Veðrið - 01.09.1971, Blaðsíða 9

Veðrið - 01.09.1971, Blaðsíða 9
um atriðum. Fáum dægrum áður en flóðiu liefjast, myndast mikið háþrýstisvæði yfir Vestur-Evrópu, Bretlandi eða, í einstaka tilfellum, á Skandinavíuskaga sunnanverðum eða færist inn á þessi svæði. Þetta háþrýstisvæði beinir hlýjunt og rökum loftstraumi sunnan úr höfurn að landinu. Oftast á loftmassinn upptök sín á svæðinu í grennd við A/oreyjar. Þegar hann kemur upp að suðurströnd- inni, er hann oft 8—10 stiga heitur, jtví nær rakamettaður, daggarmark 0—1 stigi lægra en hiti, vindstyrkurinn 6—9 vindstig (25—40 hnútar við sjávarmál). Að austan takmarkast sunnanáttin af kyrrviðri hæðarinnar, en að vestan af skilum, sem liggja gjarnan nærri norður og suður því nær samhliða heita straumnum og færast Iítið úr stað, eða rnjög hægt austur á bóginn. Oft liggja skilin sunnan að upp að Hvarfi eða á sunnanvert Grænlandshaf, og þaðan norður lyrir land yfir á Dumbshaf í grennd við Jan Mayen. Oft fara lægðarbylgjur norður eftir skil- unum, stundum hver á eftir annarri. Flytja þær stundum skilin inn yfir landið, þau komast þá stundum talsvert langt austur á landið sent kuldaskil, en snúa einatt við aftur og færast vestur á bóginn sem hitaskil undan lægðarbylgju, sem kemur sunnan að. Rignir þá oft rnikið á undan bylgjunni, en annars er úrkoma i hlýja loftinu staðbundin vindmegin fjalla, eða stundum í frekar illa skilgrein- anlegum regnsvæðum í straumnum. Á rúrnsjó er að jafnaði lítil úrkoma í hlýja loftstraumnum, nema þá þokusúld. Rigningarkaflanum lýkur oftast á þann hátt, að ein af lægðarbylgjunum dýpkar svo mikið fyrir norðan land, að hún rekur skilin austur af landinu, og kaldur útsynningur fylgir á eftir, enda hefir liæðin yfir Vestur-Evrópu þá oftast látið eitthvað undan síga. ()11 Olfusárflóðin, sem að framan eru talin, hafa orðið í veðurlagi, eins og jtví sem hér hefir verið lýst. Vatnasvæði Ölfusár er líka mjög opið fyrir sunnanátt, og þegar aðstæður eru, eins og að framan er lýst fer saman stórrigning og leysing upp í 1400—1700 metra liæð, eða jafnvel meira. Allgott dærni um veður af þessu tagi er að finna dagana 27. og 28. febrúar 1968. Vindur var þá yfirleitt suðlægur, Jtótt stundum hallaðist liann dálítið til suðsuð- vesturs, sterkur (40—50 hnútar við jörð, áætlaður urn 75 hnútar í ca 500 metra hæð) rakur og hlýr, daggarmark og liiti 7—8° við yfirborð, en daggarmarkið Jjó ívið lægra en hitinn. Urkoma var mikil á Suðurlandi og allt norður á Hveravelli, einkurn Jrann 28. Á stöðvunum á Suðurlandsundirlendi og Vestur-Skaftafells- sýslu varð sólarhringsúrkoman 30—80 millimetrar, en 143 mm á Hveravöllunt. Mikið flóð kom í Hvítá og Ölfusá, enda liggja vatnasvæði þeirra opin lyrir suðlægri átt. Öðru máli gegnir um Þjórsársvæðið. Mýrdalsjökull, Vatnajökull og fjalllendið milli jieirra loka Jrví að miklu leyti fyrir suðaustlægri og suðlægri átt, enda virðist rigna meira í Skaftártungum og fjallgörðunum ]>ar norður af en á Þjórsársvæðinu sjálfu, sem virðist vera tiltölulega þurrviðrasamt miðað við næsta umhverfi (jökl- ar á Þjórsársvæðinu eru hér undanskildir). Sérstiik skilyrði Jtarf að uppfylla til að mikil úrkoma sé samtímis á vatnasvæðum Ölfusár og Þjórsár, og af Jtessu leiðir, að stórflóð á Þjórsársvæðinu er ekki alltaf samtímis stórflóði í Ölfusá, euda varð það ekki í veðrinu 27. og 28. febr. 1968. Ef dæma má eftir flóðatöflunni hér að framan, hafa slík samtímaflóð orðið tvisvar sinnum síðan 1930, 5. marz VEÐRIÐ --- 45

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.