Veðrið - 01.09.1971, Blaðsíða 20

Veðrið - 01.09.1971, Blaðsíða 20
og I livaða vindátt einkuni er hætta á, að hún myndist. Hún er yfirleitt mjög staðbundin og stendur sjaldan lengi, enda oftast vægt frost og hlýnandi vcður, jiegar hennar gætir. Það kemur jní ekki á óvart, að samkvæmt reynslu Norð- manna á meginhlutinn af ísingarvandamáli jreirra rætur að rekja til skýjaísingar. Mjög er jjví mikilsvert, að rannsóknir og samstarf norskra veðurfræðinga og verk- fræðinga hefur leitt til jjeirrar hagnýtu niðurstöðu, að mjög oft er hægt að velja línuleið þannig, að lítil ísing myndist á línum, Jjótt mikil skýjalsing geti verið I næsta nágrenni. Tilraunir og reynsla Iiafa sem sagt leitt I ljós, að sé lína lögð í vari fyrir ísingarátt, þannig að um það bil 50 metrum hærra land sé áveðurs, þá liggja ský yfirleitt ekki niðri á línunni, og ísingarhættan liverfur að mestu eða minnkar til mikilla muna. Ýmsar mælingar og athuganir eru jiessu til staðfestingar, en ég læt nægja að tilfæra hér eitt dæmi úr greinum Rástad. Á siðari lieims- styrjaldarárunum var byggð mikilvæg liáspennulína milli Rjukan og Hærþya, sem lá hæst I 1280 metra hæð skammt frá Gaustadtoppen og naut jiar ekki vars fyrir ísingarátt. Mikil ísingarvandræði voru að kalla árviss á nokkurra kíló- metra kafla á þessari línu, og var jiví ráðizt I að byggja hliðarlínu. Hún liggur aðeins 48 metrum lægra en eldri línan og mesta fjarlægð er 340 metrar, en vegna meira vars gætir tiltölulega lítillar ísingar, og nýja línan er eftir um tveggja ára- tuga reynslu talin hafa 100% rekstraröryggi. Þess er svo að geta til viðbótar, að vegna minni ísingar mun hafa verið liægt að gera síðari línuna ódýrari en ]>á fyrri. Ekki Jjarf að orðlengja, að á grundvelli {icssarar reynslu og rannsókna, liafa verið byggðar margar háspennulínur um hálendi Noregs og mcð mjög góðum ár- angri. Með gaumgæfilegri athugun á kortum og landslagi og nánu samstarfi veð- urfræðinga og verkfræðinga við lagningu hverrar línu, tekst oft að finna nægjanlegt var í hættulegustu vindáttum. Sakast þá enginn um, þótt línur verði lítið eitt lilykkjóttari, en tæknimenn hefðu ella talið æskilegt, enda eru þær nánast þræddar um Iandslagið framhjá líklegum hættustöðum. Stundum er þó á köflum ekkert var að fá, og er jiá ekki um annað að ræða en byggja sérstaklega traustar og jiá jafnframt mjög dýrar línur á jjessum stöðum. Hverfum Jjá að lokum aftur til Islands og lnigleiðum lítið eitt hugsanleg linustæði yfir hálendið með tilliti til reynslu Norðmanna. Á Kjalsvæðinu sjálfu virðist víðast auðvelt að finna tiltölulega gott línustæði I vari af liærri fjöllum, og ísingarhætta ætti Jjví ekki að vakla sérlega miklum erfiðleikum eins og staðfest er af reynslunni frá Hveravöllum. Helzt virðist geta verið hætta á verulegri ísingu I norðvestlægri vindátt á Litlasandi og á nálægum slóðum, en um hann lægi línan, ef farið væri niður I Gilhagadal eða Svartárdal I Skagafirði. Minni væri Isingarhættan sennilega, ef farið væri niður Mælifellsdal, enda lægi línan þá lægra og I meira vari. Frá Búrfellsvirkjun virð- ist við lauslega athugun á kortum unnt að finna allgóða leið á Kjalsvæðið vestan við Heljarkinn og Geldingarfell, og sæmileg leið virðist einnig frá Sigöldu við Tungnaá sunnan við Rjúpnafell suður af Kerlingarfjöllum. Á báðurn þessum leið- um kynni Jjó var sums staðar að vera af dálítið skornum skammti I suðvestlægri vindátt, sem jjví gæti reynzt varasöm um háveturinn. 56 ---- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.