Vikan


Vikan - 05.01.1961, Blaðsíða 7

Vikan - 05.01.1961, Blaðsíða 7
Sönn saga: aNaDA Mig langaði til að vera eins og aðrir þrátt fyrir fötl- un mína. Síðar meir komst ég í skilning um, að það, sem mestu máli skiptir fyrir hverja manneskju, er að vera hún sjálf — í orðsins fyllsta skilningi. orðna fólkið með vorkunnsemi 1 svipnum, en krakk- arnir gláptu með hinni ódutdu forvitni eða fyrirlitn- ingu fyrir þeim, sem ekki er ötdungis jafnfullkominn að sköpun sem þau sjálf. Ég nam staðar óttaslegin og grátbað mömmu að snúa heim með mig aftur. Ég gæti vel beðið með að fara í skólann þangað til næsta vetur. Mamma þurrkaði tár, er stalst niður kinn hennar, og dró mig bliðlega, en ákveðin með sér inn um hliðið. — Á ég að segja þér nokkuð, Karen min, sagði hún og brosti hughreystandi. Ég var nákvæmlega eins feiipin og kvíðandi sjálf fyrsta daginn, sem ég fór í skótann, en þetta líður fljótt hjá. Bíddu bara við, þangað til þú ert búin að heilsa kennslukonunni þinni. — En það horfa allir á fótinn á mér, kveinaði ég og reyndi að fá hana til að láta undan. — Lofaðu þeim bara að horfa, svaraði mamma hug- hreystandi. — Þegar þú þroskast og verður stærri, þá veiztu, að læknirinn ætlar að gera þig albata aftur, og þá getur þú hlaupið og hoppað eins og liin börnin. Ungfrú Madsen, fyrsta kennslukonan min, var ung stúlka, íturvaxin og góð. Hún var með sítt, svart hár og stór, brún augu. Ég fékk aldrei nógsamlega virt hana fyrir mér, meðan mamma var að tata við hana um mig og fótinn á mér. SÍftAN hófst fyrsti skóladagurinn. Mamma fór heim, og við vorum ein eftir með kennslukonunni. — Setjið ykkur nú niður, mælti hún. — Það er sama, hvar þið sijið, því að við getum raðað ykkur seinna, þannig að þau hæstu verði aftast, en hin smæstu fremst. Nú hófst mesti hamagangur. Ég varð svo óheppin að lenda í miðri þvögu milli fremstu bekkjaraðanna. Einn stærsti strákurinn ætlaði að reyna að komast í aftasta sætið og hrinti mér ómjúktega, um leið og hann ruddist fram hjá mér. Ég skall endilöng á gólfið og átti erfitt með að komast á fætur af sjálfsdáðum. Kennslukonan tók i taumana og greip tækifærið til að kynna mig fyrir bekknum, bað börnin að vera nærgætin við mig — vegna fótarins. — Þessi tetpa heitir Karen, sagði hún. — Hún varð fyrir þvi slysi að meiða sig í fótinn og er ekki eins fær til að lilaupa og hendast um og þið. Það verður að gæta nokkurrar varúðar gagnvart henni, til þess að henni versni ekki. — Halta-Karen, heyrðist hvislað með niðurbældu flissi aftast í skótastofunni. Allir hlógu, en settu svo upp alvörusvip, er þeir sáu, hve ungfrúin varð reið. — Halta-Karen, katlaði einhver í fatageymslunni I frímínútunum, en sökudótgurinn flýtti sér að fela sig, svo að mér tókst ekki að sjá, hver það var. Uppnefnið var flogið um allan skólann, áður en fyrsta kennsludegi lauk, og það fylgdi mér fram eftir öllum aldri. Það þarf ekki meira til þess, að litilli stúlku finn- ist hún utanveltu, og eyðileggja þá hæfni til kunn- ingsskapar við aðra, sem henni kann annars að vera í blóð runnin. Skótagöngunni hélt ég áfram, en ég var særð, ótta- slegin og einmana. Ég leitaði engra kynna við skóla- systkini