Vikan


Vikan - 05.01.1961, Blaðsíða 20

Vikan - 05.01.1961, Blaðsíða 20
Kristín Magnússon. -— Hvað ertu gömul? — 17 ára. » — Er það alveg ábyggilegt? — Já. — Ertu trúlofuð? — Nei. — En þú ert með einbaug, lof mér að sjá. Það var nefnilega stúlka, sem við áttum viðtal við seinast og hún var líka ólofuð og með einbaug. — Þetta er hringur frænku minnar. — Sem að hætti við trúlofunina? — Jahá. — Sautján ára gömul og vinnur í Álafossi. Hvað ertu búin að vinna hérna lengi? Kristín Magnússon — Einn og hálfan mánuð. — Og ætlarðu að gera það lengi? — Ég veit það ekki. — Ertu í skóla? — Nei, en ég er búin með gagn- fræðapróf. — Og ætlarðu ekki að læra meira? — Nei, ekki nema þá tungumál. — Tungumál. Og hvaða tungu- mál? — E’nsku. — Jæja, og hefurðu eitthvað lært i henni? — Já, hérna í skóla og svo var ég úti. — Úti já, og hvar úti með leyfi að spyrja? — 1 Englandi, ég var þar í sex vikur í málaskóla. ■— Og nú kanntu ensku, er það ekki ? — Nei, ekki get ég sagt það. — En ætlarðu þá ekki að læra meira, ekki lætirðu þetta verða svona endasíeppt og búin að vera á sex vikna námskeiði? — Jú, ætli ég læri ekki eitthvað meira. — Og svo sækirðu um stöðu hjá S. Þ., sem túlkur? — Nei, ég geri það varla, því þetta er bara áhugamál. Að minnsta kosti hef ég ekki hugsað sérstaklega út í það að lifa á málakunnáttunni, en það getur svo sem vel verið að ég geri það seinna, ef ég verð rekin. — Hvaða áhugamál hefurðu, önn- ur en mál? — Ég er i handbolta. — Handbolta? En hvernig er með karlmenn? — Það kemur ekki fram þegar þú grettir þig, þú verður að segja það skýrt og skorinort. — Það er aldrei að vita. — Ef þú hefur ekki áhuga á strákum, hafa strákar líklegast áhuga á þér, ef við þekkjum þá rétt. — En þú ferð nú á skemmtistað- ina? — Svona stundum. — Borgina, Lidó, Klúbbinn, Röðul o. s. frv.? — Það er nú ekki oft. Helzt rneð einhverjum vinkonum. — Með vinkonum, já. Þetta eru huggulegar fréttir. Við trúum ekki öðru, en að þú farir stundum út með strákum. Ekki svo að skilja að okkur komi það eitthvað við. Síðan förum við út í það að ræða skeggvöxt, en sá vöxtur er kominn á dagskrá út um allt land. Kristínu finnst hvorki tii né frá um skegg, segir það auðvitað geta verið sér- kennilegt, annars standi sér alveg á sama. Það þýðir ekki mikið að tala um skegg við fólk sem ekki einu sinni nennir að hugsa um slíka hluti. Við eigum þá ekkert ógert nema smella einu sinni eða tvisvar og Þegar við erum búnir að því neyðumst við til að sleppa stúlkunni og fara á brott. hlj<5mplötur Haukur Morthens er aldeilis ekki af baki dottinn. Á skömmum tíma hafa verið gefnar út tvær piötur með honum. Önnur er tveggjalaga plata og lögin eru — Með blik í, auga — og — Síldarstúlkan. — Jörn Grauen- gárd útsetti og hann og hljómsveit hans leika undir. Útgáfufyrirtækið heitir Faxafón, ekki svo slæmt nafn. Það eru orðin mörg árin, sem Hauk- ur hefur sungið fyrir landann og virð- ist ekki ætla að hætta því og er það vel. Annars stelur fegurðardrottn- ingin Sigrún Ragnars hálfgert kápu- myndinni af Hauki. Þau eru nú greinilega bæði með blik í auga. Skyldi það koma af miklum söng? hl j ($mlist Thad Jones, sem leikur á trompet í hljómsveit Count Basie sagði um árið, að enginn lagahöfundur hefði eins mikla tilfinningu fyrir því hvað hann ætti að semja fyrir Count Basie og Neal Hefti. Útsetningar hans fyrir þá væru beinlínis saumaðar fyrir þeirra stil. Það má vel taka undir þetta, þvi hann gefur öiium hljóm sveitarmönnunum tækifæri. Heil út- setning er miðuð við einstakan leik- ara. T. d. lagið Pony Tail gefur T. Jones fyrst orðið með ferskum og einbeittum einleik, siðan mýkri tónar frá pianóinu hans Counts og loksins kraftmikinn trommuleik hjá Sonny Payne. E'kki er sniðið af þvi í lag- inu Sloo Foot, þar leikur Joe Newman skemmtilegan einleik. Count Basie hefur löngum verið í hljómleikaferðum úti um allan heim, þó við höfum ekki verið svo heppin að fá hann hingað. En eitthvert slangur er alltaf til af plötum með honum og er það nokkur huggun. Nú þegar stereoplötur fara að koma á markaðinn, verður auðvitað meira gagn af, heldur en að hlusta á mónó- útgáfur, þar sem margt gott hverfur algjörlega í heildinni. textinn Hér eru svo þrír textar eftir Björn Braga við vinsæl lög. DRAUGASAGA (ONE WAY TICKET) Lengst vestur á Nesi lítil stúlka býr, langar hana á kvöldin mest í œvintýr. Hún er ekki laus við draugatrú. Og þegar náttar oft hún fer í fjósiö ein, aö finna lítinn karldraug, sem engum gerir mein. Æ-æ-œ-œ! Og svo rokka þau um allan bæ. En drauggreyið faer ekkert upp úr því, — sem aörar vofur stundum fá. Því stúlkan káta vill ei kelerí, og kemst þvi alltaf hjá. Svo rokka þau á lcvöldin, rokka fram á nátt; í rjáfrinu þá syngur oft á tíöum hátt. O-ó-ó-ó! Já, ■— þaö er víst meira en nóg. KLARA MÍN (KIDDIO) Bak viö fjöllin beiö ég þín einn bjartan sumardag. Og lóan söng þar IjóÖin sin um laut og hæöardrag. Allt var svo milt, allt var svo bjart, er komstu þar, Klara mín. Viö hlýddum tvö á hafsins niö þá horfnu gleöistund. Mitt hjarta fylltist heitri þrá er húma tók og þig ég sá. Allt var svo milt, áfengt sem vín, er komstu þar, Klara mín. Ég eignaöist þig alla; þú dllt mér veittir þá. Og síöan höfum viö saman dváliö síökvöld mörg í ást og þrá. Þetta litla Ijóö til þín léttir allt sem höfugt vín. AÖ dreyma þig fær öllu eytt, öllu döpru, — í gleöi breytt. Allt var svo milt, allt var svo bjart, er komstu þar, Klara mín. Haukur og Sigrún Ú-ú-ú-ú! za VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.