Vikan - 05.01.1961, Blaðsíða 27
Robert'falsar bréfin sem eru í skríninn,
þannig að Barbara heldnr
að einhver ofsæki sig. Denísa býður
henni að dvelja að|
Hlégörðum og það þiggnr hún þrátt fyrir
mótmæli Júlíans. Einnig gerir
hún sér fjóst, að hún
er að verða ástfangin af Júlian og hana
grnnar að Denísa sé það einnig.
Dag nokknrn þegar
hún er á gangi i skóginnm þýtnr byssu-
kúla fram hjá henni....
Barbara varð eftirtektin sjálf. — Hvers minnizt
þér í því sambandi, frú Padgett? Hvernig var
móðir mín þá?
— Mér fannst hún ósköp kvíðin, svaraði bú-
stýran Við erum bæði á sama máli um það. Og
þegar hún kom hingað síðast, bar meira á þvi
en áður.
— En við hvað var hún hrædd?
— Það veit ég ekki, ungfrú, en maðurinn minn
segist halda, að frú Temperley hafi verið að leyna
yður og móður yðar fyrir einhverjum.
Barböru varð hugsað til hótunarbréfanna. —
Fyrir hverjum? spurði hún í ofvæni.
Bústýran hikaði við, og var sem skuggi færi
yfir andlit hennar, líkt og hún minntist ógeð-
felldra atburða.
— Ég veit ekki, hvort ég á að segja það, —
þótt ég svo gæti.
— Já, en ég er þó dóttir móður minnar! hróp-
aði Barbara. Ég verð að komast að þvi, fyrir
hverjum hún faldi mig.
— Það hefur getað verið maður, ungfrú, vond-
ur maður ...
— Hvers vegna haldið þér það?
— Ja, ég heyrði frú Temperley einu sinni segja
svona við tengdaföður sinn, — skömmu áður en
hann dó, — að þessi náungi, sem farið hefði svo illa
með Maríu Crosby, væri nú kominn í fangelsi —
fyrir að hafa drepið mann.
Ungu stúlkuna hryllti við. — Þér, — þér vitið
ekki, hver morðinginn var?
Bústýran hikaði við aftur. — Um það get ég
ekkert sagt, ungfrú, eftir öll þessi ár. Ég segi
yður þetta bara vegna þess, að maðurinn minn
heldur, að sá, sem dæmdur hafi verið í ævilangt
fangelsi á þeim árum, mundi verða látinn laus
eitthvað um þetta leyti. Hann segir, að þér þurfið
að vita þetta og Því verði að vara yður við, —
allra hluta vegna.
— Þakka yður fyrir, frú Padgett. Barbara var
náföl, og konan horfði kvíðandi á hana.
— Er nokkuð að yður, ungfrú? Ég á við, —
þér eruð þó vonandi ekki hrædd — eins og móð-
ir yðar?
— Nei, alls ekki. Ég hef ekkert að óttast.
Það var sem bústýru létti, — Það Þykir mann-
inum mínum vænt um að heyra, ungfrú. Hann
er ekki sterkur á taugum sjálfur, og hann komst
í afleita geðshræringu við að hitta þennan ókunna
mann úti i skóginum.
— Ókunna mann? Hvaða ókunna mann?
— Hefur herra Róbert ekki sagt yður frá því?
Nei, hann hefur auðvitað ekki gert Það, ef hann
hefur haldið, að þér væruð hrædd ...
— Haldið nú áfram, fyrst þér eruð byrjuð. Unga
stúlkan þoldi ekki miklu meira.
— Já, hann Padgett var á leiðinni heim gegn-
um skóginn. Þá stekkur allt í einu maður fram
úr birkikjarrinu, — það var grannvaxinn maður
og grár í andliti, alls ekki sveitamaður. Fyrst
hélt Padgett, að hann ætlaði að ráðast á sig, —
maður les svo oft um þess háttar, — en svo spurði
hann bara, hvar Hlégarðar væru.
