Vikan


Vikan - 05.01.1961, Blaðsíða 29

Vikan - 05.01.1961, Blaðsíða 29
Líf hins lamaða Framhald af bls. 7. Þegar frá leið, fann ég, að hjarta mitt sló örar hvert sinn, er Árni Lind hvildi sig frá dansinum og settist hjá mér. Við spjölluðum um skólann og framtíðina og fjölmargt annað, sem bar á góma. Þegar hann kom til mín í fimmta sinni og aðrir skiptu sér ekki af okkur, settist hann hjá mér á sófa- bríkina og fór að fitla við hárið á mér. Við ræddum um sumarið. Hann ætlaði að verða í bænum um sum- artímann, og ég ætlaði ekki heldur út i sveit. Foreldrar mínir höfðu hugsað sér að leigja sumarbústað- inn okkar til þess að fá peninga upp í kostnaðinn við þá miklu að- gerð, sem gera átti á mér næsta ár. —• Þú ert ósköp indæl, Karen, hvislaði Árni og kyssti mig á gagn- augað. — Það er skaði, að þú skulir verða að dragnast með þennan fót, því að annars gæti maður orðið bál- skotinn í þér! Pilturinn sagði þetta eins og hvert annað spaug. Sjálfur þóttist hann áreiðanlega vera fyndinn. Ég kreppti hnefana, svo að neglurnar stungust inn í bera liandleggina, og fann, hvernig mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Hvernig getur nokkur verið svona grimmur? Ég stillti mig eins og ég framast gat, og mér tókst að sitja róleg, þangað til hinir komu inn. Þá reis ég á fætur, kvartaði um þreytu og hraðaði mér brott frá gleðskapnum. Tímunum saman ráfaði ég um kvöldkyrrar göturnar, en tárin runnu niður kinnar minar. Ég hélt áfram í sífellu og reyndi að herða mig upp í að binda endi á allt sam- an. Til hvers var fyrir mig að lifa svona? Pabbi og mamma áttu hvort annað, en ég átti engan! Aðgerðin, — hver gat sagt, hvort nokkur ár- angur yrði af henni? UNDIR morguninn haltraði ég heim til foreldra minna, þau voru orðin dauðhrædd um mig. Ég var úrvinda af gráti og fóturinn sár og bólginn. Ég grét allan minn harm og ör- væntingu i örmum móður minnar. Foreldrar rnínir sáu nú loks, að hér þurfti að bregðast skjótt við. Læknir sá, er valinn hafði verið til verksins, var kvaddur til ráða og ákveðið að leggja mig á sjúkra- húsið þegar í stað, en fresta þvi ekki til næsta árs. Raunir mínar voru þó ekki á enda. Ég vaknaði eftir svæfinguna og var þrungin unaðskennd. Bráðum var ég orðin eins og annað fólk og engin Halta-Karen lengur. Mamma sat á stóli við sæng mína og brosti við mér. Hún sagði, að skurðurinn hefði tekizt vel og allt væri eins og það ætti að vera. Ég lokaði augunum og sveif út i draumheim í þyrlandi vínarvalsi, í örmum einhvers, sem var líkur Árna, en ögn hjartahlýrri. Allt gekk vel i tvo eða þrjá daga. Ég lá á meltunni og hugsaði um framtiðina. Að morgni fjórða dagsins var mér einkennilega heitt og hafði verk í fætinum. Þegar hjúkrunarkonan hafði mælt mig, varð hún svo skrýt- iri á svip og flýtti sér út úr stofunni. Yfirlæknirinn kom inn og annar læknir með honum, þótt langur tími væri til næsta stofugangs. Þeir tóku umbúðirnar af mér, þukluðu og kreistu fótinn og horfðu hvor á annan. Litlu síðar kom mamma inn. Hún lét sem hún væri glöð eins og endranær, en ég sá vel, að hún var rauðeygð og áhyggjufull. — Hvað gengur að? spurði ég ergilega. — Hefur nokkuð komið fyrir? Læknirinn kom hingað áð- an og var svo einkennilegur, en hjúkrunarkonan vill ekkert segja. Mamina horfði íhugandi á mig. Svo reyndi hún að brosa, tók um hendur mínar og leit beint í augu mín. — Nú verður þú að vera hug- rökk, litla stúlkan mín, mælti hún með grátstaf í rómnum. — Það hef- ur komið