Vikan - 05.01.1961, Blaðsíða 8
Kartöflurnar geta tekið upp á
undarlegustu hlutum, eins og
þessi hérna á myndinni t.d. Hún
hefur tekið sér það bessaleyfi
að líkjast Mikka mús fram úr
hófi. Þess verður líklega ekki
langt að bíða, að kartöflur, sem
eru nákvæmlega eins og við,
fari að gægjast upp úr moldinni.
Á skrifstofudyrunum.
Gamlir reikningar eru ekki
borgaðir. Nýir reikningar eru
geymdir, þangað til þeir eru
orðnir gamlir.
Hér Iiafið þið danska leikarann fræga, Dirch Passer, við Sigur-
bogann í París. Hann lék, eins og mörgum mun ferskt i minni,
í Hafnarfirði i myndinni Karlsen stýrimaður. Margir munu
telja hann einn bezta gamanleikara Dana. Það hlýtur annars að
vera sírstaklega skemmtileg myndasaga, sem bæði Dirch og
litli strúkurinn við hliðina á honum eru niðursokknir í.
Allir hafa eínhvern baksvip,
en þessi þarna á myndinni bera
þar að auki með sér hjónasvip.
Líklega er þetta eina myndin af
þessu fræga fólki, sem sýnir
þennan hlut líkamans, en þó að
svo sé, er ekki erfitt að þekkja
þau. Frú Margrét Armstrong-
Jones og Anthony Armstrong-
Jones, gerið þið svo vel.
Gina segir nokkur orð um
karlmanninn.
Á margan hátt dáist ég að
karlmönnunum. Við konurnar
höfum t.d. saumað í háa hefr-
ans tið, en'það var karlmaður,
sem fann upp saumavélina.
Konur hafa haft brjóst, frá því
að maðurinn varð til, en það
var karlmaður, sem fann
upp brjóstmálið. Þetta var vel
sagt af Ginu, sem hér sézt
kyssa sinn eigin karlmann,
Milko Skofic. Hún tilbiður
hann, þó að hann hafi líklega
ekki fundið neitt upp enn þá
nema þá nýjan máta áð kyssa
á . . . .
Sá er borginmannlegur og
ekki nema von, þar sem hann
getur staðið einn á öðrum fæti
í annarri hendinni á pabba
sínum, ekki nema 1 árs. Þetta
gætu nú ekki allir, og í því er
nú mesta ánægjan fólgin, eins
og sjá má af svipnum. Annars
heitir afreksmaðurinn ívar
Aðalsteinsson og á heima í
Hafnarfirði. Faðir hans inun
heita Aðalsteinn Jónsson og
vera efnaverkfræðingur. Ekki
vitum við þó, hvort fítons-
kraftur drengsins stafar af ein-
hverri efnablöndu.
Þú hefur víst ekki vasaklút?
Karlmenn horfa á mig eins
og þeir séu að horfa á tennis-
keppni. Munurinn er bara sá,
að í staðinn fyrir að líta til
hægri og vinstri horfa þeir
upp og niður.
Marlene Dietrich.
Nef númer 3.
Juliette Grecó, fyrrverandi
„statisti", hefur aldrei verið á-
nægð með nefið á sér. Þeir, sem
þekktu hana fyrir tíu árum,
muna eftir umfangsmiklu nefi,
sem allt i einu minnkaði dálítið,
við hjálp skurðarhnífsins. En
Juliette hefur ekki orðið full-
komlega ánægð, þvi að nú hefur
hliðarsvipur hennar breytzt enn
einu sinni og núna (það er að
segja, þegar þetta er skrifað)
lítur hún út eins og á myndinni.
Kannski er hún loksins ánægð?
Smásaga eftir
Elías Mar
1.
Oftast er faðir hans úti á sjó og móðir hans
1 kvennapartíum í landi. Yngri bróðir hans er
hálfgerður ræfill, því hann er sjö árum yngri,
aðeins ellefu ára hvolpur. Og systir hans er svo-
sem ekki neitt neitt: hann hangir öllum stundum
á Expresso og er nýlega fermd.
Eins og oftast nær er faðir hans á sjónum núna.