— Hefur hann komið hingað? spurði Barbara
í ofvæni.
— Nei, ungfrú. Þegar Padgett sagði honum,
að Hlégarðar væru svo sem hálfa mílu neðar með
veginum, kinkaði hann bara kolli og hélt af stað
í hina áttina. Herra Róbert var ekki hrifinn af
þessu. Hann sagði okkur að sjá um að læsa vel
öllum dyrum hér að nóttunni, — og það verður
líka gert. Þér getið verið alveg óhrædd.
Barböru fannst sem skuggar fortiðarinnar
teygðu sig eftir henni. Hún skalf af kvíða. Það
var lán, að hún skyldi hafa fundið sér vini, —
vini, er vernduðu hana.
Eftir vikudvöl að Hlégörðum hafði hún gert
sér grein fyrir þeim, er þar áttu heima. Denísa
var glaðlynd, stórlát og uppstökk. Hún var gróf-
yrt og móðgaði alla, þegar hún var reið, en fjarska
góð og skemmtileg, þegar vel lá á henni. Róbert
var traustur eins og klettur, vingjarnlegur og
áreiðanlegur, og Júlían ...
Hugsanir ungu stúlkunnar snerust svo mjög um
hann, að hún sökkti sér síður niður í fortíðina
fyrir það. Það hafði ekkert fleira varhugavert
komið fyrir, og hún hafði ekkert frétt um hinn
framandi grámann.
Nú var svo komið fyrir henni, að hún leið upp
í skýin við hvert lofsyrði frá Júlían, en varð
miður sín við hverja minnstu aðfinnslu hans. Þetta
hlaut að vera ást, hugsaði hún. Að öllu eðlilegu
hlaut henni að standa á sama, hvað hann segði.
Henni var kunnugt um, að hún var dugleg og
mikilsverð hverju fyrirtæki, sem hún vann hjá.
Það höfðu flestir fyrri húsbænda hennar sagt.
Þá hafði hún ekki gengizt svo mjög upp við hrós-
yrði þeirra, en nú langaði hana gjarna til að
heyra þau af vörum Júlians.
Eitt sinn höfðu þau bæði farið með bréf i póst-
kassann og voru á heimleið gegnum skóginn. Varð
þeim þá gengið fram hjá stað. þeim, er Barböru
hafði fundizt kúlan þjóta hjá eyra sér. Hún nam
staðar.
— Hérna var það, sem skotið var á mig, og
þarna er tréð, sem kúlan fór inn í.
— Ég hef sagt þér, að veiðiþjófar nota ekki
kúlur.
En nú gekk hann að trénu og tók að skoða
það. Hún sá, að hann tók upp pennahníf sinn,
skar í börkinn og tók eitthvað út úr stofninum.
Hann sýndi henni, hvað það var, — byssukúla,
sem hafði flatzt út við þrýstinginn.
— Þá hefur það ekki verið veiðiþjófur! Henni
fór ekki að verða um sel. — Það var einhver,
sem reyndi að skjóta mig.
Hann skoðaði kúluna gaumgæfilega og hnykl-
aði brúnir.
— Ég skil þetta ekki, — skil ekkert í þessu.
Hvers vegna ætti nokkur að vilja gera Þér mein?
— Ég veit það ekki.
— Já, en ekkert gerist að ástæðulausu.
— En þú last þó sjálfur bréfin, sem við fund-
um í skríninu. Þar var einhver, sem vildi gera
móður minni — og mér — illt.
— Og þó hefur ekkert gerzt. I bréfunum var
minnzt á þig sem barn, svo að þau hljóta að vera
skrifuð fyrir mörgum árum. Hafi þar nokkru
sinni verið um hótun að ræða í alvöru, hlýtur
það nú að vera hjá liðið og gleymt. Ég ætla mér
ekki að taka þetta alvarlega, Barbara, þvi að
það, — það kynni að gera Þig órólega.
— Það er nú vist ekki margt, sem þú tekur
alvarlega, hvíslaði hún.
