Veðrið - 01.09.1971, Blaðsíða 23

Veðrið - 01.09.1971, Blaðsíða 23
skaflar. Sumir fjallvegir tepptust, bátur sökk í Haganesvík, og víöar urðu smá- skaðar af viildum hvassviðris. Júni. Fyrsta vikan eða svo var lilý með lítilsháttar vætu, en síðan kólnaði nokk- uð og gerði þurrkatíð með eindæmum. Tók nú fyrir sprettu. Hélzt það veðurlag í liálfan mánuð. Síðustu vikuna var áttin norðaustlæg og nokkuð úrkomusamt á Norður- og Norðausturlandi, en þar var þá of kali til að fjörkippur kæmi í gróð- urinn. Mánuðurinn í heild var hægviðrasamur, sólríkur og hagstæður til allra útistarfa. Urkomumagnið var víða ákaflega lítið, nema helzt á Norður- og Norðaustur- landi. I Reykjavík var júníúrkoman nú minni en áður er vitað. Eru þó til úr- komumælingar þaðan frá 75 árum. Júli. Júlí var mjög hægviðrasamur og góðtir til lands og sjávar. Fyrri helminginn var væta annað slagið og góð sprettutíð, en síðan kom þurrkakafli um allt land, að að vísu nokkuð mislangur. Náðust þá mikil og góð hey. Sunnan lands fór að verða nokkuð skúrasælt upp úr 20. og síðar byrjaði að rigna, en þá var sláttur þar mjög vel á veg kontinn. Norðan lands byrjaði sláttur ekki almennt fyrr en upp úr 20., en þar var þurr- viðrasamt og góð heyskapartíð allan síðari hluta júlímánaðar. Ágúst. Áttin í mánuðinum var breytileg, svo og veðrið. Þegar á heildina er litið verður ágúst að teljast hagstæður og veðurgóður. Fram til 20. eða lengur var góð heyskapartíð á Norður- og einnig víðast livar á Austurlandi. Þann 25. var vaxandi lægð á hreyfingu austur með suðurströndinni. Dagana 26. og 27. olli Jressi lægð norðan vonzkuveðri á Norður- og Austurlandi. Var hæði óvenju hvasst og mikil úrkoma. Snjóaði til fjalla, en á láglendi var ýmist slydda eða rigning. Síma- og raf- magnslínur slitnuðu í Mývatnssveit og talsverðir fjárskaðar urðu á afréttum á norð- austanverðu landinu. Á Suður- og Vesturlandi var yfirleitt talin sæmileg heyskapartíð frant undir miðjan mánuð en síðan léleg. September. September var hægviðrasamur, en áttin var mjög breytileg og úr- komudagar margir. Hins vegar var heildarúrkoman nálægt meðallagi og sömu- leiðis hitinn. Hann fékk góð eftirmæli frá veðurathugunarmönnum um allt land, talinn fremur liagstæður til lands og sjávar. Hit.i, "C. (í sviguni fyrir ncðan meðallagið 1931—1960) April Maí Júní Júlí Ágúst Sept. Reykjavík 3.8 6.8 9.6 11.2 10.3 8.2 (3.1) (6.9) (9.5) (11.2) (10.8) (8.6) Akureyri 1.5 5.9 8.2 10.0 9.4 6.8 (1.7) (6.3) (9.3) (10.9) (10.3) (7.8) Höfn 3.2 7.1 7.9 10.4 9.2 7.2 Hólar (3-0) (6.5) (9.3) (10.9) (10.4) (8.2) VEÐRIÐ — 59

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.