1 dag er föstudagur, og kominn að kvöldi. Móðir
hans er samt ekki í kvennapartíi; aldrei þessu
vant situr hún inni í stofu og þykist vera að
hekla. Og systir hans, hún er heima líka. Of
framorðið fyrir hana að hanga á Expresso.
Hann stendur fyrir framan spegilinn í baðher-
berginu, nakinn að mitti, nýbúinn að þerra sig
eftir sturtuna, dundar við hárið á sér og metur
þá mynd sem hann sér fyrir framan sig. Hann
notar rafmagnsrakvél föður síns með vissri
ánægju fyrir þá sök, að karlauminginn notar
hana aldrei (hann er alltaf á sjó!), en sennilegt
hann hafi aðra um borð. Hitt er svo annað mál,
að skeggvöxtur þessa átján ára pilts er ekki ýkja-
mikill, hörundi hans yfirleitt ekki gjarnt að verða
loðið. Hann hefur einnig með öllu losnað við
það hvimleiða fyrirbæri þroskaáranna, að marg-
víslegar bólur og nabbar lýttu andlit hans og
skrokk — eins og flestallir félagar hans urðu
að láta sér lynda. Hvergi á líkama hans er sjáan-
legt neitt af því tagi, að undanskildum góm-
stórum fæðingarbletti, kaffibrúnum, hægra meg-
inn við mjóhrygg. Minna gat það varla verið.
Hann getur ekki komizt hjá því, þar sem hann
stendur frammi fyrir hreinskilnum, miskunnar-
lausum speglinum, að sjá, hversu vel hann er af
guði gerður — og Þó er honum ekki með öllu
meðvitað, að hann er beinlínis að dást að sjálfum
sér. Aðdáunin fer ekki út fyrir mörk þeirrar
fullvissu, sem elur af sér sjálfsánægju, heldur
lætur þar við sitja; honum myndi aldrei til hug-
ar koma að kyssa sína eigin mynd. En hann
veit, að hann er í hópi glæsilegri unglinga; það
er engin einkaskoðun hans sjálfs.
Hann nostrar við hár sitt. Veit það aflagast
aftur, þegar hann fer í bol og skyrtu, en hann
nostrar við það samt. Hann vill sjá það fara sem
bezt, þetta hrafnsvarta, fagurgljáandi hár, sem
jaðrar við blátt í vöngunum. Um daginn sagði
stelpa við hann, að hann væri sannkallaður tvi-
fari Frankie Avalon ...
1 fyrrakvöld var móðir hans i saumaklúbb,
og fékk gesti i gær. Nú situr hún inni i stofu
og hefur opið fram á gang. Hann veit hún bíður
eftir því, að hann kveðji hana áður en hann fer
út. Hún þykist vera að hekla; það kemur stund-
um fyrir, að hún situr með eitthvert handavinnu-
dútl, ef hún er ein heima kvöld og kvöld, eða
hún liggur uppi í sófa með stafla af útlenzkum
tímáritum. Hann veit hún ætlast til þess, að hann
kyssi hana á ennið áður en hann fer. Hún er
ein af þeim, sem dýrka hann. Og hann getur vel
hugsað sér að kyssa hana á ennið, þessa eigin-
mannslausu konu; hann er vanur því. Hann veit
hún elskar hann. Hún hefur alltaf talið honum
trú um, að hann væri ekki aðeins fallegur —
heldur og að sama skapi gáfaður. Hvað sem
sumum öðrum hafði fundizt um það siðarnefnda.
Já, hún var ágætiskerling, móðir hans.
Þegar hann heíur speglað sig nógsamlega og
borið á sig hressandi og velilmandi vatn, fer hann
í bdlinn og skyrtuna, setur svo á sig bindi — með
ærinni fyrirhöfn — og smeygir sér í jakka. Þá
er að laga hárið enn betur, hvað tekur drjúgan
tíma ...
Fatnaður þessa pilts er að öllu leyti samkvæmt
tízkunni, ekki aðeins þeirri, sem skotið hefur upp
kollinum hvað nýlegast hér á landi, heldur eink-
um og sér í lagi þeirri tízku, sem er nýstárlegust
í útlandinu. Þvi að faðir hans er enginn venju-
legur sjóari; hann er skipstjóri, og kemur til
B VIKAN