Veðrið - 01.09.1971, Blaðsíða 13
mín), sem réðu langméstu um það, hvort hér yrði isár eða ekki.“ Hitt skal ég láta
öðrum eftir að dæma um, hvort ísleysið og vindstaðan í vetur styðji skoðun mína
eða ekki.
Um gagnrýni mína á grundvellinum að ísaspám Páls (sbr. Hafísinn, bls. 201—
202) segir hann á sömu bls. í Veðrinu, að málflutningur minn hafi hnigið mjög
að Jrví, að hann „væri fúskari í faginu“. Síðar segir: „að auðveldara er að koma
óorði á sér yngri vísindamann, en að bera af sér slíkar ásakanir."
Um fyrra atriðið er það að segja, að ég notaði aldrei orðið fúsk eða fi'iskari. í
síðari tilvitnuninni sýnist mér vera gefið í skyn, að Páll liafi verið of ungur til
að sanngjarnt væri að ætlast til fræðilegrar varnar af honum gegn fræðilegri
gagnrýni. En Páll var 45 ára á ráðstefnunni (sbr. ísl. samtíðarmenn) og væri
fróðlegt að vita Jivenær hann telur sig hafa náð þeim aldri, að t. d. ég megi
beina til hans fræðilegri gagnrýni, án Jiess að hann telji slíkt ósæmilegt.
10. marz 1972
Trausti Einarsson.
EINAli H, EINARSSON:
Eftirmæli sumarsins 1971
Nú er liðið sumarið 1971, sent lengi mun í minnum haft fyrir eindæma veður-
blíðu, sólskin og óvenjumikinn þroska á öllum gróðri. Ekki teljum við, sent búnir
eru, eða erum að ljúka sjötta áratugnum, að við höfum minni fyrir öðru blíð-
viðrasamara sumri á okkar ævi, liér í Mýrdal.
Ekki er liægt að ræða um veðurfar sumarsins án Jress að geta Jiess, livernig
búið var í haginn fyrir Jjað frá vetrinum. Varla var hægt að segja, að neinn vetur
væri í Mýrdalnum frá áramótum og átti hann nokkra sérstöðu með Jtað, Jjótt víð-
ast væri hægt að kalla veturinn góðan.
Árið 1971 heilsaði með hægri norðvestan átt, bjartviðri og 1 til 4 stiga hita. 3.
jan. tók að kólna og undir miðnætti 4. varð frostið 8 stig,1) en Jjann 6. var
aftur kominn 4 stiga hiti og 11. jan. komst hitinn í 8 stig, 16. jan. kólnaði aftur
en ekki hélzt það lrost nema 5 daga og 19. jan. varð það harðast 8 stig um 23.
21. jan. varð aftur liiti á mæli og slóð svo til 26. en Jjá fraus aftur og 29. jan.
varð frostið hér 9 stig um miðnættið. I’á varð norðan strekkingur og liefur því
1) Þegar vitnað cr í hitastig cr miðað við mælingar liér á Skammadalshóli, cn cftir vindátt getur
nokkru munað hér cða á Loftsölum, cérstaklcga cr oft hcldur kaldara þar í vcstan og norðan átt.
VEÐRIÐ -- 49