Vikan


Vikan - 05.01.1961, Blaðsíða 18

Vikan - 05.01.1961, Blaðsíða 18
I aPaUMu^lnN Draumspakur maður ræður drauma fyrir lesendur Vikunnar. Kæri draumráðandi. Viltu vera svo góður að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi í sumar. Mér finnst ég vera mikið veik og yfirhjúkrunarkonan komi til mín og segir mér að fara fram á vaktstofu og ná í áburðardósina. Hún sé grá að lit með bláum áburði í. Ég verði að finna hana þvi annars batni mér ekki. Ég leitaði og leitaði, en fann hvergi dósina, en þá finnst mér tvær stúlkur koma til mín og bjóða mér á ball og mér fannst ég fara í eldgamlan, svartan kjól, sem ég átti og ætla að fara á ballið með þeim. Þá sagði hjúkrunarkonan að ég færi ekki, því það væri dósin, sem ég yrði að finna en ekki fara á ball, því mér batnaði ekki við það, heldur áburðinn. Þakka þér svo fyrirfram. Staðfugl. Svar til Staðfugls. í draumi þessum birtist dósin, sem tákn heilsunnar og vonin um bata er tengd þeim mætti, sem smyrsl dósarinnar búa yfir. Þeg- ar heilsan kemur þá máttu fara á ball. Hinn gamli svarti kjóll, er tákn um langvarandi erfiðleika. Hjúkrunarkonur eru taldar vera tákn um fjörugan félagsskap. Þegar við er- um veik þá ættum við að gera sem mest af því að ímynda okkur að við séum heilbrigð, það hjálpar okkur meir en flesta grunar. Halló draumráðandi. Mig dreymdi að ég væri stödd í ókunnu eld- húsi og fannst mér, sem ég væri að tala við tengdamóður mína. Tek ég þá eftir manni, sem sat i einu horni eldhússins. Stendur hann upp og kemur til mín, réttir mér hendina og segir: þú átt að njóta mín þó seint verði, fannst mér hann fara út um dyrnar án þess að kveðja. Vaknaði ég við þetta, svo draumurinn var ekki lengri. Með fyrirfram þökk, Eva. Svar til Evu. Fáum mundi dyljast að í þessum draum fælist þrá eftir breyttu ástandi og óánægja yfir gamla eldhúsinu, og þá ef til vill einnig von um annan eiginmann. Þegar litið er á drauminn, sem tákn verður ekki annað séð en hann boði betri tíma þegar tímar Iíða. Kæri draumráðandi. Fyrir nokkru dreymdi mig að ég og vinur- inn minn vorum saman á hæð og fannst mér að við ættum von á fólkinu hans. Við stóðum hlið við hlið og vorum að svipast eftir hvort það kæmi ekki. Sá' ég þá að vegur lá í mörg- um bugðum niður hæðina, sem mér fannst mjög hátt fjall og undraðist ég yfir hvernig við hefð- um komizt þangað fyrirhafnarlaust eða án þess ég yrði þess vör. Lengst niður í hlíðinni sá ég þá móðir hans koma í kerru, sem hestar voru fyrir og svo bræðurnir hver í sinni kerru nema einn, sem var svo langt í burtu að ekki sást til hans og efuðumst við um að hann kæmi. Eiginlega fannst mér að við værum nýgift. Ég vaknaði áður en þau komust alla leið til okkar. Hefur þessi draumur nokkra þýðingu fyrir fram- tíð okkar. fyrirfram þökk. Molli. Svar til Mollíar. Að dreyma sig akandi í hestvagni er merki um að auðlegð sé ekki langt framundan. Mundi ég því segja að þeir bræðurnir og móð irin, sem þú sást nálgast þig á leið sinni upp fjallshlíðina, ættu betri lífdaga í vændum. Að dreyma sig á tindi, er fyrir að langþráðu marki verði náð. Ég reikna með að það sé gifting þíns og vinarins þíns. Og hestarnir og hestvagnarnir voru vissulega merki um góða framtíð fyrir ykkur einnig. Vín, víf og lúðrablástur hafa yfirbugað þennan unga pilt. Skyldu íslenzkir lúðrablásarar aldrei vera svona eftir sig að loknu dagsverki, eða eru þeir svo vindmiklir, að þá muni ekkert um að blása eins og nokkrum teningsmetrum lofts út i veður og vind? Gamall maður sagði mér einu sinni, að það væru ekki nema sérstaklega montn- ir menn, sem gætu orðið góðir lúðraþeytarar. Ekki vejt ég, hve mikill sannleikur er fólginn í því, en hver veit ... Fötin skaipá manninn“ Nú rekur hvert hneykslið annað á Ítalíu, sem frægt er orðið. Gerast þær vart fáklæddari en þar og er skemmst að minnast styrsins, sem stóð um La dolce vita. Hér er nú mynd af einni, sem gengur undir nafn- inu drottning nektardansins og er hún hara furðulega mikið fötuð, líklega í frii. ,r ■if i<k • : gpS Kóngurinn í Kongó. Louis Armstrong, mesti trompetleikari okkar tíma, fór fyrir skömmu til Leopoldville. Þar tókst honum það, sem engu nýlenduveldi hefur tekizt enn, hann sameinaði íbúa Kongó í tónlist- inni og skaut jafnvel Sameinuðu þjóðunum ref fyrir rass. „Svarta bróð- ur handan hafsins" köll- uðu innfæddir hann. Og þeir gáfu honum heiðurs- titiiinn „Chuka Lokolé“. Enginn hugsaði um Lum- umba