Vikan - 05.01.1961, Blaðsíða 13
Hestamenning
Framhald af hls. 15.
Jón Þingeyingur var þarna með
Eygló hans Bödda hirðis.
„Komdu sæll, Nonni minn, mágur
kær. Mikið ósköp er nú orðið langt
siðan við höfum drukkið saman.
Blessaður, komdu inn i kjötbúð.
Nei, og Eygló, fegursta kona ver-
aldar. Ég votta sjálfum mér virð-
ingu mína, ef ég fæ að kyssa hönd
þína, kæra frú. Enginn kvenmaður
hefur heillað mig sem þú. Seztu
hérna hjá mér. Við þurfum að kynn-
ast örlítið nánar.“
Jón settist nær Laufeyju og sagði:
„Komið þér sælar, frú. Loksins
gaf guð mér tækifæri til að vera
í návist við draumadisina mina.“
Það er setið inni i kjötbúð eftir
nánari kynningu allra aðilja.
„Iieyrðu, Valdimar, ertu búinn
með brennivínið? Við erum farin
að þynnast upp,“ sögðu gestir kaup-
mannsins og hvöttu hann eindregið
til að útvega meira.
„Þá keyrum við,“ sagði Valdimar.
„Ekki getum við látið þessar Lóren-
ur eða Bardottur þynnast upp hjá
okkur. Svona, allir út í bíl.“
Sendiferðabíll kjötbúðarinnar var
tekinn til starfans, og eigandinn ók.
Þegar komið var niður á Hreyfil,
sagði Valdimar:
„Komdu með nér, Jón. Það veit-
ir meiri stuðning. Heyrðu, get-
urðu ekki rcddað mér um þús-
undkall. Ég skal nefnilega segja
þér, ég er ekki með „sent“ á mér,
og ekki þori ég heim til konunnar
fyrir mitt litla lif. En ég skal borga
þér strax á morgun.“
„Ef ég á að gera þér þennan
greiða, þá verður þú að gera mér
annan í staðinn.“
„Alveg sjálfsagt, elsku vinur, —
allt, sem þú segir. Bara nefndu
það.“
„Seldu mér Sleipni, ég skal borga
þér fimrn þúsund strax.“
„Ha, Sleipni? Já, skitt með það.
Komdu með klinkið."
Hann fékk fimm þúsund í nýjum
Villa Þór seðlum og keypti fimm
brennivín.
Síðan var ekið af stað aftur, en
á hverri beygju var stanzað til að
skála fyrir hestakaupunum.
„Ég legg til, að við förum og sýn-
um dömunum gripinn, þennan feg-
ursta hest Reykjavikur," sagði Jón.
„Okei, skál fyrir því.“
„Heyrðu, Valdi, hvað kemst eig-
inlega bíllinn hart? Sýndu mér,
hvað þú ert klár að keyra,“ sagði
Eygló, sem alltaf hafði þjáðst af
bíladellu.
„Heldurðu, að ég geti kannski
ekki keyrt tíkina? Ég skal sýna
þér það.“
Og bílnum var ekið eins og hægt
var inn Miklubraut.
„Áfram, vagninn, í veginum ek
ég ...“ söng nú öll samkundan.
„Leidí lóren, kysstu mig. Heyrðu,
hvað ertu að gera i þessari asna-
legu blússu?
Gerðu það nú fyrir mig, elskan
mín, farðu bara úr henni.“ — Og
leidí lóren fór úr henni.
„En sá vöxtur, bravó!"
Og nú var beygt inn á Suður-
landsbraut, og brátt er beygja
aftur:
Það er hestur á veginum. En
Valdimar var með allan hugann
við konuna.
„Aklu varlega, Valdimar,“ sagði
Jón Þingeyingur.
„Brjóstin þín heilla mig, leidi
lóren, en ... nei, hvað er þetta?
