Vikan


Vikan - 05.01.1961, Blaðsíða 12

Vikan - 05.01.1961, Blaðsíða 12
Innan veggja kvennabúrsins Framhald af bls. 5. — En Raría, hvernig er hægt að giftast manni, sem maður elskar ekki og hefur kannski ekki einu sinni séð? — Það er ekki eins erfitt og þið haldið. Okkur er ástin meira en á- stríðan ein. Ástin er spunnin úr mörg- um þáttum, — virðingu, tryggð, vin- áttu, félagsskap og sæmd. Ástin er tré, sem ber margar greinar. Ég hafði alltaf verið þeirrar skoð- unar, að lífið i kvennabúri væri þræla- hald í verstu mynd. En þegar frá leið, neyddist ég til að endurskoða þá af- stöðu. Fyrir Múhameðskonu er og kvenna- búrslifið hin virðulegasta þjóðfélags- staða. Fæstar þeirra njóta nokkurrar menntunar, og er því ekki að undra, þótt það sé þeim hið mesta keppikefli að komast i hjúskapar- eða hjákonu- stöðu. Mismunun kynjanna er í raun réttri hluti af þeim grundvelli, er Múhameðstrúin byggist á. Greinilegt er, að gert er ráð fyrir því í Kóran- inum, að „karlar séu konum fremri, þar sem Allah hefur ákveðið, að „einn sé öðrum fremri“. Svo er mælt fyrir I lögum landsins, að hver maður megi eiga allt að því fjórar vígðar eiginkonur og svo marg- ar hjákonur sem hann hefur efni á. Hjónaskilnaðar getur aðeins karlmað- urinn krafizt. Ahmed átti tólf hjákonur, en ekki nema þrjár eiginkonur. Og það var einungis fyrir þá skuld, að sæti f jórðu konunnar var autt, sem Thorya eyddi á mig svartagaldri sínum. Einn morgun fann ég dauðan fugl á koddanum mínum. Og annað sinn hafði einhver bundið rauðan spotta utan um eina tána á mér um nótt- ina. Slíkir smáatburðir komu þrásæki- lega fyrir. Einu sinni fann ég sótug- an skaftpott undir rúmi mínu, og nokkru síðar fann ég þrjú löng, svört hár undir kodda mínum. 1 fyrstu skipti ég mér ekkert af þessu. En ein þjónustustúlkan, sem Amina hét, sagði, að einhver hlyti u að hafa kastað á mig „illu auga“ og réttara væri fyrir mig að tala al- varlega við verndarvætti mína hið bráðasta. Annars gæti ég orðið fyrir eldingu, ég kynni að fæða af mér slöngu eða verða sjálf að eldspúandi nöðru. Þar sem ég með minn vestræna hugsunarhátt átti mér ekki neinn „verndarvætt" (jinni), engan dular- anda, er tekið gæti mig undir töfra- vernd sína, ákvað ég að tala alvar- lega við þessa óvini mína. Mér tókst að lokum að sannfæra Thoryu um, að ég hefði ekki minnsta áhuga á húsbónda hennar. Ákvað hún þá að bera vandamálið upp við sinn eigin jinni og biðja hann að taka burtu hið „illa auga“, sem á mér hvíldi. Og þegar ég hvarf úr kvennabúrinu, vorum við orðnar beztu vinkonur. EINKALlF — i vestrænni merkingu þess orðs — var ekki um að ræða í þessari arabísku höll. Húsið var tvær hæðir og skiptist í fjórar álmur með ótal dyrum, sem allar sneru út að opnu svæði. Bogagöng skiptu íbúðum kvenn- anna, er nefndust „harem“. Voru þau í raun réttri stór salur, er minnti mjög á kvennastofur. Voru þar margar lágar rekkjur og hengi, skemmtilegar damask- og góbelín- ábreiður, þægilegur ilmvatnseimur. Við dvöldum, snæddum og sváfum I Þessum sal. Á nóttunni lágum við á lágum bekkjum meðfram veggjum og höfðum silkiábreiður ofan á okkur. Aziza, sem var önnur eiginkonan og barnlaus, svaf í lokrekkju í öðrum enda herbergisins. Frú Raría með sín fjögur börn og Houria, önnur eigin- konEui, með tvö börnin, bjuggu i næstu stofu. 