eða Kasavubu eða Mobuto. Louis Armstrong var drottnari, kóngurinn í Kongó. Hljómlistin og dansinn voru ráðherrar hans. Þær eru ekki að draga af sér þessar, enda jólin á næsta leiti. Sú í miðið virðist hafa vakandi auga með einhverju sem gerist utan myndarinnar. Er hún kannski að horfa á myndina við hliðina á sér í opnunni. Tyggigúmmí og Egill Skalla-Grímsson. Ætli kennarinn hafi búizt við svona góðum undirtektum í sögu? Ekki verður annað séð en drengurinn sé fullur áhuga. Þetta kvað vera gott fyrir tennurnar, svo að íslendingar ... van- rækja hvorugt, sálina eða líkamann. ]] segir máltækið. En þar sem mennirnir skapa fötin, gefur auga leið, að maðurinn er sjálfs sín skapari, að minnsta kosti hvað þessu viðvíkur. Sú hlið mannsköpunar, sem að fjöldanum snýr, er annarsvegar verzlunin og hin verður ekki rædd hér. Og fataverzlanir eru orðnar æðimargar, þannig að ekki ættu að vera nein vand- kvæði á þvi að fá upplýsingar um ýmislegt varðandi karlmannafatatízkuna á þessum siðustu og beztu timum. Með fjölda spurninga i huga legg ég leið mína inn í nýjustu sérverzlun borgar- innar, Austurstrætisdeild Herrabúðar- innar. Þar er innanbúðar Halldór nokk- ur Guðjónsson, einn mesti fatavitringur þjóðar vorrar og eru uppi raddir, að þeim manni ætti að veita listamanna- laun. Nú, sem ég kem inn í Herrabúðina, er Halldór einmitt að greiða úr vand- ræð'um manns, sem nýveríð hefur átt afmæli og sat upþi með ein átta bindi umfram þarfir. En honum fannst ekki nógu mikið skjól i þessu, þó átta væru og fékk sér peysu og trefil í skiptum. „Og hvað er hægt að gera fyrir þig“, segir Halldór síðan við mig. „Svo er mál með vexti, að mig vantar litið nema upplýsingar, enn sem komið er“. „Ein- mitt, og hvað viltu vita?“ „Þú ert fæddur og uppalinn vænti ég?“ „Já, þakka þér fyrir“. Segjum svo að ég sé alveg fatalaus og þurfi nú að fá mér t. d. kvöldfatnað i leikhús eða veitingastað. Sein sagt, frá sokkum og uppúr“. „I fyrsta lagi kemur ekki til greina að fá sér sokka fyrst og svo föt við þá og i öðr.........“ „Svona Halldór minn, ég meinti ekkert illt með þessu“. Nú ég mundi ráðleggja þér að kaupa dökk föt, dökkblá til að mynda.“ „Nei, nei“. „Jæja, þá dökkgrá eða svört, ennfremur hvita skyrtu og Framhald á bls. 25. Jú, það er rétt, þetta er Ágústa Guðmundsdóttir, su sumarstúlka Vikunnar 1960. Hún fékk í verðlaun dýrind- is kápu og kjól frá verzlun- inni Eygló á Laugavegi. Hún átti lika að fá skó frá Iðnaðardeild SlS, en þegar hún kom þangað til þess að velja skóna, sá hún peysu, fallegri en skórnir og satt sem henni þótti ennþá að segja var henni ekki lá- andi, þvi peysan var aldeilis gull eins og þið sjáið á mynd- inni. Hún er þannig úr garði 'erð, að hún hentar jafnt á dömur sem herra. Grunnlit- urinn er ljósgrár en rend- urnar- dökkgráar. Það var einungis þessi eina peysa til þarna og notuð sem sýnis- horn til að panta eftir, en Ormar Skeggjason, sölu- stjóri, var svo elskulegur að láta Ágústu hafa hana og kvaðst mundu útvega sér aðra að norðan. Þessi peysa er algjör nýjung hjá Iðnað- ardeildinni og verðið er eitt- hvað rúmlega 300 krónur. JBBB—......-... ppfjí' ftv? . -■ '"■ "'• ý.ý c Hvorki meira né ininna en 400.000 manns fjölmenntu á sýningu á verkum Pablo Pioasso fyrir nokkru í London og seldust fyrir um 10 milljónir króna mypdir. Enginn liefur víst lotið listinni eins djúpt og þessar þrjár, en óvíst er, hvort þær hafa keypt nokkra mynd. Ágústa — Peysan var bezt. Níræður í gær. Skannnt frá ritstjórnarskrifstofum Vikunn- ar, rétt hjá gatnamótum Brautarholts og Hörgsholts, stendur torfkofi, hálfkúla í lögun, og upp úr honum er litill strompur. Sunnan á kofanum eru dyr úr járni, læstar með vönd- uðum hengilás. Við vorum lengi búnir að velta því fyrir okkur, hvað inni væri, og svo varð það loks einn daginn í vetur, að við sá- um mann hverfa inn í kofann. Þá var mynda- vélin þrifin og þotið af stað. Þegar að kom voru dyrnar opnar — að vonum — og fyrir innan þær voru fjórar steintröppur niður. Þar innar af voru aðrar dyr, og var gpmall maður að loka með hengi- lás. Þegar við höfðum barið kurteislega á opnar járndyrnar, að kristinna manna sið, segjumst við vera komnir í forvitnisferð og vera frá Vikunni. — Já, einmitt það. — Má ég taka mynd af þér hérna í dyr- unum? — Hvað heldurðu, að ég sé gamall? — Ég veit það ekki. Framhald á bls. 24. 1B VIKAN VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.