Veðrið - 01.09.1971, Blaðsíða 19

Veðrið - 01.09.1971, Blaðsíða 19
I Mynd 1. ísing á háspennulinu til sjónvarpsstöðvar á fjallinu Lönehorgi i Voss. Ismagnið mcr.ldist allt. að 300 hg á lengdarmetra, en linan er einhver sú traust- byggðasta i heimi. Ljósm.: Olav Wist, Osló. ísingu. Slydduísing myndast, þegar slydda eða sambland af snjó og regni fellur niður í frostkalt loftlag við ylirborð jarðar og myndar ísingu við snertingu við kaldar línur. Falli aðeins stórir regndropar við þessi skilyrði, myndast hins vegar glerungur á línum. Slydduísing og glerungur myndast yfirleitt í vægu frosti í dölurn og lægðum, þar sem svo hagar til, að kalt loft getur legið eftir, þótt frost- laust sé orðið í hærri loftlögum og úrkoma, slydda eða regn, sé tekin að falla. ísing þessi er hverju sinni bundin við þröngt liæðarbil, 50—100 metra eða minna, og oftast er frostið á myndunarstað innan við eina gráðu. Hinn megin flokkurinn, skýjaísingin, myndast einkum áveðurs í fjallshlíð- um og hæðum, þar sem ský myndast vegna þvingaðs uppstreymis og geta grúft á Itæðarkollum og legið í fjallshlíðum langtímum saman. Smágerðir þoku- og skýjadropar geta haldizt fljótandi í miklu frosti, en frjósa skyndilega við snert- ingu við línur, staura eða aðra hluti. Fljótandi skýjadropa hefur þannig orðið vart í allt að 40 stiga frosti, en algengust mun veruleg skýjaísing í 0 til 18 stiga frosti. í röku liaflofti, sem streymir upp hallandi land eða fjallshlíðar, geta myndazt stórir skýjadropar, og sé Jrá jafnframt frost, getur orðið mjög mikil is- ing á línum. Hlémegin í fjöllum leysast skýin ltins vegar upp, þegar komið er nokkuð niður fyrir hábrúnir, og neðar verður þar Jrví lítil eða engin ísing. Slydduísingu er erlitl að forðast, cn að sjálfsögðu er þó mikilvægt að vita hvar VEÐRIÐ -- 55

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.