1 þriðju stofunni bjuggu fjórar hjá- konur, sem barn höfðu eignazt. Eng- in piltbörn mega búa í kvennabúrinu eftir sjö ára aldur. Á sjöunda afmæl- isdag sinn eru allir drengir sendir til híbýla karlmanna í öðrum hluta hallarinnar. Á morgnana báru þernur inn stóra' eirbakka, hlaðna kökum. Við sátum á svæflum með krosslagða fætur og snæddum af lágum tréborðum. Eftir hvern rétt og að hverri máltíð lok- inni fór fram handþvottur eftir heil- miklum reglugerðum. Stóð hver mál- tíð venjulega yfir í tvær til þrjár stundir, en naumast var nokkurt orð talað allan þann tíma. Milli rétta sátu stúlkurnar eins og myndastyttur, þurrkuðu feitina fram- an úr sér og brostu hver til annarrar. Þær áttu litla menntun að baki sér og voru ákaflega ófullkomnar félags- verur. Það var eins og þær hefðu ekkert til að tala um. En matarlyst þeirra var óaðfinnan- leg. Algengastur miðdegisréttur var ein mikil súpa, soðin af káli, gulrót- um, baunum, lauk og kjúklinga kjöti. Á eftir henni kom mechoui, en það var steiktur sauður, sem borinn var fram á silfurfati með höfði, hornum, dindli og öllu tilheyrandi. Því næst var borinn fram couscous, sem er mjög venjulegur réttur í Marokkó. Er hann gerður af grænmeti, kjöti, rúsínum og sveskjum, sem framreidd- ur er með einhverju fíngerðu kjöti, sem kallað er semolina. Með þessu er borðuð þunn og sæt kraftsúpa. Ábætir var oftast nær döðlur og fíkjur með hunangi. Að endingu lauk máltíðinni með afar sætri myntu. Þá var ég líka að gefast upp. Jafnvel algengustu þægindi í Vest- urlöndum vantaði þó í höll Ahmeds. Engir ofnar, engin vatnsleiðsla. Að taka sér bað var hrein og bein helgi- athöfn. Tvisvar á viku var ég „böðuð" með hinum stúlkunum. Þá voru líkamir okkar hreinsaðir með hörðum pimp- steini og hárið þvegið úr þykkri, rauðleitri leirkvoðu. Þótt undarlegt megi virðast, urðum við tandurhrein- ar og gljáandi. Fullum byttum af volgu vatni var ausið yfir okkur, við vorum nuddaðar og smuröar oliu og ilmvatni. Á nóttu nóttanna, — Þegar konan í kvennabúrinu er kölluð til her- bergja húsbónda sins, — er hún böð- uð, nudduð og ilmsmurð, en síðan færð I klæðnað, er hún ber sérstak- lega við þau tækifæri. Innan veggja kvennabúrsins ganga stúlkurnar í svo litlum eða miklum klæðnaði sem þeim sýnist Fyrir kem- ur, að þær fari úr kuflinum og dansi um í undirkjólnum, — teffinah, -— einum fata. Þegar stundir liðu fram, samlag- aðist ég heimilislífinu, og mér fór að finnast sem ég væri ein af fjöl- skyldunni. ‘ En einn morguninn vakti Aziza mig og hvíslaði í eyra mér, að snekkja Ahmeds mundi leggjast fyr- ir akkerum á höfninni í Tanger að fáeinum klukkustundum liðnum. — Það er ekki svo að skilja, að mig langi til, að Þú farir, mælti hún, — því að okkur þykir öllum vænt um þig. En mér getur orðið ærinn vandi á höndum, ef Ahmed skyldi komast að sannleikanum, ekki ein- ungis hvað þig snertir, heldur að ég sé að heimsækja Hafid. Ég varð hrædd. I lögum Múhameðs- trúarmanna er nefnilega svo fyrir mælt, að kona, sem af frjálsum vilja fer inn i kvennabúr, verður af sjálfu sér eign viðkomandi húsbónda. Ég flýtti mér að láta niður dót mitt og hypjaði mig á brott. Löngu áður en Ahmed komst heim til hallar sinnar, var ég komin með áætlunarbílnum áleiðis til Tanger. Ekki leikur vafi á, að lífið í kvennabúrunum á fyrir sér að breyt- ast frá því, sem nú er, eða jafnvel hverfa, er tímar liða. Gildir einu, þótt Múhameðstrúarmenn haldi fast við fjölkvænið. En þegar að þvi kemur, munu þ’eir bara yppta öxlum og segja: „Nektoub“, — það kemur fram, sem fram á að koma. , Garnall maður Framhald af bls. 19. — Ég varð niræður í gær. —■ Ég óska þér til hamingju. — Hvaðan ert þú? — Frá Vikunni. — Þeir eru búnir að taka mynd af mér, bæði frá Morgunblaðinu og Alþýðublaðinu. — Hérna? — Ha? — Hérnal? — Hvað? Hérna? Nei, heima á Rauðalæk. — Hvað geymirðu i þessum kofa? — Kartöflur. — E|rtu biiinn að eiga kofann lengi? — Ég er búinn að hafa garð í 30 ár. Fyrst i Kringlumýrinni, svo var það tekið og ég varð að fara upp i Smálönd. Ég skil ekki hvað