Veðrið - 01.09.1971, Blaðsíða 27

Veðrið - 01.09.1971, Blaðsíða 27
Engar djúpar eða stórar lægðir voru í nágrenni við landið, og því urðu litlar hitasveiflur. Fyrsta þriðjung mánaðarins var vindur oft ltægur á norðvestan og bar að heldur svalt loft frá Grænlandshafi. Miðhluta mánaðarins voru loft- straumarnir suðlægari og lilýrri, en síðasta þriðjunginn ríkti norðlæg átt lengst- um. Og Jtó að hún væri ávallt fremur hæg, nægði hún til að þoka hafíshrafli suður á siglingaleið á austanverðum Húnaflóa, Jiegar leið að mánaðamótum. Þar var hafíshrafl að lóna fram í ágúst. Ágúst var kaldari en venjulega. Við jiirð munaði tæplega ltálfu stigi, cn rúm lega hálfu, Jjegar komið var á annan kílómetra upp á við. Fyrstu vikuna liélzt svipuð veðrátta og var fyrir mánaðamótin, en þá kom allmikil lægð að vestan og renndi sér hratt austur með suðurströnd landsins. Of mikill hraði var á henni til að liún flytti að loft frá mjög fjarlægum slóðum. En liinn 13. stöðv- aðist hæð skammt suður af landinu, og meðfram vestur-jaðri hennar barst til landsins hlýjasta loftið, sem kont í mánuðinum. Síðar kom svalara loft með suðvestan áttinni, sem hæðin olli, en hinn 19. sló fyrir af norðri og kólnaði meir. I lok Jrriðju vikunnar kont lægð úr suðvestri og færði með sér hlýtt lolt í bili. í kjölfar hennar kólnaði með útsynningi, og dagana 25. til 28. var lægðin austur undan og veitti norðlægu lofti suður yfir landið. Þessir dagar urðu hinir köldustu í mánuðinum. Á afréttum norðaustan til á landinu gerði versta liret, svo að fé fennti liundruðum saman. Síðustu daga mánaðarins var Ineytileg átt og lieldur mildara veður. í september var hitafarið Jrannig, að við jörð var 0,8 stigum kaldara en í meðal- lagi, en 0,6 stigum hlýrri en að jafnaði, Jjegar kornið var upp í tveggja km. hæð. Fyrstu vikuna var vindur oftast suðvestanstæður og veður heldur svalt, en í annarri vikunni voru austan og suðaustan vindar tíðastir og hlýtt í veðri. Hinn 11. komst hitinn hæst, enda naut Jrá sólar við Faxaflóa. Þetta var hlýj- asti dagur sumarsins. í Reykjavík komst liitinn í 18,2 stig og í 21,1 stig á Hólmi. Loítið, sent hér var á ferðinni kont beinustu leið frá Bretlandseyjum, Jjangað komið lengra suðaustan að. í Jniðju vikunni var útsynningur algengastur, og kólnaði Jiá smátt og smátt. Dagana 20. til 22. var norðan átt og köldustu dagarnir í september. Hinn 22. kom fyrsta frostið á haustinu í 500 metra hæð, eins og áður er nefnt, en [jað var daginn fyrir jafndægur. 1 síðustu viku mánaðarins var vind- átt breytileg og hitasveiflur tíðar en ekki miklar miðað við Jiað, sent búast má við, þegar vetur sezt að völdum. VEÐRIÐ -- 63

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.