min, en i einsemd minni huggaði ég mig við dagdrauma um það, hvílík afrek ég skyldi leysa af hendi. Ég ætlaði að vekja athygli almennings á mér og verða dáð fyrir hugrekki og fórnfýsi. Foretdrar minir furðuðu sig stundum á þvi, hve alvörugefin litla stúlkan ])eirra var orðin, eftir að hún lióf skólagönguna, en þau grófust ekki frekar eftir orsök þess, og sjálf var ég ekkert að segja þeim frá raunum minum. ÞEGAR ég kom i þriðja bekk, bættist nýr nemandi í hópinn. Það var hún Úlla-Britt, og nú eignaðist ég fyrstu vinstúlkuna. Úlla Britt var líka utanveltubarn. Hún stamaði. Og daginn, sem hún kom í skólann, stamaði atlur bekkurinn. Kennslukonan var utan við sig af reiði, en fékk ekki að gert. Sjálf virtist Úlla-Britt ekkert láta þetta á sig fá. Seinna trúði hún mér samt fyrir því, að fyrsti dagurinn hefði verið henni hreinasta kvalræði. Hún ge-kk til kennara í málhetti, og eftir nokkurra ára tilsögn hætti hún að stama neina þegar henni var mikið niðri fyrir. Iiinir ólíku ágallar okkar urðu til þess að laða okkur saman, og við vorum nær alltaf saman i frístundum. Við náðum saman þeim aldri, þegar strák- ar eru versta plága, sem fyrirfinnst, og við komumst saman á þroskaárin allra unglinga með ástaskotum og öllu, sem getgjuskeið- inu fylgir. Um fimmtán ára aldur fór Úlla-Britt að læra dans, en það minntumst við aldrei á. Hins vegar sátum við iðulega heima hjá annarri hvorri okkar, spiluðum nýjustu dans- plötur og nutum tónlistar og sainhljóma. Þegar ég var alein og viss um, að enginn mundi ónáða mig, reyndi ég að haltra í hringi á gólfinu eftir takt hinna örvandi EINU sinni, þegar það var hennar dag- ur að fá kunningjana heim til sín, datt lienni ráð i hug. — Hví skyldir þú ekki geta verið með, setið og lilustað á tónlistina og spjallað við okkur, þótt þú getir ekki dansað? Ég reyndi að slá þessu upp i gaman, en Úlla-Britt hélt fast við sína uppástungu. Hún gekk meira að segja svo langt að skjóta mál- inu til mömmu. Mömmu grunaði, að ég mundi þrá að vera með hinum, svo að hún féllst á beiðni Úllu- Britt a fheilum hug. Eftir það lagði hún sig alla fram um að gera mig svo indæla og aðlaðandi sem liún gat. Hún pantaði tíma á hárgreiðslustofu og saumaði á mig ljómandi fallegan kjól úr tjósbtáu tafti til að vera í á þeim mikla degi. Kvöldið kom. Ég skalf i hnjáliðunum, og tennurnar glömruðu í munninum á mér, þeg- ar ég haltraði inn með þeim fyrstu og settist i sófahorn rétt hjá útvarpsgrammófóninum. Brátt komust allir í gott skap, og eftir fyrstu augnabtiksörðugleikana fannst mér ég taka fullan þátt í félagsskapnum. Alltaf varð einhver til þess að setjast hjá mér og kasta mæðinni, svo að ég hafði alltaf éin- hvern að spjatla við. Framhald á bls. 29. tóna. Oftast nær enduðu þessar æfingar ofsagráti. Mér fannst ég svo óumræðilega utanveltu. Þó versnaði ástand mitt til muna, er Úlla-Britt fór að dveljast á danshúsum á taugardagskvöldum, en ég varð að sitja heima hjá minum góðu og umhyggjusömu foreldrum. Úllu-Britt leið ekki heldur vel. Henni fannst hún vera að svíkja mig, af því að ég gat ekki fylgt henni í þessu. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.