Vikan


Vikan - 05.01.1961, Blaðsíða 21

Vikan - 05.01.1961, Blaðsíða 21
BEI MIR BIST DU SCHÖN Ég veit að allar elska hann Manga og allar stélpur þrá hann að vanga, því aö hann er svo scetur og alltaf lœtur svo ósköp blíölega aö þeim. Og svo kann hann kínversku og dönsku og er klókur í spænsku og frönsku, en þcer heillast mest og þeim hlýnar bezt er ihann hvíslar blíðlegum lireim : Bei mir bist du schön, svo björt mey og hrein. Ég elska þig, ástin mín ein. Þitt hár er svo svart, þitt hörund er svo bjart. Mitt hjarta, það gleymir þér ei. Ég get ei oröa bundizt, og því er ég nú hér, og aldrei kveö þig, nei, — sem betur fer. Bei mir bist du schön, svo björt mey og hrein. Ég elska þig, ástin mín ein. í skólanum 1 Langholtssókn er veriS að reisa safnaðarkirkju, eins og svo víða hér í bæ. Af þessari kirkjubyggingu, er enn ekki komið meira á laggirnar en svo sem helmingur. I þessum helming er ýmislegt, sem ekki er vanalegt að sjá í einni kirkju. Og má þar nefna eldhús. Þetta eldhús er viðkomandi öðru fyrirbæri í þessari sömu kirkju, sem er félagsheimili. Ýmisleg starf- semi er rekin í félagsheimilinu, meðal annars tímakennsla fyrir þau börn safnaðarfélaga, sem enn hafa ekki náð skólaskyldualdri. Séra Árelius Niels- son prestur safnaðarins annast þá kennslu og viljum við nú inna hann eftir, hverju það sætti að hann hefði á hendi þá kennslu. — Er einhver einstök ástæða fyrir því, að þér hófuð tímakennslu? — —■ Já, það má segja það. Ég var beðinn um að taka barn eins safnað- Guö gaf mér eyra arfélagans í tímakennslu og færðist ég fyrst undan, þar sem ég hafði mikið að gera. E'n ég ákvað seinna að gera þetta og þar sem alveg eins má kenna 20 börnum og einu á klukkutíma, þá varð það úr, að ég stofnaði, ef svo má segja, þennan skóla. — "Hvað kennið þér börnunum helzt? — Þau læra að draga til stafs og svo læt ég þau teikna. Þau hafa mikið gaman af því. — — Kann nokkurt þeirra orðið að lesa? — — Já, það er einn drengur, sem var dálítið hja mér í fyrra. Nú skal ég biðja hann um að lesa svolítið fyrir okkur. — Og drengurinn les, hægt og skýrt, allsendis ófeiminn. Hin börnin horfa hugfangin á hann, þetta er það sem þau öll vilja kunna. Séra Árelíus lætur börnin syngja við og við. Það eru sungin jólalög af miklu kappi og reyndar alls konar lög. Hann kveðst kenna þeim eina vísu á viku og segir þau vera mjög dugleg að læra þær. Enda hafa þau gaman af söng og vilja sem mest læra. — Hvernig gengur að halda börn- unum í nokkurn veginn ró? — — Þau eru ósköp inndæl og þæg. Enda eru þau svo þakklát þegar gert er eitthvað fyrir þau. — Er ætlast til að börnin kunni að lesa í vor? — — Það væri skemmtilegra, en ég miða ekki við það, eingöngu. Það sem skiptir mestu máli, er að þau læri að vinna og leika saman. Það er félags- andinn sem er fyrir svo miklu. — Á töfluna hafa verið teiknaðar tvær stúlkur og er skrifað Magga við aðra og Stína við hinr Jg eftir þessu eiga börnin að skrifa. Öllum gengur vel að skrifa og eru stafirnir yfirleitt mjög réglulegir og snyrtilegir. Séra Árelíus lætur börnin syngja með skrifunum. Þau eru mikið upptekin af mynda- tökunni og fylgjast vel með því, hvort þau komist öll á mynd. Að lokum syngja börnin fyrir okkur. — Bráðum koma blessuð jólin — og svo kveðjum við. yfe. SS \ '• f.'l í|j l-.Ja Guö vill aö ég sé honum sólskinsbarn. Á seinustu árum hefur farið svo að þeir leikarar, sem síðastliðin tuttugu ár hafa verið eftirlæti fólks í hinum vestræna heimi, týna tölunni. Tyrone Power, Errol Flynn og nú seinast Clark Gable, auk smærri spámanna á hvíta tjaldinu. Því hefur verið hafin leit að arftökum þessara manna og vitaskufd líka þeirra kvenna, sem ekki lengur teljast hlutgengar. Nöfn eins og Marlon Brando, Rock Hudson og Yul Brynner áttu að halda frægðinni á lofti. En þessir menn eru heldur ekki nein smábörn lengur. Audrey H-epurn, Debbie Reynolds og margar fleiri geta ekki leikið ungpíur alla sína æfi. Enda er nú svo komið, að þau sem að eiga vera stjörnur fram- tíðarinnar eru tekin svo til úr vöggu. 1 Hollywood hefur komist á laggirnar hópur táningarstjarna. Tony Perkins, John Saxon, Edd Byrnes og Sal Mineo voru vart af barnsaldri, þegar þeir byrjuðu að leika. Tusday Weld, An- ette, Caroll Baker o.s.fr. eru I sama hóp. Þessvegna viljum við birta mynd- ir af þessum framtíðarstjörnum. Það er orðið ljóst að í byggingu sviffluga hverfa menn æ meir frá heimilisklambri. Iðnaðurinn helgar kröftum sínum í vaxandi mæli fram- leiðslu á einstökum svifflughlutum svo og svifflugum í heilu lagi. Ennfremur kemur það á daginn, að nýsmiðar á ýmsum sviðum flugtækninnar eða réttara sagt svifflugtækninnar. eru í höndum starfshópa sérfræðinga. Það gefur auga leið að slíkir hópar sér- fræðinga hafa miklu meiri möguleika til árangursríkra nýsmíða, en einstak- ir áhugamenn, sem bauka við lítinn kost heima hjá sér. Á þennan hátt var — Standard Austria — búin til, en það er sú sviffluga, sem Austurrikismenn binda sínar vonir við á komandi tím- um. En því miður varð þeim ekki jafnmikið að vonum og æskilegt hefði verið. — Standard Austria— átti að margra dómi skilið að láta fljúga sér í fyrsta eða annað sæti. En Austur- ríkismenn urðu í 5 og 9 sæti i Stand- ardflokki. / Edd Byrnes Tusday Weld Sandra Dee STANDARD AUSTRIA Siggi litli átti aö skrifa 300 oröa ritgerö um bifreiöar. Hún hljóöaöi svo: „Frændi minn keypti bíl fyrir stuttu en keyröi liann % klessu dag- inn eftir. Þetta eru þrettán orö. Hin 287 oröin sagöi hann er hann var á leiöinni heim.“ • • 'A'Z „Hefuröu nokkurn tíma heyrt brandarann um prangarann, sem seldi tvær hauskúpur af Kolumbusi, önnur var af honum sem barni, en hin af 'honum fullorönum?“ kvikmyndir skrítlur íþróttir VIKAN' 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.