Vikan - 05.01.1961, Blaðsíða 3
mér er sagt, ef ég spyr, hvað valdi, að
það sé vegna þess, að þeir séu ekki fluttir
inn. Hins vegar væri gott, ef kaupmanna-
samtökin vildu gefa okkur skýringu á þessu,
að ég tali nú ekki um að hefja innflutning
á góðum háu-burstum.
Tóbaksneyzla og
viljastyrkur
Kæra Vika.
Þú, sem allt veizt, hlýtur að geta sagt mér
smámuni eins og það, hvernig ég á að fara
að því að hætta að reykja. Ég skal segja þér,
að ég hef nú reykt í liartnær 10 ár, og er
þó ekki gamall maður. Á hverju einasta ári
ég hef einsett mér að hætta að reykja, en
það hefur hingað til verið árangurslaust. Ég
hef kannski hætt að kaupa mér sígarettur
einn tvo daga, en bara lifað á náunganum í
staðinn. Ég hef líka reynt við pipu, en alltaf
lent í sígarettunum aftur. Vindla þori ég ekki
að reyna við, þvi að ég þekki mann, sem
reykti pakka af sígarettum á dag, hætti þvi
svo og fór að reykja vindla. Nú reykir hann
pakka af vindlum á dag, og sjá allir menn,
hversu mikil sparnaðarráðstöfun það er á
vorum viðreisnartímum. Sem sagt, ég vil
hætta að reykja og legg til að þú stofnir
bréfaskóla fyrir slika menn. Ég skal verða
fyrsti nemandinn. ...
Valdi.
Ég vorkenni þér, V'aldi minn, en ég skal
lika trúa þér fyrir því, að ekki er hægt að
kenna neinum hvernig hann skuti venja
sig af tóbaksnautn, ef viljastyrk vantur.
Mér sýnist, að þú sért ekki nógu vilja-
stei-kur. En ef þú ert að fiska eftir ein-
hverjum hjálparmeðulum, munu vera til
einhverjar töflur fyrir þá, sem vilja hætta
reykingum, og fást þær í lyfjabúðum. Þess-
ar töflur átti að taka eftir mat, og þær
valda stíku óbragði af tóbaki, að enginn
venjulegur maður þolir það. Ef þú dugar
vel fyrsta mánuðinn, ætlir þú að vera nógn
viljasterkur til þess að geta bjargað þér
lir því.
Viðkvæm áíengismál
Virðulegi póstur.
Stundum hefur þú flutt allgott efni, og ég
ámæli þér ekki, þótt ég hafi liafi ekki alltaf
hrifizt af ástamálum unglinga. En á dögunum
sá ég bréf i dálki þínum frá sjómanni einum,
sem er að reyna að mæla leynivínsölu bót.
Mér finnst, þrátt fyrir allt, að birting þessa
bréfs hafi verið fyrir neðan þína virðingu.
Sjómaður þessi vill annaðhvort, að vinsölur
séu opnar langt fram á nætur eða leynivínsöl-
um séu leyfð sín landráð. Það vita allir, sem
um það vilja vita, að hið versta böl þjóðarinnar
er áfengisbölið, og ættir þú því alls ekki að Ijá
slíku hjali rúm á nokkurn hátt í dálkum
þínum. Virðingarfyllst,
bindindismaður.
Mér þykir slæmt, ef ég hef með þessu
bréfi ýft illa gróin sár, en skoðun min er
sú, að við þessu sári þurfi einmitt að
hrófla, ef það á að gróa rétt. Það er nú
svo, að ekki eru allir á eitt sáttir um það,
hversu bæta megi úr áfengisbölinu. Sumir
telja, að það verði einungis gert með því
að banna allt vín, aðrir með þvi að svipta
það dulúðinni. Ef þetta er mál, sem ekki
má hrófla við, hefði ég ekki heldur mátt
birta þetta bréf, sem þú sendir mér þó í
þeim tilgangi, bindindismaður minn góður.