Vikan - 05.01.1961, Blaðsíða 9
landsins með þann fatnað á drenginn, sem einatt
hefur orðið öfundarefni lagsbræðra hans. Svona
er hann ágætur, aumingja karlinn. Og ekkert
6egir mamma við því; þögn hennar er sama og
samþykki.
Einu sinni spurði sá gamli, hvernig honum gengi
I skólanum. Hann svaraði svosem engu. Og móðir
hans eyddi þvi tali. Aldrei spurði hún hann neins
í þá átt. Nema hvað hún sagði einu sinni: Ég
veit þú getur orðið efstur, bara ef þú vilt. —
Svona hugsaði hún, blessuð kerlingin. Kannski
grunaði hana, að hann hugsaði meira um falleg
föt, skemmtanir, stelpur og nýjustu bílategundir
heldur en um námsbækurnar (það grunar hann)
— en svo mikið er vist, að hún segir aldrei orð
i þá átt — spyr einskis — og það kann hann
einkar vel við. Fólk ætti einmitt að vera eins og
hún móðir hans. Þótt hann beri ekki minnstu
virðingu fyrir henni, þá er hún ein af þeim
fáu, meðal fullorðins fólks, sem hægt er að þola.
Hann er albúinn, og hann veit hvert hann fer.
Hann fer til fundar við stelpu (— kærustu er
ofmikið sagt, vegna þess hann tekur ekki and-
kynið það hátíðlega, að hann kalli all't kærustu
sína).
2.
Gatan er eins og gagnsær bikar, fylltur töfra-
Ijóma; hann safnar umheiminum líkt og brenni-
gler og kristallar hann í áfengri veig, barmafullur
af fyrirheitum, æsilegum tækifærum, marg-
breytilegri fegurð.
Pilturinn nýtur þess munaðar að láta sjá sig
í nýjum fötum á þessu kyrra, hlýja kvöldi.
Þröngu stælbuxurnar með gráa uppbrotinu og
gljáhnúðunum hefur hann lagt til hliðar, sömu-
leiðis skinnjakkann. I kvöld er hann ofur borg-
aralega klæddur, rétt eins og hann ætli að fara
á ball, endaþótt hann sé alls ekki að fara á ball,
heldur aðeins að bjóða stelpu í bíó.
Honum er ofurvel ljóst, að það er tekið eftir
honum þar sem hann fer. En hann lætur sem
hann viti ekki af því. Hann þekkir mörg andlitin,
sum vel, önnur minna. En hann er ekkert að
hafa fyrir því að heilsa —- að minnsta kosti ekki
að fyrra bragði — og því siður að stanza til að
tala við þetta fólk. Hann má ekki vera að Því,
langar ekkert til þess.
Eftir að hann fór að leggja stund á Atlas-æf-
ingarnar í fyrrasumar, komst hann ekki hjá þvi
að finna, að athygli stelpnanna jókst til muna,
enda ekki nema von: árangurinn af þvi skemmti-
lega sjálfsnostri lét ekki á sér standa. Og það var
ekki aðeins kvenþjóðin, sem leit hann aðdáunar-
augum. Sér til fiðrandi ánægju tók hann eftir
því, að sömuleiðis karlþjóðin kunni að meta auk-
inn glæsileika hans og þroska, ungir sem gamlir,
en að vísu af nokkuð misjöfnum hvötum. Yngri
skólafélagar hans og smápattarnir I Sundhöll-
inni litu upp til hans í æ ríkara mæli (Þess hefur
hann orðið var nú í vetur, fremur en nokkru
sinni fyrr, eftir að hann tók þátt í sundkeppn-
inni fyrir hönd skólans og stóð sig með prýði).
Jafnaldrar hans og eldri félagar gátu ekki heldur
leynt virðingu sinni; hún var að vísu ekki laus
við öfund í stöku tilfellum og gat komið fram
í stríðni, sem varla var annað en öfugtjáning og
viðurkenning á yfirburðum hans. Svo gaman sem
honum þótti öðrum þræði að eigingjarnri og næsta
hundslegri tilbeiðslu fjálgra augna, dró það síð-
ur en svo úr áliti hans á sjálfum sér. Honum
fannst þau samþykkja visst vald, yfirráð, mátt,
sem byggi meö sjálfiun honum I krafti ytri sem
innri þroska hans — og biði þess ef til vill að
verða hagnýtt, þegar út í lífsbaráttuna kæmi. En
það var sjaldan sem hann hugleiddi þetta. Honum
fannst Það nánast útúrdúr frá tímabærum hugs-
anagangi í daglegu lífi; aðeins komst hann ekki
hjá því að neyðast til þess stöku sinnum ...
Lilja er mikil ágætis-stelpa, finnst honum, og
viðbrögð hennar í nærveru hans eru ekki ósvip-
uð þeim sem móðir
hans hefur. Hann
kynntist henni á balli
fyrir nokkrum vikum,
og það var í sjálfu
sér ekkert undarlegt
þótt hún yrði hrifin
af honum; hinsvegar
velti hann því stund-
um fyrir sér, hvers
vegna hann gat orð-
ið hrifinn af henni —
því hún var nánast
ljót. Að vísu var hún
anzi löguleg í vexti
og hafði fjarska þægi-
lega framkomu. En
andlit hennar var
fjarri þvi að bera
þann samræma
þokkasvip sem í heild
kallast fegurð. Hún
var rauðhærð, og
látum það nú vera;
en hún var að auki
nefstór, og augnsvip-
urinn frámunalega
daufur, jafnvel þeg-
ar hún brosti. Henni
var ósýnt um að
ljóma af þeirri æsi-
legu lifsfyllingu, sem
flestum sautján ára
stúlkum er tamt —
og jafnán er tjáning þess sem blundar, en þráir
að vera vakið. Engu að síður mátti lesa úr aug-
um Lilju aðra tegund tilfinningar, sem piltur-
inn fer ekki í neinar grafgötur með: takmarka-
lausa aðdáun á honum, dásamlega hundslegan
vilja til að þóknast honum. Og því fer samt fjarri,
að pilturinn hafði notfært sér þennan undirlægju-
hátt út í æsar (hvað sem síðar kann að verða).
