Vikan


Vikan - 05.01.1961, Blaðsíða 10

Vikan - 05.01.1961, Blaðsíða 10
í Það cr nú orðin svo víðtæk at- vinnugrein í Reykjavík að verzla með húsgögn, að halda mætti að það væri sú vara sem landsmönnum hæri brýnasta nauðsyn til að fá, næst mjólk og fiski. Nú hefur enn eitt fyrirtæki af þessu tagi séð dagsins Ijós, var það i árdaga vatni ausið og skýrt Híbýladeild Markaðsins. Að- setu hefur það í Hafnarstræti. Þessi nýja húsgagnaverzlun fer af stað með þeim glæsibrag, að ætla mætti að þröngt verði fyrir dyrum hjá ýmsum l)ilskúrafyrirtækjum, og smábændum í húsgagnasölu. Það ný- mæli hefur verið tekið upp í þessu fyrirtæki, að veitt er hvort tveggja í senn alhliða þjónusta við þá, sein standa í húsbyggingum, og hins veg- ar sala á húsgögnum og yfirleitt hvers konar húsbúnaði. Á undan- förnum byggingartímuin hefur orðið allmikið vinnutap fyrir þær sakir, að starfsmenn fyrirtækja hafa sjálfir staðið i því að útvega alls konar byggingariðnaðarmenn, vegna þess að þeir voru sjálfir að byggja. Og ekki nóg með það: Þeir hafa þeytzt um bæinn þveran og endilangan í leit að smáhlutum, sem þá vanhag- aði um til byggingarinnar. Ef hús- byggjendur vilja vera lausir við þess háttar útréttingar, þá nægir nú að hringja í Hibýladeild Markaðsins og segja, hvað þá vanhagar um. Þeim verður þá séð fyrir fagmönnum, og fagmennirnir sjá um að útvega, það sem með þarf. Þessi þjónusta er hús- byggjandanum að kostnaðarlausu. Hús og húsbúnaður Nýtt fyrirtæki, sem hefur nýtízku húsgögn á boðstólum og veitir þar að auki hús- byggjendum alhliða þjónustu. !□ VIKAN Slúðursagan. Óvild birtist m. a. i viðleitni til að rægja óvininn. Sú viðleitni kem- ur fram i ýmsum myndum. Ein- faldasta formið er það, þegar að- eins er um þrjá einstaklinga að ræða: Nanni vill sverta Nonná í augum Ninnu, vinkonu þeirra beggja. Þetta er einfaldur rógur. Ef Ninna trúir honum, er tilgang- inum náð: Nonni glatar hylli hennar. Margur óvinur er þó öflugri en svo, að slíkur einstaklingsrógur nægi. Hann er e. t. v. ekki háður hylli neins eins manns, eða þeir, sem rógnum er ætlað að gera lionum fráhverfa, sjá við svo einföldum brögðum. Þá er gripið til flóknari aðferðar: Slúðursögunnar, sem breiðist út eins og iogi yfir akur, en enginn veit, hvar á upptök sín. Þannig dylur óvildarmaðurinn og höfundur rógsins sig bak við kæn- lega tilbúið almenningsálit og leið- ir allan grun frá. þvi, að sagan kunni að vera undan hans rifjum runnin. Slúðursýkillinn breiðist hraðar út en flestar aðrar veirur, og vegna hins dularfulla uppruna magnast áhrifavald rógsins. Óteljandi eru þær slúðursögur, sem fundnar hafa verið upp og dreift út í ófrægingarskyni. Samt er það ýmsum vanda bundið að gróðursetja slúðrið þannig, að það verði lífvænt og hreiðist nægilega hratt út, án þess að það verði rakið til uppruna síns. Við gróðursetjum ekki stór tré, lieldur granna tein- unga, og ætlum þeim að liafa vöxt- inn fyrir sér. Á sama hátt tæpir slúðursagnasmiðurinn aðeins á efninu, dregur fram nokkur megin- atriði, en ætlar söguburðarmönnum sínum að auka við og færa í stil- inn. Venjulega segir hann frá eins og um væri að ræða orðróm, sem honum liefði borist til eyrna. Hann forðast að vekja grun um að hann hafi áhuga á útbreiðslu slúðursins. Annar höfuðvandinn er að velja söguburðarfólkið. Framar öllu þarf það að vera einfalt og málgefið. Hjá náttúrugefnum slúðurbera æs- ist slúðurhneigðin upp, ef sagan er gerð leyndardómsfull og beðið um þagmælsku. Slikt fólk þykir bezt fallið til þess að útbreiða illmælið. Samt nægir ekki mælgin ein. Sögu- smettan þarf að eiga aðgang að þvi fólki, scm rógurinn á að berast til. Annars missir bann marks. Rægitungan í þjóðmálabaráttunni. Slúðursagan er áhrifamikið vopn i þjóðmálabaráttunni. Henni mun þó tíðar breytt í valdastreitu ein- staklinga innan flokks en í baráttu andstæðra flokka. Gagnvart opnum andstæðingi verður hún tortryggi- leg og um hann stendur skjaldborg eigin fylgismanna. Á henni spring- ur slúðursagan auðveldlega. En þegar henni er beitt gegn óþjálum flokksbróður, er henni fyrst og fremst dreift út meðal fylgismanna hans sjálfs. Öllu máli skiptir að sverta hann i þeirra augum. Sagan fer hóglátlega af stað, venjulega tengd einhverjum bresti, sem vin- um og trúnaðarmönnum hins rægða er kunnugt um. En það liggur i eðli slúðursögunnar að auka og margfalda tilefnið, þangað til það hefur blásist út i regin- hneyksli. í okkar fámenna landi er varla hægt að nefna dæmi um slúðursögu, sem stíluð var ákveðnum manni Framhald á bls. 34. ^■1 Or. Matfhías Jónasson: Leynivopn áróðursins Flest fólk er þannig innrætt, að hneykslisaga um náungann kitlar hégómagirnd Jbess jbægilega, vekur jbví notalega sjálfsánægju. Oft er ómögulegt að rekja upprunann jbv/ höfundur rógsins dylur sig bak við kænlega tilbúið almenningsálit. Ef höfundur rógsögu getur komið henni á framfæri hjá einföldu og málgefnu fólki, er árangurinn vís. Hjá náttúrugefnum slúðurbera æsist slúðurhneigðin upp, ef sagan er gerð leyndardómsfull og beðið þag- mælsku. ÞEKKTU SJALFAN ÞIG

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.