Veðrið - 01.09.1971, Blaðsíða 11

Veðrið - 01.09.1971, Blaðsíða 11
þetta, en hún sýnir þverskurð landslags og loftmassa frá Eldhrauni norðvestur til Þórisvatns og Þjórsár. A henni sézt, livernig heita loftið heldur áfram að lyftast upp skilin eftir að hálendinu sleppir, í stað þess að streyma niður hlíðarnar skjólmegin fjallanna, eins og annars hefði orðið. Vegna þessarar lyftingar lieldur áfram að rigna í skjólinu, þar sem annars iiefði verið úrkomulaust að kalla. Svo vill til, að það er fremur auðvelt að gera tölulegt mat á væntanlegri úr- koniu vindmegin fjalla. Andrúmsloftið heldur í sér takmörkuðu rakamagni, mestu í hinum lægri loftlögum, sent eru þéttust og hlýjust, en því minna, sem ofar dregur, þar sem loftið þynnist og kólnar. Þess vegna er hægt að reikna út með allmikilli nákvæmni, hver sé mesta úrkoma, sem möguleikar eru á, að falli úr tilteknu, rakamettuðu loftlagi. Síðan verður að reikna eftir staðháttum, hver hin raunverulega úrkoma mundi verða. Fer þá úrkoman aðallega eftir liæð fjallanna, sem loftið þarf að lyftast yfir, vatnsmagninu, sem fyrir er í loftinu, og hve hratt það berst að fjallshlíðinni, eða, með öðrum orðum, liver vindhraðinn er yfir fjallið. Líkingin, sem notuð er til þessa reiknings lítur þannig út: VD / Api R = -------( Wi _ iíi- W2 y \ Ap2 Hér táknar R úrkomuna á athugunarsvæðinu á tímabilinu D, V er vindhrað- inn talinn langs eftir svæðinu, Wi er miiguleg úrkoma reiknuð vindmegin svæðisins, en W2 skjólmegin Jiess, Ap 1 er loftþrýstingsbilið (eða liæðarbilið), sem loftið liefir til að fara inn á svæðið, en Aps sama bil, sem loftið hefir tii að 2. mynd. Þversliurður landslags og loftmassa frá Eldhrauni til Þjórsár. VEÐRIÐ 47

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.