Farðu frá, burt með þig, æ
...x/()%—.“ ★
Húsmæður, húsmæður.
Nýtt hrossakjöt í dag.
Kjötbúð Valdimars.
Fötin skapa manninn
Framhald af bls. 19.
svart bindi og svarta sokka“. „Ull-
ar?“
„Þú ræður því.“
„Hvað þarf ég að borga fyrir þetta
lítilræði?“ „Bíddu við, föt 2400 krón-
ur, hvít skyrta beztu tegund 450.—,
eldtraust bindi —.“ „Eldtraust?"
Reykirðu?" „Já" „Eldtraust bindi,
svart, 250.—, gráir, nei, svartir
nllarsokkar, brezkir, 150.—, mann-
sjetthnappar og bindisnæla 320.—,
og svo færðu þér skó hjá Lárusi á
560.—, lætur klippa þig o. s. frv.“
„Heyrðu Halldór, veiztu um nokkra
vellaunaða stöðu?“ „Ekki í svip-
inn, vaptar þig vinnu?“ „Það fer
nú að liða að því með þessu móti.
„Mér er orðið Ijóst, að það er
ekkert spaug að tolla í tizkunni,
nema stela af mjólkurpeningunum,
hætta að reykja og fara aldrei út
um lielgar. Seigðu mér alveg um-
búðalaust, Halldór, hvert sækið þið
fyrirmyndir ykkar i klæðaburði?“
„Hvað föimn viðvikur, þá er nú
helzt Evrópa." „Því ekki Ameríka?“
,,Það Þýðir ekki að bjóða íslend-
ingum amerisk snið, ég nefni ekki
liti, sem tíðkast þar vestra.“ „Vegna
livers?“ „Sjáðu til, það eru fáir hér,
sem kæra sig um að fara i Lidó
eða Klúbbinn i rósóttri skyrtu, há-
rauðum jakka, flöskugrænum bux-
um og bláum skóm . .. .“ „Halldór,
HALLDÓR, er eitthvað að?“ „Mér
varð snöggvast óglatt, það liður
hjá.“ „Þá er hægt að slá því föstu,
evrópsk föt bliva.“ „Já“. „En hvað
um skyrtur og bindi?“ Það er
flest ameriskt.“ „Héyrðu Halldór,
ég held að þessi kona frammi sé
i hugleiðingum.“ Halldór kemur að
vörmu spori. „Hún vildi kápuefni,
hélt þetta væri Haraldarbúð.“
„Ég hef verið að velta því fyrir
mér, hvernig það er i pottinn búið
með aldursflokka og stöður.“
„Hvað áttu við?“ „Jú, hvort þri-
tugur maður og sextugur maður
nota sama snið i fötum og gengur
bankastjórinn i samskonar fötum
og hver annar.“ „Já, blessaður
vertu, það er orðinn mikill jöfn-
uður í þvi. Það sést ekki á klæða-
burði nú orðið hvaða stöðu menn
gegna.“ „Skyldi nokkurn tíma koma
að því að við fáum jakka flegna
í bakið og stuttar ermar eða eitt-
hvað af öllu því sem kvenfólkið
getur leyft sér?“ „Það er nú likast
til. Einhver stuttermatizka var í
uppsiglingu hjá Könum, en það er
víst fyrir bi.“ „Jæja, ég verð vist
að kveðja þig núna, en ég skal
hafa menningarsamband við þig,
seinna.“ „Já, drottinn varðveiti
þig og blessi.“
Þessu fróðari held ég út í des-
emberfrostið og sveipa að mér ís-
lcnzka þjóðbúningnum, úlpunni
minni góðu ★
Oólf —
TíqImc
Avallt fyrirliggjandi eða í
pöntun gólftíglar úr plasti
----- HordpUst -------
50 liHr
Ennfremur aðrar bygginga-
vörur í miklu úrvali
VnínfeU h f.
Vesturgötu 25 — Sími 16976
vikan 25