Veðrið - 01.09.1971, Blaðsíða 10

Veðrið - 01.09.1971, Blaðsíða 10
1948, 24. fcbr. 1961 og 10. desember 1970. Verður nú gerð grein fyrir veðurfari þessa daga með tilliti til mismunandi landslags og veðurfars svæðanna. Veðrið 3.-5. marz 1948 er að flestu leyti mjög líkt einkennandi flóðaveðri eins og lýst hefir verið hér að framan, tímabil sunnanáttar- og rigninga, sem hófst að- faranótt 3. marz, fauk að kvöldi 4. marz, þegar kuldaskil fara austur yfir landið. Það var þó sérstakt við veðurfarið að þessu sinni, að rétt um það bil, er sunnan- straumurinn naði landinu sveigði hann allmikið til austurs, og varð því áttin víða suðvestlæg í stað þess að vera suðlæg. Sérstaklega mun þessa hafa gætt í um 200 metra hæð og ofar. Af þessum sökum lá Þjórsársvæðið miklu opnara fyrir regnáttinni en annars hefði orðið. Aðstæðurnar 10. desember 1970 voru mjög á sama veg og hér er lýst. Þann 24. febr. 1961 og dagana þar á undan er aðstaðan nokkuð önnur. Aðal- einkennin eru að vísu hin sömu og áður, sterkt háþrýstisvæði ylir Vestur-Evrópu. En yfir landinu er aðstaðan afbrigðileg. Eftir að skil hafa larið fram og til baka yfir megnið af landinu milli austurs og vesturs, leggjast þau í stefnu frá Reykja- nesskaga til Berufjarðar aðfaranótt 24. febr. og eru mjög skörp. Búast má við, að vegna legu og hreyfinga skilanna hafi úrkoma í sambandi við þau verið mjög mikil á Þjórsársvæðinu. Regnvarsins naut jtar ekki við slíkar aðstæður, heldur var því líkast sem hitaskilin mynduðu aflíðandi fjallshlíð norðvestur eftir í fram- haldi af Grænafjallgarði og Tungnaárfjöllum. Annarri mynd er ætlað að skýra 46 ---- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.