illkynjuð sýking 1 sárið. Hún þagði við, en hélt siðan áfram i lágum hljóðum, henni var þungt um mál: — Læknirinn ætlar að taka af þér fótinn. — Nei, öskraði ég af öllum lífs og sálar kröftum. — Ég vil það ekki, — ég vil það ekki! Ég vil held- ur deyja en að þeir taki fótinn af mér! Ég vil verða heilbrigð aftur! Ég vil vera eins og aðrir ... Orðin runnu út í óstöðvandi grát. Hjúkr- unarkonan kom inn og gaf mér ró- andi innspýtingu. LÆKNIRINN kom við hjá mér á stofugangi sínum og reyndi að telja mig á sitt mál. Pabbi útlistaði fyrir mér, rólegur og ákveðinn, hvllika áhættu ég legði út 1, ef ég færi ekki eftir ráðum læknisins. Ef fóturinn væri ekki tekinn þegar í stað, yrðu afleiðingarnar venjuleg blóðeitrun. Og ég yrði að hafa járnheilsu til að sleppa frá henni. — Ég vil ekki missa fótinn, svar- aði ég í sífellu, og ég vil ekki hlusta á neinn. Ég grét, mamma grét og jafnvel pabbi sjálfur, hann grét, og það hafði ég aldrei séð hann gera fyrr. En ég hélt stöðugt fast við mína ákvörðun. Að lialda lífinu áfram með ein- um fæti, Halta-Karen til dauðadags, — nei, það skyldi ekki fyrir mig koma! Sótthitinn óx mér yfir höfuð, og ég vissi ekki lengur af mér. Loks var það að morgni til mörgum dög- um eftir þetta, að ég opnaði augun. Mér var létt yfir höfði, ég var hress, en máttfarin. Mamma sat í hnipri í hæginda- stólnum við gluggann og mókti. Hún var guggin i andliti, djúpar hrukk- ur kringum munninn og hvarmarn- ir þrútnir af gráti. — Mamma, sagði ég hikandi, svo sem til þess að vita, hvort ég gæti komið upp orði. Mamma hrökk við og opnaði aug- un. Svo hljóp hún til mín. — Karen, sagði hún og hló og grét i senn. — Elsku litla stúlkan min! Hún tók höfuð mitt milli handa sér og vaggaði mér mjúklega. Svo hringdi hún bjöllunni, og hjúkrun- arkonan kom inn. — iSjáið þér, hún er vöknuð, sagði mamma himinglöð. Gerið boð eftir lækninum. Læknirinn kom að vörmu spori. Hann brosti og sagði: — Hér hefur gerzt kraftaverk. Þessu hafði ég ekki þorað að vonast eftir. En nú verðum við að fara gætilega og safna kröftunum smátt og smátt, svo að við getum komið ungfrú Karenu sem fyrst á fætur aftur. ÞAÐ var í lok júlimánaðar, að ég sat að nýju úti í sólskininu í garðstóli á grasflötinni fyrir fram- an sumarbústaðinn okkar. Þá heyrði ég marra í garðshlíðinu, og þegar ég leit upp, mætti ég augum Árna. Ég stirðnaði upp og var að því kom- in að hrópa til hans að fara burtu sem skjótast. Gömul sár ýfðust upp og tóku að svíða. Jafnframt varð mér ljóst, að ég var orðin upp úr því vaxin að bregðast þannig við. Ég brosti því við honum og sagði: — Sæll vertu! Hefurðu ratað hingað út eftir? Kannastu við nokkra hér um slóðir? — Karen! Geturðu nokkurn tima fyrirgefið mér? Hann leit feimnislega til vesa- lings bera fótarins, en lét því næst fallast niður í grasið hjá mér og greip hönd mína. — Ég skammaðist mín eins og hundur, eftir að þú varst farin kvöldið góða. Og ég fór sjálfur rétt á eftir. Hvert kvöldið eftir annað gekk ég aftur og fram fyrir fram- an húsið ykkar og vonaðist eftir, að þú kæmir út af tilviljun, svo að ég gæti beðið þig fyrirgefningar. — Skilurðu það ekki, hélt hann áfram, að það var einmitt vegna þess, að mér var farið að þykja vænt um þig, sem ég fór svona flónslega að. Ég er gefinn fyrir að dansa, og mér fannst það eitthvað svo af- káralegt að vera orðinn ástfanginn af stúlku, sem aldrei mundi geta dansað. HANN leit á mig og brosti biðj- andi. — Geturðu ekkert sagt, Karen? Berðu