 5: „... á hafísráðstefnu í Reykjavík 1969, hafði Trausti Einarsson prófessor gert sér jiá hugmynd, að það væru hinir síbreytilegu vindar frd tlcgi lil dags (leturbreyting 48 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.