Veðrið - 01.09.1971, Blaðsíða 26
úr háaustri. Hinn 26. til 29. var vindur oftast hægur á norÖan, en síðasta daginn
andaði af suðri og hlýnaði.
Hiti maímánaðar var við meðallag næst jörðu, en ofar var hann aðeins lægri
en það, svo að til jafnaðar munaði 0,2 stigum i neðstu tveim kílómetrunum.
Þegar litið er á hitaritin, sést, að hitinn er tillölulega hærri fyrri hluta mánað-
arins en liinn seinni. Sterk sunnan átt stóð þó aldrei lengi í einu, heldur var
suðvestlæg átt algengust. Þó var vindur á suðaustan og austan í annarri vik-
unni, enda var Jtá hlýjasti kaflinn í mánuðinum. Dagana 25. til 27. gekk norðan
kuldakast yfir landið. Þá snjóaði norðanlands, og í 500 metra liæð yfir sjávar-
máli við Reykjanesskaga kom síðasta frostið á vorinu. Fyrsta frostið í haust í
sömu hæð gerði hinn 22. september. Miðað við það, hefur lengd sumarsins í sum-
ar verið aðeins 17 vikur, en Jtað er hálfri annarri viku styttra en meðallengd
sumranna 1954—63. Síðustu fjóra daga mánaðarins var hlýrra, en Jjá barst til
landsins loft frá liafinu suðaustur undan.
I júní var hitinn við jörð 9,2 stig, eða 0,6 stigum undir meðallagi mánaðarins
á árunum 1954—63. Uppi í 1000 m hæð var hitinn hins vegar hálfu stigi hærri
en meðaltalið, og í 1500 m hæð var heilu stigi hlýrra en í nteðallagi. Fyrstu dag-
ana var vindur á suðaustan eða sunnan og flutti með sér loft frá hafinu vestur
af Bretlandseyjum. Dagana 4. til 9. staðnæmdist hæð skammt suðvestur af land-
inu, svo að þá var vindur hægur á vestan. Næst jörðu barst Jjví inn yfir Reykja-
nesskagann loft, sem svalur sjórinn hafði kælt verulega. Hins vegar lá ofar loft,
sem var ntun hlýrra, en hita sinn hafði það fengið við að síga niður um nokkur
hundruð metra. Slíkt niðursig, sem hitar og þurrkar loftið, vcrður að jafnaði
nálægt hæðarmiðjum og veldur þeim þurrkum, sem háþrýstisvæði eru Jjekkt
fyrir. Af Jjessari ástæðu eru heimilisloftvogir merktar þannig, að Jjegar loftþrýst-
ingur er hár, er nálin látin benda á bjartviðri eða eitthvað orð, sem merkir Jjað
sama. Orsök Jjess, að loftið sígur niður í hájjrýstisvæðunum, er sú, að næst jörðu,
Jjar sem viðnámsins við yfirborðið gætir, flæðir loftið nokkuð út á við frá hæð-
armiðjunni í liringrás sinni kring um liana. í stað Jjessa lofts, sem burtu leitar
neðst, sígur niður loft að ofan í staðinn.
I lægðum er Jjetta öfugt. Þar streymir loft inn í átt að lægðarmiðjunni næst
jijrðu. Þetta loft Jjjappast ekki saman, heldur er Jjvingað til að leita upp á við,
en urn leið kólnar Jjað, og nokkuð af loftrakanum í Jjví þéttist í dropa, sem
mynda skýjabólstra eða fláka, og úrkomuhætta vex. Uppstreymi af Jjessari or-
sök er m. a. ástæða Jjcss, að vætusamt verður Jjar sent lægðir eru á ferðinni.
Á hitaritunum sést, að umrædda daga í júní hefur lengstum verið hlýrra i
1500 en 500 metra hæð, ]j. e. liitahvörf hafa verið þarna á milli. Undantekning
er Jjó Jjann 7. Þá hafa liitahvörfin legið fyrir neðan 500 metra hæð. Hinn 10.
er hæðin komin vestur yfir Grænland, og svalara loft sækir fram úr norðri. Og i
lok annarrar vikunnar kólnar enn. Heita mátti, að norðlæg átt væri einráð
í rúmlega hálfan mánuð. Allan Jjennan tíma var kalt norðan lands. Gróðri
fór Jjar litið fram og sums staðar ekkert. Sauðgróður var Jjó nægur, Jjví að hann
var kominn áður, í hlýindunum í maí og fyrstu dagana í júní.
I júlí var meðalhitinn 0,3 stigum undir meðallagi í neðstu tveim kílómetrunum.
62 — VEÐRIÐ