Hann hefur nefnilega — þrátt fyrir allt — frem-
ur takmarkaðan áhuga á henni. Hún er búin að
vera þægilegur félagi hans I hálfan annan mán-
uð, og hann gerir enga tilraun til að ímynda sér
hversu varanlegur sá kunningsskapur muni verða.
Honum er i rauninni sama. Annars hefur Lilja
óneitanlega sína kosti, aðra en auðsveipnina og
aðdáunina. Það er tildæmis sérlega gott að faðma
hana og kyssa. Aldrei finnur pilturinn betur en
þá, hvílíkt vald hann hefur yfir henni. Það er
honum fullkomlega í sjálfsvald sett, hvað hann
kynnist henni náið. Og sú staðreynd er í senn
notaleg og dapurleg. Það er vissa þess sem hefur
orðið sigurvegari án þess að þurfa svo mikið
sem grípa til vopna ...
En Lilja er enganveginn eina stelpan, sem þann-
ig hefur verið í afstöðu sinni til hans. Þær eru
orðnar næstum fleiri en hann gæti tölu á komið,
þótt hann reyndi, — og þó hann sé ekki eldri að
árum. Jafnvel sú fullþroska, lifsreynda og harð-
gifta kvenpersóna, sem fyrir þrem árum kom
honum fyrst allra i náin kynni við lifið — hálf-
vegis að honum nauðugum — hún hafði bein-
línis afsakað sig með þvi eftir á, að hún hefði
alls ekki getað staðizt hann; að hún vildi gera
allt fyrir hann, allt, jafnvel ganga út i dauðann
til að afplána synd sína, ef hún ætti ekki tvö
ung börn til að lifa fyrir (auk eiginmannsins,
sem óneitanlega væri bezti náungi). Og þannig
höfðu þær reynzt fleiri en hún. Þær voru að lík-
indum miklu fleiri en hann hafði hugmynd um,
sem i hjarta sínu höfðu svipaða afstöðu til
hans . . .
En, hvað sem Þessu líður, verður einu ekki
neitað: Þær stelpur fyrirfinnast — og eru jafnvel
býsna margar — sem ekki virðast hið minnsta
snortnar af öllum glæsileika og atgervi þessa
pilts, líkamlegu og andlegu. Oft eru þetta stelp-
Þau fóru af bíóinu og heim, vegna þess að henni leið ekki vel.
ur, sem honum finnst harla neyðarlegt, að skuli
vera svona blindar, stoltar, smekklausar — eða
hvað hann á að kalla það. Og ósjaldan eru þetta
einmitt laglegar og að öðru leyti mjög eftirsókn-
arverðar stelpur, stelpur sem ætla mætti að
fyndu tilhlýðilegan draumaprins þar sem hann
er. Gagnvart þessari staðreynd stendur piltur-
inn með öllu varnarlaus — og meira en lítið
hissa. Hann hefur velt þessu fyrir sér, en yfirleitt
forðazt að hugleiða það svo lengi, að niðurstaðan
færi að verða varanlega slæm fyrir andlega lið-
an hans. Samt geymir hann minnisatriði, sem
hann getur ekki losnað við, þótt hann feginn
vildi: Vinnufélagi hans hafði haft það eftir stelpu,
sem hann þekkti, að spjátrungar á borð við pilt-
inn væru í rauninni engir karlmenn, þegar til
kastanna kæmi; þeir væru ekki einu sinni menn
til að standa í slagsmálum, — því endaþótt þeir
þættust færir í flestan sjó og væru ekkert nema
líkamsburðirnir á að sjá, væru þeir raggeitur
inni við beinið; hún hafði einmitt tekið hann
sem dæmi! — Einu sinni hafði stelpa neitað
honum um að dansa við hann — á þeim forsend-
um, að hann væri tilgerðarlegur! (Hann hafði
að vísu verið allmikið undir áhrifum; en hvaða
frambærileg ástæða var það fyrir því að neita
honum um dans? Hans vegna mátti hún vera
upprennandi fegurðardrottning, en að hans dómi
var hún sjálf ekki annað en tildurslegur upp-
skafningur og yfirborðslegt dyggðablóð, dóttir
ofur venjulegs eyrarvinnukarls í þokkabót ...)
3.
Hann þrýstir á dyrabjöllu forstjóraheimilis í
Vesturbænum, og Lilja kemur sjálf til dyra.
— Halló! Ertu til?
— Já, biddu andartak.
Hún hverfur aftur innfyrir, bregður sér I kápu
og kemur aftur að vörmu spori. Hann tekur
lauslega í hönd hennar og þau leiðast niður
tröppurnar og út á götuna.
Ágæt stelpa, hún Lilja. Hún var honum auð-
sveip og dáði hann — og honum þótti vænt um
hana fyrir það, kannski fyrir það eitt. Honum
Framhald á bls. 31.
vikaní 9