Hann leit svo einkennilega á hana, og allt í
einu vissi hún, að hann mundi kyssa hana.
E?r hún snart varir hans, breyttist angist henn-
ar í titrandi unað ... Kossinn um daginn uppi á
háaloftinu hafði verið móðgun, en þessi, — Þessi
kom beina leið úr draumum hennar.
Hann rétti sig upp. — Hvað finnst þér um þetta?
mælti hann ögrandi. Hún horfði á hann tindrandi
augum. — Það ert þú, sem eitthvað átt að segja,
Júlían.
— Það verða þá að minnsta kosti ekki fleiri
afsakanir, sagði hann og var fastmæltur. Hvað
mundir þú gera, ef ég segði, að ég elskaði þig?
Hún greip andann á lofti af gleði. — Þú getur
reynt.
Varir þeirra mættust að nýju. Það var sem
skógurinn og sólskinið lyki þau inni í Ijómandi
töfraheimi. Hún hafði aldrei verið ástfangin fyrr,
og það var dásamlegt, unaðslegt, að vita sig elsk-
aða af manninum, sem hún tilbað. Nú mundi hún
aldrei verða einmajia framaf. Þau mundu eígá
allt í sameiningh, gefa allt ...
— Þegar þú komst hingað, hélt ég, að þú værir
slungin stelpa, sem legðir það fyrir þig að leika
á fólk, mælti Júlían hægt og hugsandi. Svo komst
ég að því, að þú varst hvorki slungin né æfð
í þeim sökum. Þú varst bara Það, sem þú leizt
út fyrir að vera, — indæl og, — já, stúlka, sem
hægt var að elska.
— Það var nú ekki beinlinis hægt að elska þig,
þú varst svo voða ruddalegur, sagði hún dreym-
andi. Ég hataði þig fyrst I stað.
— Hvað kom til, að þú skiptir um skoðun?
— Ég veit ekki. Ég hef víst aldrei hatað þig
af öllu hjarta, — ég óskaði þess, að þú kysstir
mig. Mig furðar það núna, þvi að — ég hef ekxi
fengið marga kossa. Við dvöldumst aldrei svo
lengi á sama stað, að ég kynntist neinum.
— Veslings litla stúlkan, hvislaði hann blíð-
lega. Því verðum við að ráða bót á.
Þau kysstust aftur, — en allt í einu sleit hún
sig af honum.
— Hvað er nú að?
— Júlían, ég er svo hrædd. Mér finnst einhver
sitja um okkur, ... sagði hún kvíðándi.
. Hann litaðist um og hnykklaði brýnnar. Allt var
hljótt í skóginum. Barbara bjóst við, að hann
færi að hlæja að henni, en er hann tók til máls,
var hann alvarlegur.
— Ég sé engan, en upp frá þessu skal ég gæta
þin, svo að þú megir hætta að vera hrædd. — Og
svo skulum við Ijúka við Þennan koss.
Heima á Hlégörðum sátu þau Denísa og Róbert
saman í dagstofunni og ræddust við.
— Hja, ekki er að sjá sem ævintýrið um þenna
grámann ætli að hafa mikil áhrif, mælti Róbert
hugsandi. En ég veit, hvað ég ætla að gera, og
næst verður kannski nauðsynlegt að hrekkja hana
ögn meira, — bara svolítið, Denísa.
— En gættu þess að ganga ekki of langt, sagði
hún fastmælt. Raunar veit ég, hvað ég vil, en
takmörk verður þó að setja fyrir öllu.
— Láttu mig þá um að setja þau, svaraði hann
og fór höndum um hið granna mitti meyjarinnar,
Þótt hann greindi ósjálfráða andúð hennar. Hann
brosti. Ég vil allt fyrir þig gera, tuldraði hann.
Þú œtlar að giftast mér, Denisa, er það ekki?
— Jú, undir eins og Barbara er komin úr landi.
— Eða úr heiminum? mælti hann með milda
spurn i rómnum.
Framhald í næsta blaði.
VIKAN 27