Veðrið - 01.09.1971, Blaðsíða 8

Veðrið - 01.09.1971, Blaðsíða 8
Hcr á eftir verður gerð nokkur grein fyrir veðurskilyrðum, sem af leiða stór- llóð í I’jórsá eða Hvítá. Eru þá lagðar til grundvallar flóðaathuganir síðan 1930 í Hvítá (eða Ölfusá), en síðan 1948 í Þjórsá. Til að samræmi verði í mælingunum, eru þær miðaðar við Árhraun við Hvítá, en Urriðafoss í Þjórsá. Nokkrum út- reikningum hefir þurft að beita til að gera flóðin sambærileg á þennan hátt. Taflan hér á eftir gefur straummagn í m3/sek. og nær yfir öll flóð síðan 1948, sem mælzt hafa yfir 1000 m3/sek. í annarri hvorri ánni, og auk þess tvö eldri flóð í Hvítá. Dags. Hvítá Þjórsá 1. marz 1930 3000 15. febr. 1934 2340 5. marz 1948 2800 2530 3. júní 1949 2380 25. marz 1953 1685 2440 8. febr. 1960 2070 1960 23. febr. 1961 1435 2040 16. jan. 1967 1810 1560 12. júní 1967 1754 28. febr. 1968 2560 1160 31. maí 1968 2070 10. des. 1970 1370 1730 Athyglisvert er, að níu þessara flóða verða á tímabilinu desember-marz, tvö í júní og eitt í maíipk, allt leysingaflóð'að mestu. Ekkert þeirra verður í septem- ber eða október, þegar bæði mánaðarúrkoma og sólarhringsúrkoma eru að jafn- aði mestar. (Þess skal þó getið, að sólarhringsúrkoma getur verið mjög mikil seinni hluta vetrar, og mesta sólarhringsúrkoma suðaustanlands mældist 28. febr. 1968). Mesta haustflóð síðan 1952, sem þó var lítið að tiltölu, (1239 m3/sek. við Árliraun, 1370 m3/sek. við Urriðafoss) varð 21. okt. 1965 eftir stórrigningar víða sunnanlands og allt norður á Hveravelli, og var úrkomumagnið þá sambærilegt við eða meira en suma þá daga, er flóð verða síðari hluta vetrar. Skýring á þessu er að sjálfsögðu mjög nærtæk, í vetrarflóðunum er bæði leysingavatn og rigningavatn, sem rennur fljótlega í ár eftir freðinni jörð, en bætist ekki eins greiðlega við jarðvatnið og á öðrum árstímum. Annað atriði er athyglisvert við töfluna. Á henni sézt, að jtótt stundum komi mikil flóð samtímis í báðar árnar, er hitt þó álíka algengt, að flóðin séu mjög misjöfn. Stundum er þá um að ræða vorleysingaflóð í Þjórsá, en vatnasvið hennar mun að miklu leyti hærra en Hvítár, og leysingar seinni. En stundum er um að ræða úrkomuflóð. Mun- urinn hlýtur þá að vera vegna landfræðilegrar afstöðu vatnasvæðanna við úr- komuáttinni, og verður síðar vikið nánar að jjví. Sé litið á veðurfarið flóðadagana og næstu daga á undan, sézt, að jjað er í stórum dráttum eins í <">11 jressi skipti, [jótt nokkurn mun megi finna í einstök- 44 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.