mig, hæddu mig, gerðu hvað sem þér sýnist! Ég elska þig jafn- inikið fyrir það. Heldurðu, að þ*ú getir nokkru sinni fyrirgefið mér? — Þú særðir mig djúpt í það skiptið, en það er nú gleymt, Árni. Ég strauk feimnislega um hár hans. — Hitt er annað mál, að engin vissa er fyrir því, að ég geti nokk- urn tíma dansað, svo ef til vill er sama bilið milli okkar i þvi og áð- ur var. Minnstu þess, Árni! — Þú átt við, að þú fyrirlítir mig ekki ... að það sé svolítil von? — Það er ekki ómögulegt, sagði ég brosandi og rótaði í þykka, svarta hárinu hans. ÞAÐ eru liðin ár siðan þetta kvöld. Hnémeinið lagaðist, og ég tók að geta hreyft fótinn mjög vel. Um haustið fór ég að taka einka- tíma í dansi með Árna. Eftir nokkr- ar æfingar trúði hann mér fyrir þvi, að liann hefði aldrei haft jafngóða dömu i dansi. Allan þenna vetur dönsuðum við og dufluðum og nokkuð af vorinu lika. En þegar leið að sumri, fór ég að verða þess vör, að ýmislegt var fleira, sem ég hafði áhuga á. Það voru bækur, mig langaði til að lesa, langaði til að hlusta á tónlist, sem var annars eðlis en áður. Árni reyndi að fylgja mér i þvi, en við fjarlægðumst með hægð, án þess að við gerðum eiginlega neitt til að koma i veg fyrir það. Hnokkana, sem eru að leika sér í sandinum við hliðina á mér núna, eigum við, ég og Hans, leikbróðir minn, sem öll þau ár, er ég átti i framangreindum raunum, kom fram við mig eins og hverja aðra telpu. Hann lét aldrei orð falla, sem af mætti ráða, að ég væri öðru- vísi en aðrír. Það þarf þrösfea tíl að höndla þá hamingju, sem felst i næsta nágrenni. Við Hans umgengumst blindandi árum saman, mörg ár. En þeg- ar hulan féll loksins frá aug- um okkar, varð ást okkar að björtu báli, er sameiginlegar minningar og margvísleg reynsla heldur si- logandi. Pappíxskarfa Framhald af bls. 16. koma mikill snúður á bastþráð- inn, er ágætt að láta hann hanga niður stutta stund svo hann snúist af. Þegar þarf að ganga frá þræði, er sá, sem er að enda lagður út á ósaumað snærið og saumaður yfir hann með nýja þræðinum, sem einn- ig hefur í byrjun verið lagður á sama hátt. Herðið á samskeytunum svo þau losni ekki upp og sjáist sem minnst. Þegar botninn hefur verið saum- aður, þannig að hann nái 16 cm í þvermál, er snúran klippt á ská og saumað síðan fast niður með bast- inu. Byrjið síðan með snúruna aft- ur, klippta á sama hátt og eins geng- ið frá samskeytunum. Nú er snúran lögð ofan á seinustu umferð og er saumað þannig við botninn með sömu aðferð. Er þetta gert til þess, að karfan verði ekki ávöl að neðan. Saumið nú körfuna áfram og gefið snúruna örlítið eftir svo karfan víkki ekki út. Formið körfuna ná- kvæmlega eftir myndinni. Þegar karfan hefur verið saumuð í hæfi- lega hæð er snúran klippt á ská og saumuð niður með þastþræðinum. Snyrtið nú körfuna þannig, að þið klippið alla lausa smáenda ef ein- hverjir eru, nákvæmlega. Lakkið siðan körfuna með þynntu „cellu- lósi“-lakki, bæði innan og ut- an einu sinni eða tvisvar eftir smekk. Þegar lakkið svo þornar, harðnar það og karfan verður stífari. Það eru margir möguleikar til að gera svuntur sérkennilegar. Hér á myndinni sjáið þið eina, sem hefur tekið sér kryddglösin til fyrirmyndar, klippt þau út í mynztr- uð efni, saumað nöfn þeirra á og siðan saumað þau á vasana með bótasaumi. Eins og þið sjáið á myndinni er þetta mjög skemmtilegt. — Þvi miður hefur okkur hjónun- um ekki orðið eggja auðið. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.