þedm lá á að taka Kringlumýrina, enginn trúi ég hafi efni á að byggja mikið núna. — Er þessi kofi 30 ára? — Kofinn? Ertu að spyrja um hann? O, varla trúi ég, að hann sé svo gamall. Hann er gamall þó. Þetta er Bretavirki. Þarna er annar (Hann bendir í vestur, og þar hillir í annan. Sá er allur á langveginn.) Hann hafði ég fyrst, en svo tóku þeir hann af mér, þeir sem áttu lóðina, sögðu þar ætti að koma vegur. Hann er þar ekki enn. — Hvað heitir þú? — Guðmundur Sæmundsson, Rauðalæk 4. — Ertu Reykvikingur? — Ha? Reyki ég? — Ertu Reykvíkingur? 1 — Frá því ég var 14. ára. Kom til Árna pósts. Lengst af var ég í höfninni, en hætti því, þegar konan min dó. Nú er ég níræður. Namak og selurinn Framhald af bls. 23. innar. Það var komið rok. Namak datt það í hug, að það væri hættu- legt þegar vindurinn berðist við snjóinn, en ég rata áreiðanlega til baka. Hann komst alla leið að vök- inni. Vesalings kópurinn kom upp i fangið á honum, og hann klappaði honum á kollinn. Allt í einu hvessti mjög mikið og nokkrir stormsveip- ir feyktu snjónum til og frá og þá varð mikill skafbylur. Augu Nam- aks fylltust af snjó, og hann varð að leggjast flatur. Og þá datt hon- um í hug að hann gæti alveg eins skriðið niður í holuna til kópsins. Hann lagðist inn til hans og lagði hendurnar um hálsinn á honum. Selamamma kom með fisk, ýtti í hann, og lagði fisk fyrir framan hann. Fyrir utan hvein i stormin- um og kuldinn nísti jörðina. í veiðistöðinni sátu allir og sungu sorgarsöngva af því að vindurinn og kuldinn höfðu tekið vesalings Namak. Aðeins Inuk vonaði að hann væri enn á lifi og strax og vindinn lægði fór hann til selsvakarinnar. En þegar hann kom þangað skullu stórar öldur á ísbreiðunni. Lengst úti á hafinu rak stóra isjaka i burtu. Inuk beygði höfuð sitt, hafið hafði tekið son hans. Namak fór upp úr holunni þegar veðrið lægði og hann sá merkilega sjón. Stórar öldur börðu ísjakann er hann sat á, og hann sá hvergi veiðistöðvarnar og kofana. Namak skreið því aftur niður í holuna til vinar síns. Eftir dálítinn tíma mundi pabbi áreiðanlega koma og taka hann heim með sér. En dag- urinn leið og nóttin lika og enginn kom. ísflakið rak um, fyrir fram- an hann opnaðist stórt haf. En hvað var þetta? Hann starði fram fyrir sig. Eitthvað ægilega stórt, al- veg eins og risa-igloo kom siglandi á móti honum. Namak vissi ekki að skip voru til. Hann stóð bara og horfði á veiðibátinn sem hafði verið settur út. En þeir um borð höfðu komið auga á hann og sett skipsbátinn út. Þetta er það ein- kennilegasta sem ég hef séð, sagði Storvág stýrimaður. Litill Eskimóa- strákur og kópur á isjaka. Og svei mér þá; hann vill ekki sleppa kópn- um. Jæja, það er allt í lagi, við tök- um þá báða strákar. Hann hló og togaði þá upp i bátinn. Síðan sigldu þeir áfram með fullum byr. En fyrir aftan skipið lá selamamma og beið eftir unganum sinum. Namak var settur til góðs fólks á ströndinni. Ilann bjó i stóru húsi og öll börnin i kring léku við hann, af þvi að hann var góður og hjálp- samur, og kjaftaði aldrei og aldrei gleymdi hann kópnum sínum. Hann stækkaði og var brátt orðinn full- vaxta. Hann var í burtu í lengri tíma, en kom þó alltaf aftur og þá skreið hann til Namaks og Namak lagði handleggina um háls honum og þrýsti honum að sér. Eftir það var Namak alltaf kallaður, dýravinur- inn mikli, og það fannst honum jafn- mikisvert og vera mikill veiðimaður. Og selurinn hans lifði í mörg ár, þvi að allir Eskimóar létu vera að veiða selinn, sem kom upp úr sjónum fyrir framan þá eða vökinni og horfði á þá stórum og góðum mannsaugum, — augunum hans Namaks. 24 vikan

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.