Veðrið - 01.09.1971, Blaðsíða 15

Veðrið - 01.09.1971, Blaðsíða 15
ill munur á nætur og daghita og hitastigið mjög ltreytilegt. T. d. var 18. maí að morgni kl. 5 +3 stig, kl. 13 +14 stig, kl. 23,30 +8 stig. Uni morguninn var hrírn á hálendi og niður í 50 m. y. s. og aðíaranótt 26. fraus á jiirð niður í svipaða hæð. Oftast var hægviðri þennan tíma og sólfar mikið, en oft skúrir svo jörð liélzt sæmilega rök, vel viðraði á lambærnar. Síðasta maí hef ég lokið dagbókar- færslunni með þessum orðum. „Þetta hefur verið góður maí og gróður óvenju mikill.“ Júní heilsaði nteð 15 stiga liita um miðjan daginn, enda hófst þá hinn feg- ursti og blíðasti júní, sem kontið hefur í tugi ára. Morgun eftir morgun sá mað- ur Dyrhólaey spegla sig í lognkyrrum ósnum og þokuslæðing um hlíðar, síðan bjartviðri með hægri útrænu um miðjan daginn, sléttlygndi svo með kvöldinu og oft endaði dagurinn með lognkyrru kveldi og kerlingavellu yfir sléttlendi. Hitinn var oftast 7 lil 10 stig á næturnar en 10 til 15 á daginn, mestur varð hann 19 stig afhallandi hádegi 13. júní en minnstur það ég vissi aðfaranótt 25. aðeins 5 stig. I júní voru 17 dagar, sem ekki kont dropi úr lolti og 8 daga var úrkoman svo lítil, að varla dökknuðu vegir, en áfall var allmargar nætur. Með júlí brá til vætu og kom ekki nema einn þurr dagur jrar til þann 15. en alltaf héldust hlýindin, oftast 9 til 12 stiga hiti kl. 7 að morgni og kl. 23 að kvöldi en 12 til 10 stig um miðjan daginn. Svipaður hiti var út mánuðinn, lilýj- ast varð 15. og 26. Þá var liitinn 18 stig um miðjan daginn og 13 um tniðnættið, og slðari helming júlímánaðar sá cg mæli aldrei komast niður fyrir 10 stiga hita, hvorki á nótt né degi. Frá 14. til 31. júlí voru 8 dagar, sem ekki komu skúrir, en flesta hina dagana var meira og minna sólskin, en skúrir stundum vel útilátnar liér meðfram heið- arbrúninni. Tafir voru við lieyskap. Oftast var hægveður. Allan ágúst hélzt svip- aður hiti og í júlí. Þó varð næturhiti minni er leið á mánuðinn. Mestur varð hann 5. ágúst 17 stig, en eftir 14. oftar 11 til 13 að deginum. Mikið sólfar var oftast, en mjög skúrasamt, því ekki komu nema 12 dagar, sem ekki gerði skúr, en suma dagana kom skúrin ekki fyrr en undir kvöld svo hægt var að ná upp nokkru heyi, en heyskapur gekk ekki vel, því oft var hey illa undirbúið að morgni eftir skúr að kveldi. Með septembcr brá algjörlega til vætu oftast þokuloft og dumbungur en ekki stórrigningar. Hlýtt mátti kallast allan mánuðinn oftast 9 til 11 stig. Þá komst hilinn niður í 5 stig að morgni 9. sept. og 3 stig 23. sept. Ekki komu nema 6 þurrir dagar 1 mánuðinum og varla liægt að kalla, að neitt af þeim væru reglu- legir þurrkdagar. T. d. var þurrt 9., 10. og 11. sept: en þá var svo mikil þoka og blámóða í lofti, að lítt sá til sólar og 10. var móðan svo mikil að varla sá liér til fjalla, en þó komst hitinn í 15 stig og var þó austan strekkingskaldi. Oftast var sæmilega gott veður, lítill vindur og beit notaðist vel fyrir kýr. Þegar vika var liðin af október fór heldur að kólna í veðri og að kvöldi þess 10. komst mælir niður fyrir frostmark, en slíkt hafði liann ekki gert frá því á síðasta vetrardag. Komu nú 3 frostnælur, cin með 6 stiga frosti, og voru það einu næturnar á sumrinu, sem ég varð var við lrost lyrir neðan 50 m. hæð y. s. og VEÐRIÐ --- 51

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.