Veðrið - 01.09.1971, Blaðsíða 21

Veðrið - 01.09.1971, Blaðsíða 21
Myncl 2. ísmagnið er hér 200 kg á lengdar- metra linu, en mynd- in er tekin á Löne- horgi i 1200 m nœð yfir sjó. Samanburð- ur við skiðamanninn og skiðastafinn sýnir glöggt, hve gifurlegt ismagnið er. Ljósm.: Olav Wist Osló. Syðri Iiluti Sprengisandsleiðar er sömuleiðis í mjög góðu vari af hærri fjöllum. En einnig hér er línustæðið helzt opið fyrir suðvestlægri vindátt, sem })ví gæti reynzt varasöm ofan til á svæðinu. Það dregur hins vegar mjög úr ísingarhættu sunnanlands, einkum í lágsveitum og lágheiðum, að suðlægir vindar eru oft ldýrri en svo, að um ísingu sé að ræða. Á nyrðri hluta Sprengisandsleiðar er einnig gott var fyrir ýmsum áttum, en mikil ísingarhætta gæti })ó reynzt á liæsta lilutanum og efri hluta leiðarinnar niður í Eyjafjörð, þegar hánorðanátt geisar. Hluti þessarar leiðar er einnig lítt varinn fyrir norðvestlægum hafvindum, sem blása inn Skaga- fjörð, og gæli sú átt því einnig orðið háskaleg. Hafa ber og í huga, að hvassviðra- samt gæti reynzt á hálendisbrúninni og að nokkur hætta er á slydduísingu í Eyja- firði, þar sem frostkalt loft gæti legið í dalnum, þótt komið væri þíðviðri og slydda ofan dals. Nyrzti hluti þessarar leiðar er því mikill óvissu- og liættustaður. Heildarniðurstaða þessa máls virðist vera sú, að ekki sé ástæða til að æ:la, að ís- ing verði til tiltakanlega inikils trafala á meginhluta traustbyggðrar og skynsam- lega lagðrar háspennulínu yl'ir hálendi lslands. Vissir linuhlutar eru þó öðrum VEÐRIÐ --- 57

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.